Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 50
— Ég renndi mér hraðast! Heyrirðu mamma! — Já, ég heyri, svaraði Angelique með hugann annarsstaðar. Hún var farin að hugsa um Pont-Briand aftur. Það var eitthvað, sem minnti hana á rauðhærðu mannætuna, sem hafði verið sett til að halda vörð um hana í höllinni í Plessis-Bellére, þar sem konungur- inn hafði haft hana í fangi. Hvað hét hann aftur? Það mundi hún ekki. Hann hafði llka orðið ær af þrá til hennar og hafði varla túlkað tilfinningar sinar á viðfeldnari hátt en Pont-Briand. Á hverju kvöldi hafði hann komið og hvatt dyra hjá henni og orðið henni til óþæginda ....... Hún hafði alltaf verið viss um það með sjálfri sér, að það var hann, sem var faðir Honorine; að hann ihafði getið hana nauðgunar- nóttina. Og Pont-Briand minnti hana á hann. Þessi samlíking ein olli henni ógeðskrampa fyrir kverkunum. Þegar mennirnir komu frá vinnu sinni síðar um kvöldið, voru þeir glorhungraðir og fengu þurrkað kjöt og ristarbakaðar maiskökur í kvöldmat. Angelique brenndi sig á fingrunum er hún var að snúa einni maís- kökunni. — Bjáni get ég verið! hrópaði hún og augu hennar glitruðu af tár- um, sem hún gat ekki haldið aftur af. Að þessu atviki undanskildu tókst henni að vinna sín verk óaðfinn- anlega um kvöldið. Hún kveikti á lömpunum einum eftir annan, það var starf, sem hún hafði gaman af. Birtan af oliulömpunum var rauð- leit og dauf. Þeir gáfu milt, dularfullt ljós og ósjálfrátt töluðu allir lægra í þessari birtu. En engu að síður dreymdi Angelique um kerti sem voru fallegri og gáfu sterkari og hvítari birtu. — Þú ætlar að búa til handa okkur kertamót, sagði hún við járn- smiðinn. — Við getum fyllt þau af blývaxi, þótt ekki sé auðvelt að komast yfir það í skóginum hér. — Trúboðinn sem var á bökkum Kennebec, faðir Orgeval, sagði Eloi Macollet, — kann að búa til græn kerti úr plöntuvaxi sem hann vinnur úr berjum sem Indíánarnir færa honum. — Nú, það er athyglisvert. Hún talaði stundarkorn við gamla veiðimanninn, áður en hún fór að setja Honorine í bólið, en sú litla var uppgefin eftir önn dagsins. Svo hjálpaði hún til við að taka af borðinu og var ekki aiveg laus við að vera ánægð með að ekki skyldi sjást hve bölvanlega henni leið. En sló hún ryki i augu Joffrey de Peyracs? Stundum leit hann rannsakandi á hana, en hann gat ekki getið sér til um hvað hún var að ganga í gegnum og hún ætlaði ekki að segja honum neitt um það. — Nei! Ekkert! 1 því var hún harðákveðin. En þegar tími var kominn til að fara til herbergisins, vissi Angeli- que ekki hvað hún átti af sér að gera. Hve hún saknaði þess þetta kvöld að þau skyldu ekki búa i griðarstórri höll, þar sem hún hefði getað flúið til herbergja sinna, undir þvi yfirskyni, að hún hefði höf- uðverk, en í þeim tilgangi að losna við návist hans svo vel sem faðm- lögin. Þegar inn í herbergið kom kraup hún framan við eldstæðið og bætti á eldinn með óráðskenndum hreyfingum. Hún óskaði þess af öllu hjarta, að það væri svo dimmt að Joffrey sæi ekki framan i hana. Allt þetta kvöld hafði hún leikið viðurstyggilegt hlutverk. Nú voru öll hennar góðu áform að engu orðin. Raunar voru þau að engu gagni. Þegar hún var komin í bólið lagðist hún eins nærri stokknum og hún gat, sneri baki við honum og lét sem hún væri sofnuð. E'n þetta kvöld skeytti hann, þvert móti vonum hennar, engu um Þreytuna. Hún fann hönd hans á nakinni öxl sinni og þar sem hún þorð': ekki að vekja honum tortryggn með óvenjulegri hegðun, sneri hún sér að honum og neyddi sig til að ieggja handlegginn um háls honum. Ó, hversvegna þarfnaðist hún hans svo mikið! Aldrei hafði hún getað gleymt honum og ást hennar til hans var samofin lífsvef þeirra. Hvað myndi verða um hana ef hún kæmist að því, að hún gæti ekki ftfþprið hlutina eins og þeir voru? Hún varð að gera það sem í henn- ftr valdl atóð til að koma í veg fyrir að hann yrði torfrygginn ■— t>ú ért fjarlæg í kvöld, elskan mín, ér ekkí svo? Hann iaut yflr þiána og hætti gælum sínum meðan hann spurði hana þýðum rómi. Hún bölvaði sjálfri sér fyrir að geta ekki svarað ásök- un hans. — Þú ert fjarlæg? Henni fannst sem hann væri að virða hana fyrir sér, rannsaka hana og hún varð hrædd. Hann myndi ekki láta Það viðgangast að hún svaraði honum ekki. Hann spurði i þaula. — Hvað er að? Þú ert ekki með sjálfri þér í kvöld. Hvað er á seyði? Segðu mér það ........ Hún gusaði út úr sér; — Er það satt að þú farir að finna Indíánastelpurnar? Er það satt að þú haldir við þær? — Hver í ósköpunum hefur komið svo fáránlegum hugmyndum inn í kollinn á Þér? sagði 'hann svo. — Það var Pont-Briand, var það ekki? Hann áleit sig i nægilegu vinfengi við þig til að gefa þér þess- háttar viðvörun. Var það ekki. Heldurðu að ég hafi ekki tekið eftir girnd hans til þín? Hann reyndi að gera hosur sinar grænar fyrir þér. Hlustaðirðu á hann? Hann herti allt- í einu takið á handlegg hennar, þar tii hann meiddi hana. — Gafstu honum undir fótinn? Daðraðirðu -við hann? — Ég að daðra við þennan gölt! hrópaði Angelique. — Frekar vildi ég vera ijót eins og erfðasyndin, ef það losaði mig við ágengni manna eins og hans .... ímyndarðu þér, að konunum sé ævinlega um að kenna ef einhvert fíflið reynir við hana? Og hvað um Þig? Þú vissir að Pont-Briand myndi stíga í vænginn við mig, og þú fórst burt vitandi vits til að sjá hvernig ég myndi haga mér, aðeins til að ganga úr skugga um að ég stykki ekki á fyrsta manninn, sem veitti mér athygli, eins og þú ímyndar þér vafalitið, að ég hafi gert þau fimmtán ár, sem ég var ein, alltaf ein, ó, svo mikiö ein. Ég hata þig. Þú treystir mér ekk:! 50 VIKAN 27-tbl- — Né heldur treystirðu mér, að Þvi er virðist! Hvað eiga Indíána- stúlkurnar skylt við þetta? Angelique var runnin reiðin. — Nú, ég býst við, að hann hafi sagt það til að særa mig, að hefna sin á mér, vegna þiess að ég vildi ekkert með hann hafa að gera. — Reyndi hann að taka þig í fangið? Reyndi hann að kyssa þig? I myrkrinu gat hún ekki séð framan í Peyrac, en gat sér þess til, að hann væri ekki árennilegur á svipinn. Hún gerði litið úr þvi sem gerzt hafði. — Hann reyndi það, svo ég .... hér .... var svolítið hörð við hann .... Hann sá að þetta var til einskis og þá fór hann .... Svo Pont-Briand hafði reynt að kyssa hana, nú vissi hann það. Hann hafði hlammað túla sínum á varir hennar með hrottaskap málaliðans. Sjálfur taldi Peyrac sig ekki iausan ábyrgðar í öllu þessu. Þótt hann hefði ekki farið i burtu í því ákveðna augnamiði, sem Angeli- que sakaði hann um, hafði hann óafvitandi notað sér það ástand, sem skapaðist af komu Pont-Briands. Hafði hann ekki leyft atvikunum að taka sína eigin röð og nota sér ástandið sem tilraun? En það má ekki gera tilraunir með hjörtu og kenndir kvenna á sama hátt og flöskur, vökva og dauð steinefni. Það var satt að hann tortryggði hana stundum nokkuð og nú galt hann þess. —- Er það satt? muldraði hún með kvartandi, mjórri rödd. — Er það satt að þú farir að finna Indíánastúlkurnar? — Nei, ástin min, svaraði hann grafalvarlegur. — Til hvers ætti ég að heimsækja þær úr því ég hef þig? Hún andvarpaði lágt og virtist slaka á, en Joffrey de Peyrac var bálreiður. — Hvar í ósköpunum gróf Pont-Briand upp þá fráleitu hugmynd? Var fólkið í Kanada að þvaðra um þau? Hver var að þvi. Hann laut niður að Angelique og reyndi að þrýsta henni að sér aftur. En þótt henni liði nú betur, varðandi ímyndaða ótryggð hans, var hún honum enn fjarlæg. Hún reyndi að taka sér tak, en henni hafði verið of mikið niðri- fyrir allan daginn. Hún hafði varpað frá sér of mörgum vonum, til að geta endurreist þær allar aftur í einu. Og framar öllu öðru hafði hún rifjað upp allt of margar minningar, allt of mörg viðurstyggileg and- lit, meðal annarra andlit Montadours, sem var svo líkur Pont-Briand Hana, þar mundi hún nafn hans aftur, nafn rauðhærðu mannætunn- ar .... Montadour .... Montadour .... Og þegar eiginmaður hennar reyndi að taka hana í fangið aftur, stirðnaði hún upp. Peyrac fann til næstum óviðráðanlegrar löngunar til að kyrkja Pont-Briand og allt hernaðarhyski í greip sinni. Það sem gerzt hafði voru ekki einhverjar einskisverðar erjur við reynda konu, sem tekið hafði öðru eins eins, og hann hafði í fyrstu haldið. Atvikið hafði opnað gömul sár, sem voru illa gróin og hann gerði sér allt of glögga grein fyrir því hatri, sem hann fann nú, sennilega í hans garð. Þetta var ein þeirra óvenjulegu stunda, þegar karl og kona eru andstæðingar af öllu afli, með einskonar ódrepandi, herskáu hatri. Ekkert var fjær henni en að gefast honum, en hann fyrir sitt leyti fann, að hann yrði að y.firbuga hana, til að gera hana sina aftur, því ef þau næðu ekki saman þessa nótt, átti Angelique á hættu að verða honum enn fja'lægari eða jafnvel fráhverf með öllu. öll réttindi áskilin. Opera Mundi, París. — Framh. í næsta blaði. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.