Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 27

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 27
HVAÐ ER ORÐIÐ IJM RÓMANTÍKINA? LIFIR HÚN, EÐA IIEFUll HÚN GEFIÐ UPP ÖNDINA í ARGI OG ÞMARGT NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGS — RÉTT EINS OG SVO MARGT ANNAÐ ÓVERALDLEGT? O, JÆJA. HVER VEIT NEMA EINHVERSSTAÐAR LIFI í GÖMLUM GLÆÐUM. RÓMANTÍKIN í DAG ER IvANNSKI EKKI ALVEG EINS OG HIJN VAR FYRIR 30—40 ÁRUM, EN HÚN Á ÞAD TIL AD LEYNAST í RÖKKRINU. — VIKAN TÓK TALI FÓLK Á FÖRNUM VEGI, OG LAGÐI FYRIR ÞAÐ SPURNINGUNA: IIVAÐ ER RÓMANTÍK? SVÖRIN VORU JAFN MISJÖFN OG FÓLKIÐ, ANNA MAGNÚSDÓTTIR, VERZLUN ARSKÓL A- NEMI Rómantík er ungt, ástfangið par, sem situr við sjóinn og horfir á sólarlagið. BJORN JONSSON, ALÞINGISMAÐUR: Ja, ég hef ekki hugsað um það svo lengi, að ég er sennilega bú- inn að týna öllu svoleiðis niður. ÁSBJÖRN R. JÓHANNES- SON, LIMBO-DANSARI: Ég held að rómantík sé áhrif frá fegurðinni, til dæmis ástinni eða fögru umhverfi og oftast hvoru- tveggja. HERMANN AUÐUNSSON, VERZLUNARMAÐUR: Litli lífsneistinn í lífi hvers og eins. Eða: Lítil græn mús sem veifar með blómvendi til ann- arrar blárrar. FINNUR TORFASON, LAGERMAÐUR: Það er engin rómantík til lengur. En einu sinni var hún til. Það var rómantík í því sem maður dáðist að. EVA ANDERSEN, HÚSMÓÐIR: Rómantík er að sjá tilveruna í rósrauðum bjarma. JON AIIASON, KENN AR ASKÓLENEMI: Hræðsla við raunveruleikann. Alls ekki bundin við ástina. ÞÓRA BERG, GAGN- FRÆÐASKÓLANEMI OG VIÐAR SIGURÐSSON, PRENTNEMI: Pop-corn. GUNNLAUGUR DAN ÓLAFSSON, KENNARASKÓLANEMI: Óútskýranlegt hugarástand; nokkurskonar sæla. GUÐMUNDUR R. JÚLÍUSSON, HL J ÓDFÆR ALEIKARI: Hégómi. LEIFUR ÞORSTEINSSON, LJÓSMYNDARI: Rómantíkin dó um leið og skatt- seðillinn varð til. SÆMUNDUR ÁRNASON, PRENTARI: Rómantík er að sjá rósir í skítn- um. ÞÓRBERGUIl ÞÓRÐAR- SON, RITHÖFUNDUR: Tíkin frá Rómarborg! Auðvitað er til rómantík. Það sem einu sinni hefur lifað deyr aldrei. RAGNHILDUR GUNNARSDÓTTIR, MENNTASKÓLANEMI: Ég get ímyndað mér að það sé tími eða ástand þegar fólki finnst því líða betur en yfirleitt. INKA HALLGÍMSSON, MENNTASKÓLANEMI: Það er ákaflega margt róman- tískt í kringum mann, en ég lít þannig á málið, að rómantíkin sé fyrst og fremst huggulegheit: JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, AFGREIDSLUSTÚLKA: Hún er að mörgu leyti bundin við ástina, en samt þarf ekki bæði kynin til. 26 VIKAN 39- tbl' 39. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.