Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 16
ÞANNIG DÖ DOKTOR MENGELE EINN AF ILLRÆMDUSTU STRÍÐSGLÆPA- MÖNNUM NASISTA VAR MENGELE LÆKN- IR, SEM KVALDI LÍFIÐ ÚR ÞÚSUNDUM MANNA MEÐ „LÆKNISFRÆÐILEGUM TIL- RAUNUM“, ER HANN VAR FANGABÚÐA- LÆKNIR f AUSCHWITS OG BELSEN. NÚ ER FULLYRT AÐ HANN SÉ DAUÐUR - HAFI VERIÐ SKOTINN Á FLÖTTA TIL PARAGVÆ. Það andstyggilegasta af mörgu ljótu sem nasistar gerðust sekir um voru líklega svokallaðar læknis- fræðilegar tilraunir, þar sem fólk var haft fyrir tilraunadýr. Illræmdast- ur þeirra óþverrakvikinda í manns- mynd, er tilraunir þessar frömdu, hef- ur orðið doktor Joseph Mengele, fanga- búðalæknir í Belsen og Auschwits. Hlutu tugþúsundir manna kvalafullan dauða eða óbætanlegt heilsutjón af völdum „vísindalegs tilraunastarfs“ þessa mannkertis. Mengele slapp úr klóm bandamanna eftir stríðið, til Suður-Ameríku að tal- ið var. Hann hefur síðan verið sá stríðsglæpamaður, sem hvað ákafast hefur verið leitað eftir, og er Bormann einn líklega eftirsóttari. Hvað eftir annað hafa þeir kumpánar komizt naumlega undan útsendurum ísraels- manna og annarra, er hefndum vilja fram koma á þeim og þeirra nótum. Ein meginástæðan til þess, hve vel þeim hefur tekizt að dyljast, er tví- mælalaust sú að stjórnarvöld margra Suður-Ameríkuríkja hafa lítinn sem engan áhuga á að framselja þá, eða jafnvel hið gagnstæða. Nú hafa borizt út þau tíðindi, sem mörgum eru efalaust gleði- efni, að Joseph Mengele sé ekki lengur hérna megin grafar. Er það lögreglumaður í brasilískri þjónustu, Erich Erdstein að nafni, sem segist hafa vegið hinn illa doktor á Paraná-fljóti. Þetta á að hafa átt sér stað síðastliðið haust. Mengele hafði þá verið handtekinn í Brasilíu, en látinn laus aftur, trúlega sam- kvæmt fyrirmælum einhvers hershöfðingja með fasískan þankagang, en þessháttar þokka- fuglar hafa mikil áhrif í Brasilíu um þessar mundir. Erdstein, sem persónulega er mjög áhugasamur um að koma stríðsglæpamönnum nasista fyrir 16 VIKAN tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.