Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 27

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 27
inkonu, sem var ljóshærð, mynd- arleg og einhvernveginn kynæs- andi ennþá, þótt hún væri orðin fertug og farin að fitna lítilshátt- ar. Það gat ekki verið erfitt að lifa með henni. Jæja, en lítum þá á konuna andartak. Var nokkur ástæða til að Mona Rope hefði rekið Harry Rope að heiman? Var nokkur ástæða til þess að hún hefði jafn- vel drepið eiginmann sinn, falið lík hans og síðan tilkynnt hann týndan? Þegar litið var á banka- innstæðuna og sameiginlegan ávísanareikning, þótt það væri lagt saman dugði það ekki til að gera Monu Rope yfrið ríka ekkju. Líftrygging? Harry Rope var ekki líftryggður. í fljótu bragði var því ekki hægt að sjá að Mona Rope græddi neitt á dauða eða hvarfi eiginmanns síns. Mona gretti sig og leit út um gluggann. Betty Fairchild var hætt að klippa, en var kyrr í garðinum. Hún drollaði og ástæðulaust var að lesa hug hennar til að vita hversvegna. Til þess þurfti ekki annað en að vera næsta nágrannakona henn- ar. Harry kæmi heim næstu fimm mínúturnar. Vagninn var með blæjuna á, er hann rann laglega upp afleggj- arann og inn í skúrinn. Þvínæst gengu þau Harry og Betty bæði að gerðinu. Harry sagði eitthvað. Betty Fairchild þandi brjóstin út í gulan haldarann og hló. Harry kvaddi hana með kæruleysislegri handarsveiflu og gekk aftur inn í bílskúrinn. Mona hafði fengið sér í þriðja sinn í glasið er hann kom inn í eldhúsið. Hann hafði losað um hálsbindið og afhneppt skyrtu- kragann, hélt á jakkanum um öxl sér. Hann var lítill og grann- ur og burstaklipptur samkvæmt tískunni og leit út fyrir að vera yngri en fertugur, sem hann þó var. Hann brosti breitt og sagði: „Hi elskan, gefðu mér einn svona líka, ha?“ Hún hófst handa við að verða við bón hans. „Fórstu í laugina í dag?“ „Já.“ Hann var þegar lagður af stað út úr eldhúsinu. „Og komdu með drykkinn inn í baðið. Eg er sveittur eins og hermaður.“ Þetta var vaninn: fimm mín- útum eftir að Harry kom inn var hann farinn í bað, hvort heldur var að sumri eða vetri. Mona kreppti hnefana og barð- ist við að halda ró sinni meðan hún beið. Hún hlustaði eins og hún gat. Ekkert heyrðist. Hún gretti sig og gekk varlega inn í dagstofuna. Andspænis voru svefnherbergisdyrnar opnar. Hvað var Harry að gera? Hvers- vegna lét hann ekki renna í ker- ið? Þá heyrði hún hljóðið í renn- andi vatni og andvarpaði fegin. Hún hreyfði sig ekki fyrr en rennslið hætti að heyrast. Þá loks var Harry kominn í kerið. Hún gekk aftur inn í eldhúsið, tók klaufhamarinn upp úr skúffu, sparkaði af sér skónum og gekk stæltum skrefum inn í svefnher- bergið. Baðherbergisdyrnar voru hálflokaðar. Hún heyrði eigin- mann sinn busla í baðinu. Hann yrði til vinstri við hana, þegar hún kæmi inn í baðherbergið, og mjmdi jafnframt snúa í hana baki. Hún gekk inn, hóf upp ham- arinn í vonzku og keyrði hann í krúnu hans. Hann féll með andlitið ofan í vatnið án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér. Hún hamraði hann dálítið í viðbót áð- ur en hún varð sannfærð um að hann væri dauður. Þá heyrði hún kallað djúpri rödd: „Hæ, er einhver heima?“ Hún hvítnaði og varð sem salt- stólpi. „Hæ, það er Royce! Harry?“ Royce Fairchild! Mona var sér ekki meðvitandi að hafa yfirgefið baðherbergið, en allt í einu uppgötvaði hún að hún var komin inn í svefnher- bergið með hamarinn enn í hend- inni. Hún stirðnaði upp. Hamar- inn gat einnig orðið hennar bani! „Harry?“ Mona stakk hamrinum undir koddann í rúminu hennar. Rödd Royce Fairchilds virtist koma ut- an úr þvottahúsinu. Hún tók á því sem hún átti til og sagði: „í?g er að koma, Royce.“ Hún fann til dofa er hún gekk fram. Hann var ungur maður, gríð- arlega hár og með geysimikið svart hár, og hæð hans og áfergja gerðu að verkum að Mona fann alltaf til nokkurs óróleika í ná- vist hans. Nú fannst henni hún vera dvergur, er hún sá hann standa gleiðbrosandi framanvið dyrnar að þvottaherberginu. „Hí,“ sagði hann vingjarnlega. „Ég var að láta renna í kerið.“ Hún reyndi að brosa. Af ein- hverjum ástæðum virtist henni nauðsynlegt að útskýra hvers- vegna hún hafði ekki svarað kalli hans tafarlaust. „Hafið þið Harry ákveðið eitt- hvað fyrir kvöldið?" „Nei,“ tókst henni að segja. „Það er að segja, að við höfum ekki ákveðið að fara neitt sam- an. É'g ætla í borgina til að fara í búðir — það er opið frameftir á miðvikudagskvöldum, eins og þú veizt — og síðan fer ég í kvik- myndahús með vinkonu minni.“ Svona víðtækar útskýringar virtust óþarfar, en Royce brosti aðeins breiðar. „Mér datt í hug hvort ekki væri upplagt fyrir okkur Harry að fara útá golfvöll og slá nokkur högg.“ „Ja, ég...“ Royce Fairchild hnyklaði brýnnar er hún hikaði og leit um öxl á bíl Harrys. „Hann er hérna, er ekki svo? Betty sagði að hann hefði komið rétt á undan mér og ég ákvað að hlaupa yfirum og spyrja ....“ „Hann fór til lyfjabúðarinnar í búðamiðstöðinni," hraðlaug Mona. „Svo?“ Royce gerði stutt hlé á máli sínu. „Undarlegt að ég skyldi ekki sjá hann ganga út. Jæja, þú segir honum að gjalla í mig þegar hann kemur aftur.“ „Uh — sjálfsagt." Hún for- mælti með sjálfri sér skjálftan- um í röddinni. Royce tók eftir þeim sama skjálfta. „Er eitthvað að?“ spurði hann og hnyklaði brúnir á ný. Hún hristi höfuðið aumingja- lega og reyndi af alefli að segja eitthvað af viti. „Ég er ekki.... ég er ekki alveg með sjálfri mér. Ég hef líklega tekið inn fullmikla sól í lauginni í dag. Royce, viltu .... draga niður skúrhurðina?" „Alveg sjálfsagt." „Það er bara það.... sjáðu til, Harry er farinn og ég er ein í húsinu, og ég er dálítið örugg- ari með mig þegar dyrnar ....“ „Vitaskuld,“ sagði Royce Fair- child. Hann gekk út úr bílskúrn- um. „Segðu Harry að gjalla.“ „Já.“ Þegar skúrdyrnar lokuðust, lét Mona fallast upp að þvottahús- hurðinni. Hjarta hennar sló ofsa- lega og fætur hennar voru eins og úr gúmmíi. Ástæðan sem hún hafði gefið upp til að fá skúrdyr- unum lokað var ekki upp á marga fiska, en hún þarfnaðist mests öryggis. Nú varð hún að hafa hraðar hendur við að flytja líkið. Royce kæmi aftur. Hversvegna í ósköp- unum þurfti hann endilega að velja þetta kvöld til að fá Harry með sér í golf. Mona skalf, greip í endann á löngum dregli í þvottahúsinu og hljóp inn í baðherbergið. Smæð Harrys var eitt af því sem hún hafði treyst á að yrði sér í vil, en nú reyndist henni fullerfitt að ná honum upp úr kerinu. Hann var miklu þyngri en hún hafði gert ráð fyrir. Hún lét hann falla á gólfið og þurfti tvö handklæði til að þurrka hann, velti honum síðan upp á dregilinn og hrúgaði fötunum hans ofan á hann. Hún tók veskið úr jakkavasa hans og úr því seðlana, tuttugu og þrjá dollara, lét svo veskið aftur á sinn stað. Hún var aftur farin að svitna, en engu að síður styrkari en áð- ur. Smátt og smátt var hún að ná fullri stjórn á sér. Hún dró Harry á dreglinum gegnum íbúðina og út í bílskúrinn, þar sem hún opn- aði farangursgeymslu blæju- vagnsins með lyklum, sem hún sjálf hafði að honum. En hvernig átti hún að koma honum inn í hólfið? Hún gerði sér nú ljóst að hann var alltof þungur til að hún gæti lyft honum í einu lagi. Hún lyfti fótum hans og lagði hælana á stuðarann. Það var það auðveldasta. Hún stóð klofvega yfir honum, kom höndunum und- ir mjóhrygg hans og gat lyft hon- um unz mjaðmir hans voru fyrir innan brún farangurshólfsins. Efri hluti líkamans stóð enn á gólfinu, á moluðu höfðinu. Hún krækti höndunum undir háls honum og lyfti og ýtti unz hann var í sitjandi stöðu á brúninni. Síðan ýtti hún honum áfram, svo að hann féll samanbrotinn inn í hólfið. Hún dró andann hratt og hrjúft og henni leið eins og hún hefði hlaupið heila mílu, þegar hún lagði fótin ofan á hann, lok- aði hólfinu og breiddi svo dreg- ilinn aftur á þvottahúsgólfið. Dregillinn var blautur, en hann myndi þorna fljótt. Nú átti hún ekki annað fyrir höndum en að drepa tímann. Það var kvalræði. Biðin gaf henni tíma til að hugsa og ímynda sér alla líklega og ólík- lega möguleika til að fyrirætlun hennar misheppnaðist. Hún þvingaði allt slíkt úr huga sér. Áhyggjur hennar voru ástæðu- lausar. Hið eina, sem til þessa hafði hrætt hana dálítið, var inn- lit Royce Fairchilds, en það var ekki hættulegt. Royce hringdi nokkrum mín- útum fyrir sjö. Hafði hún gleymt að segja Harry frá þessu? „Nei, Royce. Hann er ekki enn kominn aftur frá lyfjabúðinni. Hann hlýtur að hafa litið inn á bar. Hjá Gino.“ „Ég hringi þá kannski þangað.“ Þegar hún lagði á, gerði hún sér ljóst að hún yrði að flýta næstu aðgerðum um hálftíma. Hún hafði ekki ætlað að yfirgefa húsið fyrr en hálfátta, en færi hún ekki undireins, var Royce Fairchild vís til að koma aftur og hún treysti sér ekki til að standa andspænis honum öðru sinni. Hún sá að Royce horfði á hana út um glugga er hún bakkaði blæjuvagninum niður afleggjar- ann, og hún fann vott af ofsa- hræðslu. Það var freistandi að stíga bensínið í botn, komast út á aðalveginn og aka svo áfram unz að minnsta kosti tvö ríki væru á milli hennar og borgar- innar. Hún gnísti tönnum. Hún mátti ekki missa stjórn á sér, hvað sem það kostaði. Ofsahræðsla myndi eyðileggja allt fyrir henni, senda hana beint í dauðaklefann. Hún þvingaði sig til að aka á eðlileg- um hraða til Barnhilt-hússins, þar sem hún hemlaði við hlið leigða bílsins í tvöfalda bílskúrn- um. Þar flutti hún lík Harrys og föt yfir í farangurshólf fólksbíls- ins, lagði rekuna þar hjá og setti 27. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.