Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 18
Úrdráttur 'úr skáldsögu Johns Galsworthys 13. H LUTI - Þú hefur aldrei veriS á þeim stöðum, þar sem Engiend- ingar verða að halda uppi virðingunni fyrir föðurlandið. Á þeim stöðum verða þeir að vera einn fyrir alla og allir fyrir einn. Wilfrid sat með tvö bréf fyrir framan sig. Annað var það sem hann var nýbúinn að skrifa Dinny, — hitt var bréf frá henni. Hann starði á smámyndirnar, sem hún hafði stungið innan í bréfið, og reyndi að hugsa skýrt. En síðan Michael kom til hans, átti hann erfitt með að átta sig á framvindu málanna. — Ég get ekki sent henni þetta bréf, hugsaði hann, — það eru tómar endurtekningar, og þjóna engum tilgangi. Hann reif bréf- ið í tætlur, og las aftur bréfið frá henni. Svo greip hann pappírs- örk og skrifaði: Cork Street, laugardag. Guð blessi þig fyrir bréfið. Komdu hingað til hádegis- verðar á mánudag. Við verðum að tala saman. Wilfrid. Hann varð rórri, þegar hann hafði sent Stack með þessar línur. Dinny fékk bréfið ekki fyrr en á mánudagsmorgun, og hún varð því hjartans fegin. Síðustu tvo daga hafði hún varazt að nefna Wilfrid, hlustaði á Hubert og Jean segja frá dvöl sinni í Súdan, gekk um skóglendið með föður sinum, lagði saman tekjuskattinn fyrir hann, og fór í kirkju með foreldrum sínum. Þögnin sem ríkti um trúlofun hennar var táknræn fyrir fjölskylduna, sem var svo vön því að forðast allt umtal, sem gat sært. Þegar hún hafði lesið bréfið frá Wilfrid, sagði hún einfaldlega: — Wilfrid er eitthvað feiminn við að koma hingað. Ég verð að fara til borgarinnar og tala við hann. Ef ég get, reyni ég að fá hann til að koma með mér, en annars skal ég koma því svo fyrir að þið getið hitt hann í Mont Street. Hann hefur verið svo lengi einn, að hann á bágt með að umgangast fólk. Lafði Cherrell andvarpaði, og það sagði Dinny meira en orð. Hún sagði: — Vertu kát mamma mín, það er þó alltaf nokkuð að ég er sjálf hamingjusöm. — Það væri fyrir öllu, Dinny. Dinny skildi of vel orðin „væri fyrir öllu“, til þess að svara. Hún kom of snemma til borgarinnar, svo hún fór til Mont Street. Blore sagði henni að Sir Lawrence vær-i ekki heima, en lafði Mont væri uppi á lofti. Hún bað Blore um að skila því að hún kæmi síðdegis. Hún gekk alla leið, og var lafmóð, þegar Stack opnaði fyrir henni. — Hádegisverðurinn verður tilbúinn eftir fimm mínútur, ungfrú. Hann opnaði innri dyrnar og lokaði þeim á eftir henni, og í sömu andrá lá hún í faðmi Wilfrids. Það var dásamlegasta augnablik, sem hún hafði upplifað fram að þessu, og hún óskaði þess að það tæki aldrei endi. Loksins sagði hún blíðlega: — Eftir því sem Stack sagði, er maturinn kominn á borðið. — Stack er háttvísin sjálf. Það var ekki fyrr en eftir matinn, og þau sátu yfir kp.iinu að hann sagði það, sem Dinny fannst koma eins og þruma úr heið- skíru lofti. — Þetta leiðindamál er nú komið í hámæli, Dinny. Hvað! Henni tókst að dylja skelfingu sina. — Hvernig? — Maður, sem heitir Telfourd Yule kom með fréttirnar. Það var talað um þetta meðal Arabakynflokkanna. Svo var það á allra vörum á basörum, og nú verður talað um það í hverjum klúbbi hér í London á morgun. Ég verð allsstaðar útrekin eftir nokkrar vikur. Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir það. Án þess að esgja orð, stóð Dinny upp, þrýsti höfði hans að öxl sinni og settist hjá honum í legubekkinn. — Ég er hræddur um að þú skiljir þetta ekki, sagð. „mn blíð- lega. — Að þetta breyti nokkru? Nei, það geri ég ekki. Það nefði að- eins getað skeð, þegar þú sagðir mér frá þessu, en það gerði það ekki. Það breytir engu. — Hvernig gæti ég kvænst þér? — Slíkt kemur aðeins fyrir í skáldsögum, Wilfrid, þetta breytir engu milli okkar. — Misskildar hetjudáðir eru heldur ekki eftir mínu höfði; en ég held að þú skiljir ekki hvaða áhrif þetta getur haft. — Ég skil það víst. Þú hefur sjálfur sagt þitt álit á þessu máli, og þeir sem ekki skilja það, skipta ekki máli. — Skiptir fjölskylda þín ekki máli? — Jú, að vísu. — En þér er auðvitað ljóst að þau líta öðrum augum á þetta. — Ég fæ þau til að skilja það. — Ástin mín! Hún fann hve hljóðlátur og blíður hann var orðinn. Hann sagði: — Ég bekki ekki fjölskyldu þína, en ef þau eru eitthvað lík því *q — hú hefur sagt, þá eru þau skilningsrík, en þau geta ekki sætti sig við það sem er á móti rótgrónu siðalögmáli þeirra. — Þeim þykir vænt um mig. — Það gerir þeim ennþá erfiðara að sætta sig við að þú sért bund- in manni e'ns og ég er. Dinny færði sig svolítið frá honum, og sat um stund með hönd undir kinn. Svo sagði hún, án þess að líta á hann: — Viltu losna við mig, Wilfrid? — Dinny! Já, er það það sem þú vilt? Hann vafði hana að sér. Hún sagði: 18 VIKAN 27 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.