Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 22
 . . V QlSiSlSiSlSlSlSlSiSlSlSlSiS a IslalsIalslalalalsIaEalalsIa Fötin eiga ekki að þvinga likamann, og þau eiga heldur ekki að dylja vaxtarlagið. Þau eiga að vera sem eins konar hörund, segir tízkumeistarinn André Courréges. Þess vegna teiknar hann sniðin beint á líkama sýningarstúlknanna, starf sem margir karlmenn öfunda hann af. Courréges dreymir líka um geiminn og konur framtiðarinnar. — Fötin eiga að vera einföld, þau eiga ekki að gera konuna að flóknu vandamáli. Fötin sem ég framleiði henta vel nútimakonunni, sem er frjáls og framsækin. Þau henta lika vel þessari geimferðaöld. Þessi heimspekilega sinnaði tizkumeistari var einu sinni arkitekt, en hann langaði alltaf til að framleiða tízkufatnað. Fyrir átta árum fór hann frá Spáni til Parísar, til að láta drauma sína rætast. Stofnfé hans var innan við eina milljón, nú á hann meira en 150 milljónir. Courréges hefur mikið sjálfsálit og segist vera sá eini meðal tízkumeistara sem sé raunverulega byltinga- sinnaður. Hann kom mönnum á óvart árið 1965, með þvi að framleiða fatnað úr plasti, yfirleitt hvítu og svörtu, með straumlínum og „ferköntuðu" línunni. Síðan hefur hann komið með ýmsar nýj- ungar í „línum", og nú í ár hallar hann sér að boglinunum. Hann er aðallega hrifinn af hvita litnum. Heimili hans er furðuleg samsetning af hvítum lit og málmi. Vinnustofur hans í Pau eru líka allar í hvítum lit. Jafnvel starfsfólkið er klætt hvít- um fötum, með nafnið saumað á brjóstið. Þegar komið er í tízkuhús hans, dettur manni í hug að maður sé meðal tennisleikara. Og sjálfur er hann eins og nuddlæknir á íþróttavelli. !

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.