Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 25

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 25
SUMARSAGA UIKUNNAR EFTIR MAX VAN DERVEER ÚR SAFNI ALFRED HITCHCOCKS Hún hafði liðið nóg. Lothario varð að deyja. Mona Rope keypti ódýran hatt í lítilli búð, einn varalit í ómerki- legri snyrtivöruverzlun og rek- una í skransölu. Síðan gekk hún til fólksbílsins sem hún hafði tek- ið á leigu fyrr um daginn, og hraðaði sér líkt og hún óttaðist að verða staðin að einhverju mis- jöfnu. Hún virtist róleg, en var óstyrk innra með sér. Þessi þátt- ur áætlunar hennar var sá fyrsti, sem hafði nokkra hættu í för með sér, og þar af leiðandi hafði hún ekki efni á að þekkjast af einhverjum vegfaranda eða lenda í neinskonar smáslysi. Lófar hennar voru rakir er hún ók varlega út frá verzlunar- svæðinu og beygði inná River- view Boulevard. Á vinstri hönd voru skrautheimili með breiðum millibilum á grænum flötum, sem lágu hátt. Til hægri hallaði mjög undan fæti niður á árbakkann, og skærmáluð þök, sem einstaka sinnum brá fyrir milli stólrra trjánna voru það eina, sem gaf til kynna að þar niðri frá væru fleiri skrautheimili. Hún beygði útaf búlivarðinum inná Barnhilt-ökuveg og mjakaði bílnum niður bratta brekkuna unz hún hemlaði framan við lok- aðar dyr tvöfalds bílskúrs, sem tilheyrði dásamlega fallegu stein- húsi. Hún var fljót að finna lyk- 27. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.