Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 26
MORD- KVENDID HÚN HEYRÐI EIGINMANN SINN BUSLA í KERINU. HANN YRÐI TIL VINSTRI VIÐ HANA, ÞEGAR HÚN KÆMI INN f BAÐHERBERGIÐ, OG MYNDI JAFNFRAMT SNÚA í HANA BAKI. ilinn í veskinu, lauk upp skúr- dyrunum, ók inn, steig út úr bíln- um og gekk í áttina til búlivarðs- ins. Sem snöggvast hægði hún á sér til að gjóta öfundarauga í áttina til hússins. Hvílíkur lukk- unnar pamfíll hafði bernskuvin- kona hennar, Sally Lougherty, verið þegar hún giftist Hugh Barnhilt! Barnhilt-hjónin voru nú í Evrópu á ferðalagi, sem í senn var til hvíldar og hressing- ar og í viðskiptaskyni, og áður en þau fóru hafði Sally endilega viljað láta Rope-hjónin hafa lyk- il að húsinu. „Notið þið það um helgar, hve- nær sem ykkur sýnist,“ hafði Sally sagt. „Það er engin Rívíera, en verður ykkur samt sem áður tilbreyting frá hversdagsleikan- um. Þið getið synt, sólað ykkur og haldið partý.“ Mona hélt áfram upp á búli- varðinn, tókst að ná í leigubíl og var komin niðrí miðborgina tutt- ugu mínútum síðar. Hún gekk hröðum skrefum tveggja blokka spöl að stæðinu, þar sem hennar eigin bíll var. Til þessa hafði allt gengið samkvæmt áætlun. Hún þurrkaði svitann af enni sér og yggldi sig er hún sá rekjuna sem enn var á handarbökum hennar; þurrkaði hana af á baðfötunum, sem voru í sætinu við hlið henn- ar. Síðan ók hún til hússins, sem þau Harry Rope höfðu búið sam- an í síðustu sextán árin. En þannig skyldi það ekki ganga miklu lengur. Leikurinn hafði þegar verið settur á svið. Þegar Mona beygði smápútunni inná afleggjarann að bílskúrnum þeirra, sem aðeins rúmaði einn bíl, fann hún í fyrsta sinn til þeirrar einþykkni, sem fylgir því að hafa skipulagt fyrirhugað verk af ýtrustu nákvæmni. Fair- child-hjónin voru nábúar þeirra austan megin og þetta síðdegi var Betty Fairchild, tuttugu og fimm ára, vel limuð, sólbrún, klædd gulum stuttbuxum og haldara — að klippa limgerðið Fairchildsmegin við afleggjar- ann. Hún var vopnuð stórum skærum og fór sér hægt við verkið. Betty hætti að klippa þegar Mona hemlaði á garðblettinum á milli afleggj arans og hússins. „Hí,“ sagði hún glaðvær þegar Mona steig út úr litla bílnum. Mona stillti sig um að fnæsa af fyrirlitningu. Henni tókst meira að segja að brosa friðsam- lega. „Hí.“ „Heitt, finnst þér ekki? Varstu að synda?“ Mona veifaði sundfötunum, gagntekin sigurhrósi sem hún leyndi vandlega. Hversu dásam- legt var það að njóta eigin fyrir- hyggju! Nú var ekki annað að sjá en staðfest væri að Mona Rope hefði verið í sundlaug þetta heita miðvikudagssíðdegi. „Að minnsta kosti, lögreglu- fulltrúi, var Mona með baðföt í hendinni þegar hún kom heim um fimmleytið. É'g sá þau. Hún veifaði þeim til mín.“ Mona hélt hreyfingum sínum kæruleysislegum er hún gekk inn í bílskúrinn og inn í húsið gegn- um geymsluherbergið, en jafn- skjótt og hún komst frá Betty Fairchild tók hún heldur betur við sér. Hún flýtti sér að væta sundfötin í eldhúsvaskinum og skauzt síðan með þau inn í geymsluna, þar sem hún hengdi þau til þerris. Þvínæst hætti hún á að líta út um eldhúsgluggann. Betty Fairchild var aftur farin að klippa. Monu létti stórum. Hún hafði átt von á að meðfædd hnýsni gaupunnar litlu ræki hana vesturyfir afleggjarann, og því hafði hún bleytt sundfötin. Þá var sagan um sundið trúlegri. Hún blandaði sér í hálft glas, kveikti sér í sígarettu, gaut aug- unum á klukkuna á veggnum: hún var stundarfjórðung yfir fimm. Þá voru eitthvað fjörutíu og fimm mínútur þangað til blæjubíll Harrys æki inn í skúr- inn. Hún fór með drykkinn að eldhúsborðinu, settist og kross- lagði fæturna. Annar fótur henn- ar titraði. Hún neyddi hann til að vera kyrran. Smellirnir í hita- mælinum við loftkælinn gerðu henni bilt við. Það fór um hana rykkur. Fóturinn titraði aftur. Hún lét hann titra, drakk og leit á klukkuna. Sextán mínútur yfir fimm. Fjörutíu og fjórar mínút- ur eftir. Hún fór aftur að svitna. Hún gekk að vaskinum, vætti á sér ennið og lét kalt vatnið renna yfir úlnliði sér. Drottinn minn, hversvegna svitnaði hún svo ó- skaplega? Það var svalt inni. Eða svitnuðu morðingjar alltaf þeg- ar glæpir fóru í hönd? Hún blandaði sér annað glas og hafði miklu meira af búrbónan- um í þetta sinn. Fróðlegt var að vita hverju lögreglan grennslað- ist fyrst eftir að Harry horfnum. Hversvegna, myndi lögreglan spyrja sjálfa sig og aðra, hafði Harry Rope, sem kvæntur hafði verið einu og sömu konunni í sex- tán ár og í átján ár stöðu bók- haldara hjá Piper‘s, geysistóru skósmíðafirma, allt í einu horfið eins og jörðin hefði gleypt hann? Engir skuldheimtumenn sátu eins og gammar um Harry Rope. Þau hjónin voru vel stæð fjárhags- lega. Þau áttu peninga í banka, eyddu ekki meiru en forsvaran- legt mátti kallast og ekkert hvíldi á húsinu, húsbúnaði eða bílnum tveimur. Harry Rope stundaði ekki fjárhættuspil, drakk ekki nema í hófi og sól- undaði ekki peningum án fyrir- hyggju. Eftir því sem bezt varð séð, hafði hann lifað eðlilegu lífi vinnandi manns í þægilegu og virðulegu hverfi með trúrri eig- 26 VIKAN tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.