Vikan


Vikan - 25.09.1969, Qupperneq 3

Vikan - 25.09.1969, Qupperneq 3
31. árgangur - 39. tölublaS - 25. september 1969 VIKAN I ÞESSARI VIKU Hvað er orðið um rómantíkina? Lifir hún eða hefur hún gefið upp öndina í argi og þvargi nútíma þjóðfélags? Ætli það lifi ekki enn í gömlum glæðum og tunglið skíni enn giatt, þótt Armstrong hafi sporað það út. VIKAN tók menn tali á förnum vegi og spurði þá: Hvað er rómantík? Meðal þeirra sem svara er Þórbergur Þórðarson, rithöfundur. Við höfum þegar birt myndir af vetrar- tízkunni frá Austurríki. Nú er röðin komin að París. I þessu blaði birtum við myndir af ærið frumlegum og sér- kennilegum kjólum og kápum, sem franski tízkuteiknarinn Courréges hefur gert. Það er ekkert stúlkubarn í öllum heiminum, sem er betur verndað en hin níu ára gamla Kumari í Katmandu, höfuð- borg Nepals. Hún er lifandi gyðja, líklega sú eina í heiminum. En hið guðdómlega vald hennar er tímabundið. Um leið og hún missir einn einasta dropa blóðs, verður hún miskunnarlaust rekin út á götuna. í NÆSTU VIKU Það ber ekki allt upp á sama daginn, segir máltækið, og sannaðist það bezt á hinum fræga rithöfundi, Jules Verne. Hug- myndaflug hans er nú nær allt orðið að veruleika. Það er komið í Ijós að ferð hans til tunglsins árið 1865 er í öllum meginatriðum nauðalik nýafstaðinni tunglför Bandaríkjamanna. Við sýnum fram á þetta í máli og myndum í næstu Viku. Erlendis þykir sjálfsagður liður í uppeldi barna að fara með þau í dýragarðinn á sunnudögum. Hér á landi er enginn slíkur garður til, og eini staðurinn þar sem hægt er að sýna börnum undur dýrarikisins er á náttúrugripasafninu. Vikan bauð nokkrum börnum að heimsækja safnið og segir frá þvi í myndafrásögn. Harmleikur Sharon Tate og Polanskis hefur hefur vakið heimsathygli enda var Sharon í hópi efnilegustu leikara ungu kynslóðarinnar og Polanskis er tvímælalaust einn athyglisverðasti kvikmyndaleikstjóri, sem fram hefur komið hin siðari ár. I næsta blaði birtum við ítarlega frásögn af harmleiknum, ásamt mörgum myndum af þeim hjónum. í FULLRI ALVÖRU AO SEGJA NEI I Hafnarfirði hefur lengi verið svo ástatt, sem í mörgum öðrum kaupstöðum vors lands, að þeir sem hafa ætlað að gera sér glaðan dag með brjóstbirtu, hafa orðið að verða sér úti um sína eigin flösku. Það er í samræmi við þá megin- reglu, að ef menn langi til að kaupa sér áfengi, verði þeir að kaupa mikið og hafa það sterkt. Nú hefur veitingamaður einn sótt um að fá að selja slatta í glas að hætti vínveitingahúsa. Slíkt leyfi væri brot á meginreglunni en á sér þó hliðstæðu í Reykjavik til dæmis, svo varla er stætt á að neita því beint. Hér verður því að fara aðra leið. Sú leið er næsta augljós: Láta fara fram al- menna atkvæðagreiðslu um málið. Þá mæta þeir fylktu liði og láta engan vanta, sem eru á móti áfengi. Þeir hafa aldrei viðurkennt, að úr því að áfengi er til og verður til, sé það nokkru skárra í einni mynd fremur en annarri. Þess vegna segja þeir alltaf nei í öllum tilvikum, þeg- ar áfengi er annars vegar, nema ef vínbann er til umræðu. Þeir segja líka nei, þegar tillaga til bættrar vinumgengni er borin upp. Tiltölu- lega fáir gallharðir vínmenn og nokkrir ungling- ar um tvítugt koma til að segja já, en afgangur- inn situr heima. Það þarf þvi varla að leiða mikl- um getum að úrslitum „allsherjaratkvæðagreiðsl- unnar." Nokkuð er mér sama, hvort Hafnfirðingar hafa vinveitingahús eða ekki. En ekki get ég að þvi gert, að mér finnst hálfgerður óþarfi að gera málið svona viðamikið og kostnaðarsamt — rétt- um yfirvöldum hefði verið í lófa lagið að segja nei upp á eigin spýtur og spara. Er það ekki hið eina, sem gildir nú til dags? S.H. VIKAN Útgefandi Hllmlr hf. Ritstjórl: SigurBur Hreiðar. MeSritstjóri: Gylfi Gröndal. BlaSamaSur: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Halldóra Hall- dórsdóttir. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Jensína Karlsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf: 533. Verð i lausasölu kr. 50.00. ÁskriftarverS er 475 kr. fyrir 13 tölublöS ársfjórB- ungslega, 300 kr. fyrir 26 tölublöS missirlslega, eða 170 kr. fyrir 4 tölubiöð mánaðarlega. Áskriftar- gjaldið grciðist fyrirfram. Gjalddagar eru; Nóvem- bcr, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega. 39. tbi. VTKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.