Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 19
Nepal hefir 330 milljón guSi!
Þessi litla, undurfagra stúlka
er ein þeirra sem mesta virð-
ingu hlýtur. - En vald hennar
er takmarkað. Um leið og hún
meiðir sig til blóðs, eða fær
blæðingar á annan hátt, þá er
draumurinn búinn, og henni og
fjölskyldu hennar vísað burt úr
hinni skrautlegu höll í Kat-
mandu.
og fyrirgangurinn er ærandi. Þeir sem dansa
djöfladansinn eru með viðbjóðslega Ijótar grím-
ur og dýrahausa, og þegar þeir hefja upp dans
til að reka illa anda frá stúlkunum, þá er Ku-
mari valin. En ef fleiri en ein stúlknanna stand-
ast þessa raun, þá upphefst ógurleg fórnahátíð.
Fjórir eða fimm stórir vatnavísundar eru rekn-
ir gegnum mannfjöldann, til Bairab og stúlkn-
anna. Hermenn sveifla sverðum og höggva af
þeim hausana, einum eftir annan, blóðið spraut-
ast yfir böðlana, stúlkurnar og mannfjöldann.
Stundum kemur það fyrir að algert öngþveiti
verður í manngrúanum.
Sú af stúlkunum sem minnst lætur bera á
hræðslu, er frekar undrandi en hrædd, er val-
in. í litlum Iíkama hennar tekur guðinn sér ból-
stað. Hún flytur svo, með fjölskyldu sinni, inn í
musterið, sem er geysilega íburðarmikið, fullt
af alls konar veggskreytingum og guðamyndum.
Dyranna er gætt af tveim steinljónum.
Hún býr á efstu hæð, með foreldrum sínum
og systkinum. Hún líður ekki neyð meðan hún
býr þarna, hún lifir í munaði, því musterið hef-
ur miklar tekjur af jarðeignum, þess utan fær
hún fórnargjafir frá hinum trúuðu íbúum.
Hvernig er svo líf hennar? Það er sama til-
breytingarleysið, ár eftir ár. Hún fær að leika
sér við systkin sin, og stöku sinnum fær hún að
leika við önnur börn, sem eru valin með sér-
stökum öryggisráðstöfunum. Svo tekur hún þátt
í trúarathöfnum með prestunum, oft á dag.
— Það kemur fyrir að hún fellur í trans, sagði
einn af stúdentunum í Nepal við blaðamann-
inn. — En enginn fær að vita hvað hún segir,
prestarnir halda því leyndu.
Mikinn hluta dagsins tekur hún á móti til-
biðjendum. Hindúar frá öllu landinu, og líka frá
Indlandi, fara pílagrímsferðir til musteris henn-
ar, og upp á síðkastið hefur mikill ferðamanna-
straumur legið þangað.
Blaðamaðurinn segir svo frá:
Við fórum þangað til að sjá Kumari, og ef
mögulegt væri að fá viðtal við hana. Berrassað-
ur strákur sat á þrepi fyrir framan hið heilaga
anddyri, og það kom á daginn að þetta var
bróðir Kumari. Hann kallaði með skrækri rödd
á systur sína, hina lifandi gyðju.
Nokkru síðar kom prestur út, benti á mynda-
vélina:
— Það er ekki leyfilegt að taka mynd af
Kumari. Þið fáið aðeins að sjá hana, ef þið lof-
ið . . . .
Framhald á bls. 36.
39. tbi. yiKAN 19