Vikan


Vikan - 26.06.1969, Page 45

Vikan - 26.06.1969, Page 45
— Já, það fer kver til prentunar á morgun, hjá sama útgefanda. Manstu eftir fyrstu ljóðabókinni? — Hvort ég man? — Þessi er betri. Þetta erú ljóð. Stack kom með bakka. — Fáðu þér sjálfur, Michael. Michael hellti svolitlu koníaki í glas, og dreypti á því. Svo kveikti hann í sígarettu og settist. — Ilvenær ætlið þið að giftast? — Hjá fógeta, eins fljótt og hægt er. — Jæja! Og hvað svo? — Dinny ætlar að sýna mér England. Meðan sólin skín verð ég til friðs. — Ferðu aftur til Sýrlands? Desert hristi upp púðann við hlið sér. — Ég veit það ekki; eða réttara sagt ef til vill. Hún ræður því. — Heyrðu vinur, sagði Michael. — Já. — Þekkir þú náunga sem heitir Telfourd Yule? — Ég kannast v'.'ö nafnið, — einhverskonar rithöfundur. — Hann er nýkominn frá Arabiu og Súdan, og hann kom með furðulega sögu. Án þess að líta upp, varð Michael var við að Wil- frid rétti snögglega úr sér. — Hún kemur þér við; — er furðuleg og líka mjög skaðleg. Hann vildi að þú fengir að vita að þetta væri orðið almælt. — Jæja! Michael stundi. — í stuttu máli: Bedúínarnir halda því fram að þú hafir lofað að taka Múhameðstrú, þegar þeir hótuðu að skjóta þig. Þetta frétti Yule bæði í Arabíu og í Libyu, það var getið um nafn ættarhöfð- ingjans, staðurinn var Darfur, og svo var sagt hver Englendingur- inn væri. Ég lofaði að segja þér þetta; fyrirgefðu mér. Það varð dauðaþögn. Michael leit upp. Það var erfitt að horfa á kvaladrættina á fallegu andliti Wilfrids. — Það er ekkert að fyrirgefa; þetta er satt. — En heyrðu m:g nú, vinur sæll! Orðin hrukku út úr Michael, og svo varð þögn. Desert stóð upp, gekk að skúffu og tók upp handrit, sem hann rétti Michael. — Hérna, lestu þetta! í tuttugu mínúlur, meðan Michael las handritið, heyrðist ekk- ert hljóð, nema skrjáfið í blöðunum. Svo lagði Michael handritið frá sér: — Stórkostlegt! — Já, en þú hefðir aldrei hagað þér svona. — Ég hefi ekki hugmynd um hvað ég hefði gert. — Ó, jú, það er ekkert vafamál. Fyrsta hugsun mín var: — Skjóttu, og farðu til fjandans! Ég vildi óska að ég hefði gert það, þá væri ég ekki hér. Það skrítna er, að ég er viss um að ég hefði aldrei látið undan, ef þeir hefðu hótað mér pyndingum, en þó vildi ég heldur deyja en að vera pyndaður. — Pyndingar eru ódrengilegar. — Maðurinn hafði óbeit á því að skjóta mig, og hann grátbað mig um að losa hann frá þessari skyldu. Bróðir hans var vinur minn. Það er alveg ótrúlegt hvað þessir ofstækismenn geta fundið upp á. Ég sé ennþá augu hans fyrir mér; það var eins og hann væri undir álögum. — Það er ekkert um þessa hlið málsins í kvæðinu, sagði Michael. — Það getur varla kallazt afsökun að vorkenna, sagði Michael. — Þessutan held ég að hefði verið um eitthvað annað að tefla en trúarbrögð, hefðu viðbrögð mín orðið önnur, þau eru yf'rleitt yfir- borðskennd. Ef ég þarf að deyja fyrir eitthvert málefni, þá verður það að vera raunverulegt. Michael leið illa. — Heldurðu ekki að þú gætir neitað þessu? — Ég neita engu. Ef til kemur, þá stend ég við það. — Veit Dinny þetta? — Já, og hún las ljóðið. Hún er engum lík, — stórkostleg. — Þessvegna finnst mér þú ættir að neita þessu, hennar vegna. — Nei, en ég ætti ekki að binda hana við mig. — Ef ég þekki Dinny rétt, þá veit ég að hún hefði eitthvað að segja, og hún er innilega ástfangin af þér, Wilfrid. — Það er það sama hér! — Hugsaðu þér ef blöðin ná í þetta. Michael virti Wilfrid fyrir sér, svo sagði hann glaðlega. — En Yule frétti þetta í eyðimörk- inni, það er ekki víst að það berist út. — Það sem skeður í eyðimörkinni, fréttist í basaranum daginn eftir; ég verð að horfast í augu við það. — Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig, þá láttu mig vita, gamli vinur! Framhald í næsta blaði. 26. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.