Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 22
GEYMSLA FYRIRINNISKO RG FLEIRA Mörgum þykir gott að hafa nokkur pör af inniskóm til taks fyrir gesti, sem ekki vilja ganga um á óhreinum götuskóm. Hér hefur þeim verið komið fyrir í skemtilegum hólfapoka, sem er nokkurskonar vegg- teppi í forstofu eða öðrum heppilegum stað. Hér eru stærðarnúmerin saumuð á pokana, en eins mætti hafa svona poka fyrir inniskó barnanna og sauma þá fangamark hvers barns á pokana. Ein margra barna móðir sagðist alltaf hafa eina skúffu fyrir vettlinga, sokka og þessháttar, sem flæktist einhversstaðar stakt um húsið. í skúff- una færu sem sé allir slíkir hlutir, einn sokkur, einn vettlingur og þ. h. og fyrr en seinna kæmi sá sem á móti ætti að vera í skúffuna eða þá hann væri með öllu glataður. Henni áskotnaðist gömul, nokkuð há kommóða, sem var svo máluð dökkgræn og á hverja skúffu voru límdir gylltir upphafsstafir barnanna. Hverri skúffu var skipt í tvennt og hvert barn fékk sinn helming fyrir vettlinga, húfur og trefla. Efst var svo áðurnefnd skúffa, fyrír flækingshluti og kommóðan sómdi sér vel í forstofu heim- ilisins. APPELSINUMAUK Fyrir þær sem hafa gaman af að búa til sitt eigið appelsínumauk og telja það búbót, koma hér nokkrar uppskriftir. 22 VIKAN tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.