Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 46
★
MIÐAPRENTUN
Takið upp hina nýju aSferð og látið
prenta alls konar aðgöngumiða,
kontrolnúmer, tilkynningar, kvitt-
anir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyr-
irliggjandi og útvegum með stuttum
fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox.
Leitið upplýsinga.
HILNIR mf
Skipholti 33 — Sími 35320.
v______________________________________________________________________ y
HtfftB EB ORKIN HflNS NÓfl?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa t>eim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Inga Jóna Andrésdóttir, Hrauntungu 11, Kópavogi.
Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Heimili
27.
Örkin er á bls.
sem ekki gaf eftir. Ætlaði hann
ekki að hjálpa til? Gat hann haft
hemil á græðgi sinni? Hún varð
að koma honum inn í hólfið svo
að hún gæti lokað hann þar inni.
Þá lagði hann hendurnar á
mjaðmir hennar, rykkti henni út
úr hólfinu og hratt henni upp að
skúrhurðinni.
„Klínkurinn er hérna, krúttið,
eða hvað?“ spurði hann rudda-
lega. „Undir klæðningunni?"
Hún kinkaði stirðlega kolli.
Hann rýndi inn í hólfið, skreið
inn í það, lagðist á hnén og reif
í klæðninguna. Felgujárnið blasti
tælandi við henni. Hún steig
fram, tók það upp og keyrði odd
þess í Fred Taylor miðjan. Hann
emjaði við og rykktist til. Höfuð
hans skall upp undir hólfhlemm-
inn. Hún brá járninu í gríðarlegt
sveifluhögg, sem kom aftan á
læri hans. Hann æpti uppyfir
sig og steyptist áfram, bölvaði og
hafði nærri komizt út er hún
greiddi honum grimmilegt högg í
andlitið. Þá hafði æði gripið
hana. Hún hélt áfram að slá hann
í höfuðið unz hún vissi að hann
var dauður.
Hún lagði felgujárnið ofan á
hann, skellti lokinu í lás og hné
niður á það. Hún andaði í stutt-
um og snöggum sogum og henni
virtist sér allur máttur þorrinn,
en þó fann hún til léttis. Maður-
inn í hólfinu gat ekki framar
ákært hana.
Mona skjögraði inn í íbúðina
og reyndi að koma reglu á hugs-
anir sínar. Hún varð að losa sig
við lík Freds Taylors. Beinast
virtist liggja við að henda honum
í ána. Væri hægt að finna fáfar-
inn kafla einhversstaðar á bökk-
um hennar?
Ankannalegt skelfingarhljóð,
sem líktist gelti, braust fram af
vörum hennar er dyrabjöllunni
var hringt. Hún stóð sem stirðnuð
og studdi fingrum að kinnum sér.
Hún barðist við að ná valdi yfir
sér. Gat hún látið sem hún heyrði
ekki? Bjallan hringdi aftur. Hún
andaði djúpt, gnísti tönnum og
gekk fram. Þegar hún lauk upp,
brá henni svo að henni tókst með
naumindum að stilla sig um að
hljóða.
Banks liðþjálfi hnyklaði
brýnnar. „Gott kvöld, frú Rope.
Er nokkuð að?“
Hún barðist af alefli við að
sýnast eðlileg. „Nei,“ sagði hún
og röddin brast. „Það er bara ...“
Hún þagnaði í miðri setningu.
„Ég bjóst ekki við yður, heldur
öðrum. Annað var það ekki.“
„Svo?“ Hann virtist bíða nán-
ari skýringar.
Hún benti á bílinn á afleggjar-
anum. „Það var maður hérna fyr-
ir fáeinum andartökum. Sölu-
maður, og ekki með þeim geðs-
legri. Ég rak hann út, en þegar
þér hringduð hélt ég að hann .. .
já, ég hélt að hann væri kominn
aftur. Eg var reiðubúin að tala
við hann nokkur orð í fullri
meiningu.“
46 VIKAN tbl-