Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 44
Égmmm Singer yerksmiðjurnar leitast stöðugf við að bjóða betri kjör og nýjungar. Einu sinni enn bjóðum við vélar undir kjör- orðinu „Singer er spori framor". Með Singer Golden Panoramic fylgir nú saumastóll og með Singer 677 getið þér saumúð sjólfkrafa 8 gerðir hnappagata. Singer Golden Panoramic gefur gullna möguleika, meSal annarra kosta: hallandi nól, frjóls armur, lárétt spóla fyrir framan nálina, sjálfvirkur nálarþræSari, ósýni- legur faldsaumur, teygjanlegur faldsaumur, keSjuspor, „overlokspor", tveir ganghraSar, 5 ára ábyrgS, 6 tíma kennsla innifalin, auk þess sem hún vinnur sjálfkrafa, allt frá þræSingu upp i 8 gerSir hnappagata. MeS Singer Golden Panoramic fylgir sem nýjung, saumastóll. Singer 237 er ódýrasta Singer vélin. Zig Zag vél í tösku, saumar beinan saum aftur á bak og áfram. Saumar rennilás, festir tölur, faldar, rykkir, fellir og gerir hnappagöt. VerS kr. 11.275,— Singer 670, Zig Zag vél saumar nú sjálfkrafa allt frá þræSingu upp í 8 gerSir hnappagata. Allir,sem eiga gamla saumavél,tegund skiptir ekki máli,geta nú látið hana sem .greiðslu við kaup á nýrri Singer. Kaupum gömlu vélina á allt að 7.000.— kr. Singer sölu- og sýningarstaðir: Liverpool Laugavegi, Gefjun Iðunn Austurstræti, Rafbúð SÍS Ármúla 3, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag ísfirðinga, Kaupfélag Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Kaupfélag Eyfirðinga, Kaupfélag Þingeyinga, Kaup- félag Héraðsbúa, Kaupfélag Skaftfellinga,Kaupfélag Rangæinga, Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Suðurnesja, Kaupfélag Hafnfirðinga. StBAN SHUOT _________________J Hræddir við konurnar sínar Sú var tíðin að japanskir eigin- menn voru húsbændur á sínum heimilum, í sterkustu merkingu orðanna. Eiginkonurnar hlýddu hverri skipun þeirra orðalaust, og utanhúss gengu þær þrjú skref á eftir honum. En nú er þetta breytt. Skoðanakönnun hefur leitt í Ijós að helmingur japanskra eig- inmanna er hræddur við kon- urnar sínar, og eru þó aðeins taldir þeir, sem viðurkenndu skjálfta sinn. Níutíu og tveir af hundraði láta frúrnar um að ákveða öll meiriháttar innkaup. Áttatíu og fimm af hundraði bursta skóna sína sjálfir og nærri jafnmargir hita morgunkaffið áður en þeir fara í vinnuna. — Meirihluti eiginmannanna fylgir börnunum í skólann og lítur eft- ir þeim á frídögum, meðan kon- urnar gera innkaup og heim- sækja vinkonur. Sjö eiginmenn af hverjum tíu afhenda húsfreyj- um sínum mánaðarlaunin óskert. Öldin er sem sagt nokkuð önn- ur en þegar japanskir karlmenn gengu út frá því að konur væru ekki til annars en fæða börn og annast heimilin. Breytingin er kennd innstreymi vestrænna áhrifa eftir stríðið. ☆ Aumingja Tékkarnir — nú eru þeir of kynferðislegir Ekkert ber á því að Sovétmenn hafi minnkandi áhyggjur af and- legri velferð Tékkóslóvaka, þrátt fyrir allt sem þeir hafa á sig lagt til að bægja frá þeim allrahanda spillingu vestan úr löndum. — Blaðamaður frá Komsomolskaja Pravda, málgagni æskulýðsfylk- ingar Sovétríkjanna, var nýlega í Prag og hneykslaðist sérstak- lega á kynferðislegum þanka- gangi fólksins þar. Blaðamaðurinn, Viktor Bolsja- kof að nafni, segir Tékkóslóva- kíu vera að kafna í flóði af kyn- æsandi kvikmyndum, leikritum, sjónvarps- og fjölleikasýningum. Líka segir hann myndir af nöktu kvenfólki nú fylia blöðin í stað þess að sýndar séu kynsystur þeirra, sem sómasamlega klædd- ar strita við uppbyggingu sósíal- ismans á vinnustöðum. Þess ut- an er mikill innflutningur á beinu klámi, meira að segja frá Bandaríkjunum, og nektarklúbb- ar hafa verið opnaðir. Ekki er Bolsjakof í neinum vafa um hver meiningin sé með þessu: Þannig ætla, segir hann, svokallaðir tékkneskir umbóta- menn að æra æskuna og leiða huga hennar frá réttum skilning á stjórnmálum. ☆ — Hefirðu gleymt að kaupa blóm? 44 VIKAN 27- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.