Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 7
FRÉTTUM
CLAUDIA CARDINALE hefur að undanförnu vcrið í Rússlandi og á ítaliu,
],ar sem unnið hefur verið að töku myndarinnar „Rauða teppið“. Áætiaður kostn-
aður við töku myndarlnnar er 1232 milljónir ísl. króna, en liún fjallar urn suður-
skautsferð norska landkönnuðarins Roald Amundsen, sem er leikinn af bretanum
Sean Connery (James Bond). Claudia leikur aftur á móti unnustu landkönnuðarins
Malmgren, þess scm fór í hina frægu loftskipskönnunarferð árið 1928, undir stjórn
liershöfðingjans Umbcrto Nobile.
VALKYRJUR TANZANÍU1 Nýlega hélt austur-afríkulýðveldið Tanzania
upp á fimm ára afmæli sitt; en fimm ár eru liðin síðan Tanganayika og Zansibar
sameinuðust í sambandsríkið Tanzaníu. Hápunktur hátíðahaldanna var mikil
skrúðganga vopnaðrar herdeildar, sem eingöngu er skipuð konum og ungum
stúlkum.
PAR SUNDBERG. sá sem
leikur Tomma í hinum vinsælu
sjónvarpsþáttum um Línu lang-
sokk, dansar um þessar mundir
fjórða árið í röð með ballett-
flokki borgarleikhússins í
Malmö. Þess á milli spilar hann
fótbolta, eins og venjulegir
drengir á hans aldri. — Margir
hafa verið að velta því fyrir
sér, hvort Lína langsokkur
muni ekki birtast á skermi ís-
lenzka sjónvarpsins í haust, en
samkvæmt upplýsingum frá
dagskrárdeild sjónvarpsins,
verður sennilega ekki af því að
sinni. Þess í stað verður tekinn
til sýninga 13 þátta flokkur,
sem fjallar um ævintýri ungs
drengs á suðurhafseyjum.
Sænskar barnamyndir af þessu
tagi hafa líkað mjög vel í ís-
lenzka sjónvarpinu, sbr. Höfða-
skolla.
INGMAR BERGMAN og ítalski leikstjórinn Federico Fellini, lögðu nýlega
drög að nýrri mynd sem þeir eru að gera í sameiningu. Mynd þessi hefur
hlotið nafnið .,Kærleiksdúettinn“, og mun vera í svipuðum stíl og allt sem
Bergmann kemur nálægt. Hann mun vinna að sínurn hluta í Stokkhólmi í
sumar, en Fellini ætlar að nota haustið í Róm til sinnar vinnu.
27. tbi. VIKAN 7