Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 4
SPAKMÆLl Munnur á mismœli, en maður leiðrétting orða sinna. íslenzkur málsháttur. í fréttunum Hvar í veröldinni myndu hermenn í full- um skrúða busla í skítugri á, bara til að halda upp á eitthvað? í Kína, auðvitað. Og það skeði nýlega í Peking; hermenn kínverska frelsisins óðu þar, með húfurn- ar á höfðinu og rifflana á bakinu fram- hjá stórri mynd af Mao tse-Tung, hróp- andi: — „Fylgjum nákvæmlega hinum mikla leiðtoga okkar, Mao formanni, og stefnum fram á við af miklu hugrekki.“ Ástæðan fyrir þessum hátíðahöldum var þriggja ára afmæli hins fræga sunds for- mannsins, en hann var sagður hafa synt 14 kílómetra í Yangtze-fljótinu, og kvaddi það niður allar efasemdir um heilsubresti formannsins, sem þá var 72 ára. Á þriggja ára af- mæli sundsins, var fyrirskipaður almennur sunddagur til að minn- ast afreksins. Hún var í sumarfríi á Cap-Martin á Riví- erunni, og gerði, eins og venjulega, sitt bezta til að ergja forvitinn heiminn. — Snemma á hverjum morgni kom hin 63 ára gamla Greta Garbo niður að sjónum og synti smásprett, eftir að þjónustan hennar hafði gætt þess að engir ljós- myndarar væru nálægir. Eftir að það hafði verið gert, kom svo Garbo niður eftir og skellti sér í sjóinn. En meðfylgj- andi mynd náði þó ljósmyndari nokkur með aðdráttarlinsu af þessari fyrrverandi drottningu kvikmyndanna. David Harris dundaði við að gera við girðinguna á meðan þau biðu; kona hans, þjóðlagasöngkonan Joan Baez, gekk um. Hún átti von á fyrsta barni þeirra innan skamms. Þá birtist allt í einu maður á mótorhjóli og hrópaði til fólksins við hús Baez og manns hennar í Los Altos, Kali- forníu: „Þeir eru ekki nema um tveim mínútum á eftir mér.“ Tveim mínútum síðar komu „þeir“ — tveir alríkislög- reglumenn •—■ og fluttu Harris með sér, en hann hafði verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að neita að gegna her- þjónustu. Harris, sem var fyrrum forseti stúdentaráðs Stanford-há- skólans, fór með þeim hinn rólegasti og kvaddi vini sína með þess- um orðum: „Sé ykkur seinna.“ Konu sína kyssti hann lauslega. Nær- staddur blaðamaður spurði hana hvernig henni fyndist að eiga eftir að ala sitt fyrsta barn og faðirinn væri í fangelsi. „Ég hef hugsað mér að eiga þetta barn á venjulegan hátt,“ svaraði hún, „svo ég vona að það verði gott.“ DÖTTIR BORGARSTJÖRANS ER FYRIRSÆTA nýs flokks. Og Margie vinnur fyrir sér með því að sýna tízku- fatnað, og hefur gert það síðan hún var 14 ára gömul en hún er 16 ára nú. Á meðfylgjandi mynd er hún að sýna Yak-slá, sem er upprunnin í Tíbet; framleidd úr skinni af þarlenzku lamadýri. Margie viðurkennir þó, að henni finnist þægilegra að vera í sín- um eigin fötum, mjaðmabuxum og gömlum hermannajakka. ☆ Nýjasta vara Japana á heims- markaðinum er, samkvæmt heil- síðu auglýsingu í New York Times, skozkt viskí, framleitt í „Nippon". Heitir varan Gold Nikka, og hugsuðurinn á bak við það, hinn 75 ára gamli Taket- suru, segir það innihalda sömu efni og hið upprunalega skozka eldvatn — og standi því alls ekki að baki að gæðum. Taket- suru nam við Glasgow-háskóla og vann síðan í nokkur ár hjá skozkri viskíverksmiðju. — Árið 1934 hóf hann að flytja viskí hennar hátignar til Japan, og í fyrra seldi hann 42 milljónir flaska af Gold Nikka til Banda- ríkjanna. Tveir brezkir New York- fréttamenn lýstu því nýlega yf- ir, að loknum tilraunum, að hið japanska vín stæði því uppruna- lega og ekta skozka alls ekki að baki. ☆ Eins og málin horfa við í dag, er það kannske eins gott fyrir Margie Lindsey, dóttur Johns Lindsay, borgarstjóra New York, að vera farin að vinna sér inn ofurlítinn skilding. Ástæðan fyr- ir því að það er talið ágætt, er sú að faðir hennar tapaði for- kosningunni um sæti frambjóð- anda repúblikana í borgarstjóra- kosningunum í New York í sumar — þó hann ætli samt sem áður að bjóða sig fram í nafni JAPANSKT SKOTAVISKf Japan hefur um nokkurra ára skeið skipað þriðja sæti á lista mestu iðnaðarþjóða heims, á eft- ir Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum, enda svífast þeir ská- eygðu einskis til að koma vörum sínum inn á heimsmarkaðinn. — r Stærsti ókosturinn við alla íslenzkukennara er, að þeir taka réttritunina allt- of bókstaflega. 4 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.