Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 39
á slíku við fyrstu raun. En nú
gef ég Holm lækni orðið . .. .
Fyrirlesturinn stóð í rúma
klukkustund, og á eftir urðu
miklar umræður.
Frú Hjort tók ekki þátt í um-
ræðunum, — hún var allt of upp-
tekin af eigin hugsunum.
Þetta eiturlyfjamál hefir kom-
ið okkur öllum, foreldrum ung-
linganna, á óvart. Við höfum
haldið okkur setja öryggisnet
kringum börnin, með. því að
fræða þau í tíma og ótíma um
kynferðisvandamálið, fræðslu,
sem fyrri kynslóðir aldrei fengu.
Það hefir sífellt verið hamrað á
nauðsyn þess að unglingar ættu
heimtingu á allri fræðslu um
þetta geysilega vandamál, en svo
eru bara önnur í uppsiglingu, ef
til vill miklu erfiðari viðfangs.
Það virtist sannarlega vera kom-
inn tími til að tala um þetta við
Vibeku.
En miðvikudagurinn leið, án
þess að hún fengi gott tækifæri
til að ræða við dóttur sína. Vi-
beke fór beint úr skólanum heim
til vinkonu sinnar, til að lesa
með henni. Og um kvöldið sat
hún yfir börnum hjá nágrönn-
unum.
En síðdegis á fimmtudag kom
Vibeke inn til móður sinnar, þar
sem hún var að ganga frá þvotti,
og virtist hafa hug á samræðum.
Eftir að þær höfðu rætt um
daginn og veginn um stund, fór
frú Hjort að segja henni frá for-
eldrafundinum, og því sem þar
hafði verið til umræðu.
— Auðvitað, sagði Vibeke,
ósköp áhugalaus, — það vita all-
ir að það er reykt hash, bæði á
salernum og í frímínútum. Þann-
ig er það í öllum skólum. Get
ég ekki fengið eitthvað að borða?
Ég er svöng, og mér finnst á
lyktinni að þú hafir verið að
baka.
Móðir hennar kinkaði kolli.
— Svaraðu mér hreinskilnis-
lega, Vibeke, hefir þú líka próf-
að það?
— Prófað hvað? Reykt hash?
Nei, hversvegna ætti ég að vera
að því? Mér finnst það ekkert
freistandi að ganga hálfsofandi
um. Og þess utan hefi ég annað
til að kaupa fyrir þessa aumu
vasapeninga mína. Hefirður
nokkuð talað um þá við pabba?
— Ekki ennþá. En þú getur
sjálf talað við hann í kvöld.
Hvernig ná þau í þetta, ég á við
hash?
— Það er enginn vandi, sagði
Vibeke, með munninn fullan af
mat. — Það er alltaf einhver sem
þekkir einhvern.... Svo er líka
hægt að fara á neðanjarðarbraut-
ina á ákveðnum tímum. Eða þá,
já mamma, það getur hver sem
fer i partý, þar sem foreldrarnir
eru ekki heima, fengið tækifæri
til að prófa þetta.
Frú Hjort hrökk við, og hætti
að strauja.
Hún fór að hugsa um laugar-
dagskvöldið. Maðurinn hennar
var á ferðalagi í verzlunarerind-
um, og Vibeke fékk leyfi til að
fara í afmælisboð til bekkjar-
systur sinnar.
— Hefir þú skemmt þér vel?
spurði hún dóttur sína, þegar
hún kom heim um miðnættið,
eins og um hafði verið talað. —
Var þetta skemmtilegt afmælis-
boð?
— O—jú, það var ekki sem
verst, svaraði Vibeke, ósköp á-
hugalaus.
Hún hafði hugsað með sér að
Vibeke hefði ekki skemmt sér
vel, en það gátu verið margar
orsakir til þess. Það gat verið að
hún hefði verið þreytt og illa
upplögð, eða verið ósátt við ein-
hverja vinkonuna.
Svo hún hafði ekki spurt frek-
ar.
Nú horfði hún í augu dóttur
sinnar, og spurði:
— Partý eins og á laugardag-
inn var?
— Já, svona eins og á laugar-
daginn var, ef þú vilt endilega
fá að vita það, sagði Vibeke
stuttlega. En þegar hún sá svip-
inn á móður sinni, bætti hún við:
— Ó, mamma, þú mátt ekki
ímynda þér eitthvað í líkindum
við ópíumsholu, eða eitthvað æð-
isgengið. Það gekk allt skikkan-
lega til, en það voru samt ein-
hverjir að reykja hash. Og þá
verðum við sem ekki viljum
reykja, svolítið utan gátta. Það
er líkast því að fara á dansleik,
og kunna ekki að dansa, finnst
þér það ekki? En vel á minnzt,
ég þarf að fá hvíta sokka fyrir
hátíðina í jassklúbbnum annað
kvöld. Gömlu sokkarnir eru al-
veg útslitnir. Þarna kemur Sús-
anna loksins, sagði hún, þegar
hún heyrði í dyrabjöllunni. —
Ég verð að fara. Bless!
Frú Hjort horfði hugsandi á
eftir henni. Svo hristi hún höfuð-
ið, eins og til að koma lagi á
hugsanir sínar, og hélt áfram við
vinnuna....
— Nú ætti hún að fara að
koma, sagði hún við mann sinn,
þegar þau sátu og biðu eftir Vi-
beku, kvöldið eftir.
En þá hringdi síminn, og hún
tók hann.
— Ert það þú, mamma? Þetta
er Vibeke. Getið þið annað hvort
ykkar skroppið til að sækja mig?
Ég er hjá Súsönnu. Pabbi hennar
og mamma eru úti, og ég kemst
ekki heim.
— Hversvegna kemstu ekki
heim? Hvað áttu við með því?
— Já, sjáðu til, það voru tveir
náungar í bíl, sem eltu okkur
frá jassklúbbnum, alla leið hing-
að. Þeir óku lúshægt á eftir okk-
ur, og komu með allskonar
bjálfalegar uppástungur, og svo
komum við Súsanna okkur sam-
an um að ég skildi bíða hjá henni
þangað til þeir væru farnir. En
þessir grasasnar eru þarna úti
ennþá, og ég get ekki beðið hér
í alla nótt.
— Pabbi þinn sækir þig strax.
Og Vibeke, í guðs bænum vertu
kyr, þangað til hann kemur!
— Auðvitað geri ég það. Hvað
dettur þér í hug? sagði Vibeke
undrandi, og það var ekki laust
við að það kenndi vorkunnsemi
í rödd hennar.
Það var orðið framorðið, þegar
frú Hjort gat farið að hátta á
laugardagskvöldið, og klukkan
var orðin hálf tvö, þegar hún
var búin að ganga frá.
Þegar hún var á leið til svefn-
herbergisins, sá hún að það var
ljós hjá Vibeku, svo hún fór inn
til hennar.
— Heyrðu vina mín, þótt það
sé sunnudagur á morgun, þá ætt-
39. tbi. VTTCAN 39