Vikan - 26.06.1969, Síða 48
Þegar hann kom nær varð honum i hendingu allt ljóst: Þegar allt
kemur til alls var hún aðeins kona. Sennilega veldur hún manni von-
brigðum eins og allar aðrar, og til hvers er þá allt þetta erfiði. Og svo,
næstum þegar í stað var hann heillaður enn á ný, nema hundrað sinn-
um meir en nokkru sinni fyrr, því draumsýn hans var orðin að holdi
og blóði fyrir framan hann. Svo allur fögnuðurinn vall upp í brjósti
ihans og eyddi öllum ótta og jafnvel þreytunni: — í>að var þess virði,
já, það var þess hundrað sinnum virði.
Angelique virti hann fyrir sér þegjandi og trúði varla sinum eigin
augum, því það virtist næstum óhugsandi að ferðamenn kæmu yfir þetta
dauða og frosna land.
Hann stóð og horfði á hana og hendur hans héngu niður með síðum.
Jafnvel þótt hann hefði numið staðar, stjáklaði hann um, því hann
hafði gengið svo lengi og svo hratt að hann svimaði, þegar hann nam
staðar og átti erfitt með að halda fótunum kyrrum.
Geislar sólarinnar glitruðu á trjátoppunum og köstuðu löngum sól-
stöfum upp á himinhvolfið. Sólin var að koma upp og þegar hún kom
upp fyrir sjóndeildarhringinn tók allt landið að glitra þúsundfalt.
— Svo fögur, hugsaði Pont-Briand. — Svo fögur, drottinn minn. —
Svo fögur.
Svo þetta var þá ekki allt saman draumur.
Hún var sannarlega eins fögur og hann minntist hennar. Það var
eins og hún geislaði af þessari fegurð og morgunbirtan undirstrikaði
það. 1 skugganum af hettunni, sem slútti fram yfir enni hennar voru
varirnar rjóðar eins og gimsteinn í einfaldleik sínum, en kinnarnar
bleikar eins og villtar rósir. Þessir fíngerðu litir, fölbleikt og skarlats-
rautt, voru eins og brum af vori og birti upp hörund hennar og gáfu
madonnulegu andlitinu, með samræmdum, næstum sígildum línum sín-
um, ferskleika æskunnar. Lokkur af ljósgullnu hári blakti fram á ennið.
Augu hennar voru eins og pollar með grænu vatni, alvarlegir og ógn-
þrungnir, þar sem þeir virtu hann fyrir sér og reyndu að skilja hann.
Hún stóð á dómspalli yfir honum og það var eins og hún sæi fram-
hjá honum, með svip sem var hundrað ára gamall.
Svipur fimm ættliða huldumeyja í óbreytanlegum æskulíkama.
■Hún var vera, sem skildi allt og vissi allt, bjó yfir hvers konar afli.
Líkami slunginn í hvers konar brellum.
Hún var seiðskratti, gyðja og álfamær.
Já, hún var sannarlega kona. Eða ef til vill kvendjöfull.
Maðurinn, sem hafði komið til Pont-Briand í virki hans í Saint Anne
við Saint Francis fljótið, hafði varað hann við henni. Það var hann,
sem hafði hrint honum af stað í þessa fáránlegu ferð. — Ef hún er
raunverulega jafn dásamleg og þú segir, hlýtur hún að vera tálsnara
djöfulsins.. . .
Hann stóð og starði á hana.
Augnabrúnir Angelique voru orðnar fölar í sólarljósinu og þegar hún
hleypti ofurlítið í brúnirnar köstuðu þær skugga eins og hjáfarandi ský,
yfir djúp, skær og græn augun og gáfu þeim blæ djúpsjávar, það var
næstum eins og þau myrkvuðust allt í einu.
Hún hikaði, þegar hún þekkti hann. Kuldinn var ákafur og gegnum-
þrengjandi. Vatnsgufan, sem hún andaði frá sér breyttist i sólskininu í
fíngerðan, ójarðneskan baug umhverfis höfuð hennar. Þegar fyrsta
sælustundin var hjá liðin fann Pont-Briand til ótta, sem hann í þreytu
sinni komst alls ekki yfir.
Hann sagði með hrjúfri, hranalegri röddu:
—Komið þér sælar, Madame. Þekkið þér mig?
— Auðvitað! Þér eruð Pont-Briand liðsforingi.
Það fór hrollur um hann, því rödd hennar var eins og bergmál af
minningum hans og það snart hann djúpt.
— Hvaðan komið þér? spurði hún.
48 VIKAN 26- tbl-
—■ Þarna ofan að, sagði hann og benti í norður. — Þrjár vikur fár-
veðurs og linnulausrar snjókomu. Það er kraftaverk að Húróninn og ég
skyldum ekki grafast lifandi undir snjónum.
Þá varð henni ljóst, að hún brást öllum þeim lögum gestrisni, sem
allsráðandi eru í jafn hörðu loftslagi. Þegar ferðamaðurinn hefur ferð-
azt yfir hinar hvitu auðnir með engar mannlegar raddir nálægt sér,
nema bergmálið af sinni eigin rödd milli trjánna, eða milli ísi þaktra
kletta eða yfir rokhvassa sléttu, nær ihinni blessuðu höfn, sem hinn líf-
gefandi reykur ris upp af, verður að fagna honum, hlýja honum og
gefa honum að borða, þvi hann hefur sigrazt á hörku náttúrunnar og
komizt aftur til manna. Gestrisnin krefst þess.
— Þér eruð örmagna! ihrópaði hún. — Komið í flýti inn. Getið þér
gengið svo langt?
— Eftir allar þessar mílur kemst ég sennilega þessi skref í viðbót.
Björgunin er í nánd. En hvað er ég að segja? Hún er hér. Það eitt að
sjá yður færir mér afl mitt aftur....
Og hann pressaði fram bros....
Varðliðarnir komu með múskettur til þeirra. Spánverjarnir tveir stóðu
sinn hvorum megin við franska liðsforingjann og gáfu honum ótvírætt
til kynna, að honum bæri að skýra frá því hvort hann væri einn á ferð.
eða ekki. Til öryggis fór annar þeirra í áttina út á slóð komumannsins.
Húróninn kom til þeirra og stakk við.
— Hann féll fram af kletti, sagði Pont-Briand. — Ég varð að bera
hann í tvo daga.
Angelique lagði af stað, hún hafði engar snjóþrúgur og Þræddi þétt-
troðinn stíginn.
Umhverfið var baðað sól, úr fjarska heyrðu þau hamarshögg og glam-
ur úr smiðjunni.
Börnin léku og skvöldruðu glaðlega úti og renndu sér á frosnum poll-
unum.
Menn komu að hvaðanæfa til að fylgjast með aðkomumönnunum.
Um leið og þeir báru kennsl á komumenn, þustu þeir til og gerðu sig
líklega til að grípa til vopna. — Frakkarnir!
— Þeir eru einir, sagði Angelique og sendi mann eftir Peyrac greifa.
Pont-Briand tók af sér þrúgurnar og hallaði þeim upp að veggnum.
Svo lagði hann frá sér múskettuna sem féll í snjóinn; hann hafði
ekki afl til að reisa hana við aftur. Hann fetaði sig þunglega niður
þrepin á eftir Angelique og niður í aðalskálann. Ljórarnir tveir voru
nýopnaðir og sólin sindraði inn um þá. Loftið var enn þykkt af reyk
og ilmi heitrar súpu og svo hlýtt að Pont-Brind fannst sem liann stigi
inn i Paradís.
Hann lét fallast á bekk hjá borðinu. Indíáninn skreið eins og veikur
hundur að eldstæðinu og hallaði sér upp að reykháfnum. Leðurfötin
þeirra voru stíf af frosti.
I flýti bætti Angelique á eldana og kastaði á þá steinum til að
hita þá fyrir gufubaðið.
Það kraumaði þegar i pottunum. Það hafði mallað í þeim alla nótt-
ina, svo maturinn yrði til, þegar farið væri á fætur um morguninn.
— Þú ert heppinn. 1 dag er saltað svínakjöt í pottunum, með baunum
og lauki. Við erum að fagna fyrsta sólskinsdeginum eftir fárviðrið.
Hún laut fram til að taka lokið af pottinum og við hreyfinguna
sá hann móta fyrir ávölum lendum hennar undir stuttu pylsinu.
Hann svimaði og fannst sem það myndi líða yfir hann. Svo það var
raunverulega satt! Hún var lifandi! Og hún var hér! Hann hafði
ekki dreymt um hana árangurslaust!
Angelique sótti ausu í ámu og gaf honum krús með koníaki og
síðan færði hún Húrónanum.
— Við höfum ekki mikið að bjóða ykkur. Allar birgðir okkar brunnu
í Katarunk. Vafalítið hafið þið frétt af því.