Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 33
Agatha Christe Mentol sigarettan sem hefur hreint og hressandi bragð. Framhald af bls. 21 the Murder og Roger Ackroyd", lík- lega sú af skáldsögum hennar sem hefir orðið einna frægust. Með þeirri nýju hugmynd, að láta aðalpersón- una, og um leið þá geðugustu, vera morðingjann, þá kom hún það flatt upp á gagnrýnendur, ið það má segja að á einni nóttu varð Agatha Christie á allra vörum. En þá lézt móðir hennar skyndi- lega. Hún var yfirþreytt, og hrædd um að hjónaband hennar væri að fara í mola, og það varð henni um megn. Föstudagsmorgun, 4. desem- ber, árið 1926, fór frú Christie ak- andi að heiman, frá heimili sínu „Styles" í Berkshire. Þegar hún kom ekki heim, hringdi Christie majór í lögregluforingjann í Surrey, sem síðar skýrði frá þessum atburði, sem furðulegasta og leyndardómsfyllsta máli, sem hgnn hann hafði nokkurn tíma fengið til meðferðar. Tveim dögum sfðar fannst bíll Agöthu Christie, með framhjólin hangandi fram af kletta nös. Málið fór þó að verða alvarlegra, þegar maður tilkynnti lögreglunni, að hann hefði séð konu, snemma á laugar- dagsmorgni. Hár hennar var úfið og hún hafði sýnilega grátið. Hann var viss um að þessi kona var Agatha Christie. í tvær vikur kembdu lögreglumenn, sjálfboðaliðar, blóð- hundar og einkaflugvélar umhverf- ið. Þetta hvarf frú Christie varð því leyndardómsfyllra, sem einn af að- dáendum hennar minntist þess að Poirot hafði einu sinni sagt að það væri enginn vandi að hverfa, þannig að engin spor yrðu rakin. Illgjarnir fréttadálkahöfundar komu þvf á kreik að þetta væri aug- lýsingabrella frá hennar hálfu. En sannleikurinn var sá að frú Christie missti einfaldlega minnið; — lækn- arnir sögðu síðar að þetta hefði ver- ið „venjulegt minnistap, sem orsak- aðist af ofþreytu". Hálfum mánuði síðar sá þjónustu- fólk á Yorkshire hóteli, að svipur var með mynd af hinni horfnu skáld- konu og einum hótelgesta, Teresu Neal frá Höfðaborg, sem bjó þar á herbergi númer 105. (Það kom á daginn síðar, að Teresa Neal, var nafnið á þeirri stúlku, sem síðar varð eiginkona Christie majórs). Frú Neal hagaði sér fullkomlega eðli- lega, söng oft og spilaði á píanó fyr- ir hótelgesti, eftir kvöldverðinn. Lög- reglan var kvödd til, og þeir báru strax kennsl á hina týndu Agöthu Christie, en þá var hún algerlega minnislaus. Vikurnar þar á eftir gengu kjafta- sögurnar. Hafði taugaáfallið skadd- að heila hennar? Myndi hún nokk- úrn tíma verða fær um að skrifa skáldsögu framar? Sex mánuðum síðar, var drottn- ing glæpasagnanna, komin aftur til vinnu, úthvild og endurnærð, og farin að leggja á ráðin um eitt af sínum „fullkomnu" morðum. Og ennþá gefur hún út eina bók á ári, og er nú í fullum gangi með þá sjö- tugustu. Hún kemur út í nóvember, svo útgefendur hennar geti auglýst hana sem „a Christie for Christmas". (Jólabókin er Christie). — Það fer nú að verða erfitt að finna nýjar leiðir til að myrða fólk, segir frú Christie. — Ég held alltaf að hver bók verði min síðasta, en svo kemur alltaf eitthvað [ Ijós, sem tekur hug minn allan. Ó, ég er orð- in eins og pylsuvél! Hversvegna er þessi feimna, blíð- lynda, hamingjusama og bjartsýna kona svo áköf að segja frá einmitt þessarri tegund glæpa? — Morðin hafa engin tilfinninga- leg áhrif á mig, segir frú Christie rólega. Hún á nokkuð erfitt með að út- skýra hvernig hún fer að því að haga atburðarásinni þannig, að les- andinn bíði [ ofvæni eftir því sem skeður í næsta kafla. Einn söguþráð- urinn kom ( huga hennar þegar hún var í rennistiga [ stóru verzlunar- húsl; annar þegar hún var að horfa á fagra postulínsstyttu á arinhillu móður sinnar, og einn þegar hún hlustaði á tveggja manna tal á veit- ingahúsi, hagfræðilega útreikninga. — Ég var nýbyrjuð á skáldsögu og þessi tölfræði náði tökum á mér. Sannleikurinn er sá að Agatha Christie fær hugmyndir sínar hvar sem er og hvenær sem er; þegar hún stoppar sokka, stendur við elda- vélina, (hún er snillingur í matar- gerð), eða nagandi epli í baðinu, sem var mjög fornlegt, með breiðri maghonyhillu, þar sem hún gat lát- ið ýmislegt á; tebolla, blýanta og eplakjarna. — Það var dásamlegur og næðissamur staður, því að eng- um dettur í hug að ónáða mann ( baðinu. En nú eru ekki byggð slfk baðherbergi, svo ég hefi eiginlega hætt þeirri aðferð. Hún er oft með sömu hugmynd- ina [ fleiri vikur, jafnvel mánuði, og skrifar svo skáldsöguna, eftir minn- isblöðum, á sex til tólf vikum. Henni finnst það gefa sögunni eðlilegri tón, ef sagan er skrifuð strax, þegar hugmyndin kemur. — Það getur verið vandamál, þegar maður verð- ur fyrir truflun, það getur verið mikill léttir að hætta, en það er l(ka erfitt að taka þráðinn upp aftur. Venjulega leggur hún fyrst útlín- ur sögunnar, — þér skiljið, fyrst dettur maður niður á það hvernig hægt er að blekkja lesendur, og vinnur svo aftur á bak. Hún er snill- ingur að láta lesendur gruna meira en eina lausn; í sakleysislegum setn- ingum eða atvikum, sem svo reynast vera lausnin. 27. tbi. VIICAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.