Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 17
V J Óðmenn fluttu lög í Cream stíl og gerðu þeim frábær skil. Þessi hljómsveit var nokkuð frábrugðin öðrum, sem fram komu á pop-há- tíöinni, og fer ekki á milli mála, að hér eru miklir hæfileikamenn á ferðum. — Ólafur Garðarsson er sífellt að sækja í sig veðrið og er á góðri leið með að verða einn okkar beztu trymbla. Auk hans skipa hljómsveit- ina Finnur Stefánsson (gít- ar) og Jóhann G. Jóhanns- son (bassi). EFTIR EYRANU ANDRES INDRIÐASON LJOSMYNDARI: KRISTINN BEN. Jónas Jónsson, söngvari Nátt- úru, syngur lög úr táninga- óperunni „Tommy“, eftir Pet- er Townsend, gítarleikara brezku hljómsveitarinnar Who. Þeir Náttúrumenn spjöruðu sig vel, og var framtak þeirra til fyrirmyndar. Roof Tops vöktu óhemju hrifn- ingu áheyrenda. Hljómsveit- in á greinilega aðdáendur jafnt meðal hinna yngri sem eldri. Hér er Guðni Pálsson, saxófón- leikari hljómsveitarinnar. Spilaði hann raddað á tvo saxófóna í einu, og vakti það tiltæki verðskuldaða at- hygli. Roof Tops eru á jazz- rokk línunni, en sú músik á nú miklum vinsældum að fagna. Þess má geta, að yfir Roof Tops rigndi reiðinnar ósköp af rós- um frá aðdáendum. \j

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.