Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 20
Hvíthaerð og martrónuleg situr hún við ritvélina,- róleg og bein í baki, í Chippendale stól, pikkar hún með þrem fingrum,- fyrir utan opinn gluggann syngur rauðbrystingur glaðlega, það er fyrsta merkið um enska vorið. Eftir að hún hefir setið hugsandi um stund, hamast fimir fingurnir aftur á vélinni, — eins og sigri hrós- andi. Er það bréf? Dagskrá fyrir ein- hvern kvennafund? Agatha Christie er að leggja á ráðin um morð. I allt að því hálfa öld hafa morð- sögur hennar .„höggvið skörð í miðstéttirnar", eins og einn af að- dáendum hennar sagði; margir rit- höfundar hafa lifað á dauða, en enginn gert það með jafn ágætum árangri og Agatha Christie. Hún er að öllum líkindum sá rithöfundur enskur, sem er mest lesinn í dag. A hverjum vetri rennur ný og spennandi skáldsaga út úr ferðarit- vél þessarar drottningar glæpasagn- anna. Og á hverju vori er handritið sent til bókaútgefandans, það er eins öruggt og það að vorblómin springa út í skemmtigörðum Lund- únaborgar. Agatha Christie man ekki hve margar bækur hún hefir skrif- að . . . . Ég held þær séu um sextíu, segir hún hikandi. Staðreyndin er að hún hefir skrif- að sextíu og níu leynilögreglusög- ur, sem hafa verið þýddar á eitt hundrað og þrjú erlend tungumál (sextán fleiri en verk Shakespears, eftir skýrslu, sem UNESCO gaf út 1962). Þessutan hefir hún skrifað smá- sögur, barnabækur og átján leikrit, þar með Músagildruna, sem ennþá gengur fyrir fullu húsi í London, eftir sextán ár, og sló met í sögu leikhússins. (Eina leikritið sem slær það met er „Drykkjumaðurinn", sem leikið var í Los Angeles í tuttugu ár). Þótt hún haldi sig aðallega við morð, sjálfsmorð, sekt og afbrýði- semi, er hennar eina áhugamál að hafa ofan af fyrir fólki, veita mill- jónum manna hvíld frá striti og áhyggjum. Hin látna Mary drottning fann kuldann læðast niður þráð- beina mænu sína; Charles de Gaulle og Harold Wilson stinga skáldsögu eftir Agöthu Christie niður í skjala- töskur sinar, og þrjár kynslóðir há- skólakennara og prófessora hafa látið í Ijós aðdáun sína á bókum hennar. Og stöðugt fær þessi drottn- ing sakamálanna ógrynni bréfa frá lesendum, sem láta í Ijós aðdáun sína, — óska eftir ráðleggingum um hitt og þetta, jafnvel hvernig þeir eigi að losna við erfið skyldmenni. Sumir þykjast vissir um að annað- hvort eiginmaður, eða tengdamóð- ir, séu í morðhugleiðingum; hvað á að gera til að verja sig? Lögregluforinginn í einni af skáld- sögum Agöthu Christie segir: — Morðingjar líta oft út og haga sér eins og fólk flest, — rólegar og nota- legar manneskjur. Þegar maður hitt- ir frú Christie í fyrsta sinn, finnst manni þetta ósköp eðlilegt. Hún er nú komin undir áttrætt og er stór, vingjanleg og atorkusöm kona, með slétta, Ijósa húð, skarp- leg, grá augu og virðist vera dálítið utan við sig, — og maður gæti frek- ar hugsað sér hana hagræða blóm- um, heldur en að skipuleggja morð í óteljandi myndum. I raun og veru er hún mikið fyrir garðyrkju og fyr- ir nokkrum árum fékk hún tuttugu oq tvenn fyrstu verðlaun á blóma- sýningu í Devon. Agatha Christie hvorki reykir né drekkur, en hún er þekkt fyrir að veðja á hesta. Hún heldur fast við venjulegar heimilisvenjur, nagar epli við vinnuna og á það til að segia glaðlega: — Allir sem við þekkjum geta framið morð .... Þótt fórnardýr hennar deyji stund- um í Austurlanda-hraðlestinn! eða suður á Níl, þá er það þó öllu oftar að þau syngja sitt siðasta vers í notalegri dagstofu, sem gæti verið í húsi nágrannans. Og þótt einu sinni hafi verið komið að konu fornleifafræðings, með vafasamt vopn í höndunum, þá er Agatha Christie ekki hrifin af blóðsúthell- ingum. Aðrir glæpasögurithöfundar vaða í blóðugum slagsmálum, hættu- legum flóttatilraunum og afbrigði- legum ástríðum. Agatha Christie er ekki hrifin af því. — Ég held mér við það sem hægt er að kalla fjöl- skyldumorð, segir hún með glettnis- legu brosi. — Ég er ánægð ef ég fæ að glíma við eiturmorðráðgátu .... Andrúmsloftið í bókum hennar er notalegt en samt er atburðarásin svo spennandi að það hvílir þreyttan huga. Gagnrýnandi sagði einu sinni: — Það er öllum hinum mörgu millj- ónum lesanda Agöthu Christie Ijóst, að það leyndardómsfulla er ofar öllu hjá henni. Gegnum árin hefir aðdáendum hennar fjölgað, þegar aðrir glæpasagnarithöfundar og bækur þeirra hafa gleymzt og horfið af sjónarsviðinu. Enginn frægur rithöfundur hefir gert minna til að auglýsa sig og verk sín og safna aðdáendum; — hún er því mótfallin að láta birta af sér myndir, og það er leyndarmál út af fyrir sig, hvernig hún hefir skotið sér undan blaðamönnum og Ijósmyndurum, enda hafa mjög fá- ar greinar og viðtöl við hana verið birt. Við og við er Agatha Christie beðin um að koma fram í sjónvarpi. Svar hennar er alltaf nei. Hún hefir aldrei á ævi sinni haldið ræðu op- inberlega, og það er ekki langt síð- an hún lét sjá sig í fyrsta sinn í hádegisverði fyrir rithöfunda, sem haldinn var í tilefni af því að leik- konan Dame Edith Evans varð átt- ræð. Og þótt hún eigi mikinn fjölda vina, þá er hún svo lítt kunn meðal almennings, að dyravörður ætlaði að meina henni inngöngu, í veizlu, sem haldin var í tilefni af því að búið var að leika Músagildruna 2239 sinnum. Agatha Mary Clarissa Miller fædd- ist í Devonshire árið 1890. Fjöl- skyldan var stór, vel stæð miðstétt- arfjölskylda. Faðir hennar var „mjög skemmtilegur Ameríkani, sem aldrei gerði neitt", en hann lézt, þegar Agatha var tíu ára. Móðirin var ensk, mjög sérvitur, en ákaflega aðlaðandi. Frú Miller fylgdi alltaf tízkunni og því sem efst var á baugi. — í þá daga, segir frú Christ- ie, — fóru stúlkur sjaldan í skóla. Venjulega höfðu þær barnfóstru, og síðar kennslukonu, sem búsett var á heimilinu. Til að mennta þær bet- ur fóru þær í einkatíma; í hljóð- færaslætti, dansi og eldamennsku. Þegar eldri systir Agöthu var kom- in á skólaaldur, hneykslaði móðir þeirra nágrannana með því að senda hana i framhaldsskóla, Misses Lawr- ences í Brighton (sá skóli heitir nú Roedean College). — En þegar ég var komin á skólaaldur, var móðir mín komin á þá skoðun að mennt- un væri hreint morð fyrir augu og heila barnsins, svo mér var haldið heima, segir Agatha Christie. Móðirin kenndi sjálf hinni ungu Agcthu. Bræður hennar og systur voru miklu eldri en hún, og það voru engin börn í nágrenninu, svo hún hafði enga leikfélaga, og þess- vegna eyddi hún dögunum í það að lesa ævintýri og leynilögreglu- sögur. — En þá, segir frú Christie, — var ekki mikið um leynilögreglu- sögur. Það var aðallega Sherlock Holmes, sem ég hafði mætur á. Hún hafði líka mikið yndi af Dickens og Jane Austen, og það hefir hún enn- þá. Bezt af öllu var, að það var næg- ur tími til hugleiðinga. Eitt af því sem Agatha Christie harmar mest, er það að ungt fólk hefir svo lítinn tíma til að sinna hugðarefnum sín- um, — hugsa, — lifa sig inn í hug- arheima, og allt það .... Þau eru lokuð inn í skólastofum, eru svo metnaðargjörn, að þau halda sig al- drei komast áfram í lífinu, nema þau nái svo og svo mörgum skóla- 20 VTKAN 27-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.