Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 3

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 3
ÆTU ÞAÐ S'É EKKI EITTHVAÐ ÚT AF TRÚNNI FÓLK í FRÉTTUM .................... PÓSTURINN ......................... PALLADÓMUR: BJARTMAR GUÐMUNDSSON . . EFTIR EYRANU ...................... MIG DREYMDI ....................... ÞANNIG DÓ DR. MENGELE ............. SAGA FORSYTE-ÆTTARINNAR ........... AGATHA CHRISTIE ................... KVENNAEFNI ........................ MORÐKVENDIÐ ....................... ANGELIQUE í VESTURHEIMI ........... Bls. 4 Bls. 6 Bls. 8 Bls. 10 BIs. 12 Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 25 Bls. 48 VÍSUR VIKUNNAR: „Augun mjög opin og heldur útstæð og alskeggið gera að verkum að hann minnir dá- lítið á fyrirmann frá Eþíópíu, e nvið erum aldeilis ekki stadddir við hirð Hailes Sel- assies í Addis Abeba heldur í heimsókn hjá Ragnari Kjart- anssyni, leirkerasmið, mynd- listarkennar og myndhöggv- ara. „Þannig hefst viðtal við Ragnar í næsta blaði. Ragnar er ekki einungis einn af okk- ar þekktustu og beztu leir- kerasmiða, heldur og í fremstu röð meðal mynd- höggvara okkar og hefur haft forgöngu um að innleiða ým- is ný efni og efnablöndur, sem sum eru unnin úr íslenzkum hráefnum og henta íslenzkum aðstæðum prýðilega. Nú ómar löngum loftið fagurblátt af léttu kvaki himinfleygra svana og bráðum munu bændur hefja slátt og berja sér um leið af gömlum vana. Því allra braut var aldrei blómum stráð og ennþá sækir bændur þreyta og lúi og þegar sérhvern þingmann skortir ráð er þröngt í meðalvísitölubúi. FORSlÐAN: Fegurðin er furðu harðsnúin og lætur á sér kræla hversu erfiðar sem aðstæðurnar eru. Þótt jarðvegur- urinn sé grunnur og syllurnar mjóar, skjóta blómin þar rótum. VIKAN UTGEFANDI: HILMIR HF. Fiísíióri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön- rlnl. B'aðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Kitstiórn. auglýsingar. afgreiösla ng dreifing: Skipholtl 33. ■Sfmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð f lausasötu kr. 50.00. Áskriftarverö er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 20 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mai og ágúst, eða mánaðarlega. Eld-Hanna heitir smásaga eftir Isaac Bashewitz Singer, sem ásamt Scholom Aleichem er hvað frægastur rithöfunda af ættum austur-evrópskra Gyðinga. Enda sækja þeir báðir efni á sömu slóðir, sem flestir kannast nú við úr Fiðl- aranum á þakinu. í sögunni segir frá konu sem var slíkur svarkur að heita mátti að allt stæði í björtu báli sem hún kom nálægt -—- og ekki að- eins í táknrænni merkingu. De Gaulle, sá gamli og þvermóðskufulli stríðsgarpur, er nú að hverfa af sviðinu og kveðjum við hann með seríu af skopteikningum. Af öðru efni má nefna grein um arab- ískt kvenfólk, sem ástundar skemmdarverk gegn ísraels- mönnum, frásögn af tvíbur- um, sem foreldrarnir þekktu ekki sundur, Forsyte-söguna, Angelique og margt fleira.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.