Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 47
sendinum á öxlina og fór í hvítu
hanzkana, sem Hawk hafði feng-
ið henni.
Eitthvað var ekki eins og það
átti að vera, eitthvað gerði henni
sérlega órótt. Svo fann hún, hvað
það var. Það var þessi algera
kyrrð. Engi hundar gjömmuðu,
hvergi heyrðust raddir eða fjar-
læg tónlist. Hér var allt eins og
í draugaborg.
Þegar hún steig úr bílnum,
skellti hún ekki á eftir sér, ef
hún kynni að þurfa að flýja héð-
an í ofboði. Hún litaðist um í
allar áttir, þrátt fyrir ráðlegg-
ingarnar um að horfa beint fram.
í gegnum myrkrið greindi hún
götukjaftinn. Hún gekk þangað
með öruggum skrefum, sem hún
undraðist sjálf yfir. Hún dró ^
þungt andann og fann, að hún
titraði, en hún hafði einsett sér
að gera það, sem gera þurfti.
En þrátt fyrir ákvörðun og
vilja, nam hún staðar í götukjaft-
inum. Hún starði inn í götuna, en
sá ekkert, ekkert nema myrkur.
Svo vandist hún dimmunni og
sá helztu kennileyti. Gatan var
verri en hún hefði getað ímynd-
að sér. Alls staðar var allt á kafi
í rusli og sneplum, og sterk rotn-
unarlykt tók henni fyrir vit.
Hurðirnar fyrir húsunum í kring
voru því líkastar, að þær hefðu
verið hirtar á ruslahaugum og
negldar upp. Hún sá eitthvað lít-
ið og fimlegt hreyfa sig og þjóta
svo þvert yfir götuna.
ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT
10 SPENNANDI OG
SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR
fVlfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik-
nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt
sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera:
í því er fólgin hroll-
vekjandi spenna með
skoplegu ívafi. — Hit-
chcock fæddist í Lond-
on 13. ágúst 1890. Hann
var við náum í verk-
fræði, þegar honum
bauðst vinna við kvik-
myndir og lagði þá
námið þegar í stað á
hilluna. Hann nam leik-
stjórn á örskömmum
tíma og var fyrr en
varði kominn í hóp
áhrifamestu leikstjóra.
Kvikmyndir og sjón-
varpsþættir Hitchcocks
skipta hundruðum og
mánaðarlega gefur hann
út í geysistóru upplagi
smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í
þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu
lostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig
að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda.
Fæst á næsta sölustað.
HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33
POSTHÖLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVÍK
TRCJCK
ÍHÍMEI
fh'ftíÍEt
vw c-9)»'
tACOft R :
i >
Mt *
N0.30
m***?.*
so»a
BILALOKK
grunnfyllir, spartl, þynnir,
slípimassi, vinyllakk,
málmhreinsiefni, álgrunnur,
silieone hreinsiefrii
(sMafhío
V,
Hún rétti úr sér, dró djúpt
andann og gekk ákveðin í bragði
inn í götuna.
Framhald í næsta blaði.
Eg vil ekki
fara í kvennabúr
Framhald af bls. 25
En hvað segir Muna?
Hún er auðvitað þakklát konung-
inum fyrir tryggð hans, en það er
öruggt að hana langar ekki til að
standa við hlið hans, þegar hann
tekur sér aðra konu.
Vill ekki vera viðstödd
brúðkaup eiginmanns síns
Hún skrifar Betty Desmond:
„Ég get ekki verið hér í Amm-
an, og verið viðstödd brúðkaup
mannsins míns. Þess utan hef ég
það einhvern veginn á tilfinning-
unni að dagar mínir hér í Amman
séu taldir. Ég er mjög óhamingju-
söm yfir þessu ástandi, og þess
vegna er það líklega bezt fyrir
alla parta að ég verði send heim
til Englands. En ef það á að kosta
það að ég missi börnin, þá verð ég
heldur hér, og reyni að gera það
bezta úr þessu ástandi, og láta ekki
þessa niðurlægingu á mig fá. Ég
get ekki lifað án barnanna! O,
Betty, ég er alveg ráðvillt, veit
hvorki út eða inn. Eina von mín er
að Hussein hætti við að kvænast
þessari stúlku.''
En eins og er, er ekkert sem
bendir til þess að Hussein hafi það
í huga, og hann heldur líka fast við
áform sitt að hafa Munu og börn-
in hjá sér.
Á síðustu árum hefur Hussein
alltaf haft flugvél reiðubúna, ef
hann skyldi þurfa að flýja land með
fjölskyldu sinni. Það hefur oft ver-
ið gerð tilraun til að myrða hann,
og honum er líka í fersku minni
morðið á Feisal konungi í Irak.
Slíkur flótti yrði kannski eina
lausnin á vandamálum Munu. Þá
fengi hún að halda bæði Hussein
og börnunum. En þá er það spurn-
ingin um metorðagirndina ...
☆
39. tbi. VIKAN 47