Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 46
NÚ ER AUÐVELT AÐ ENDURNÝJA ELDHÚSIÐ HINGAÐ TIL hafa slíkar endurbætur kostað mikið rask, sem margar hús- mæður vilja hlífa sér við. Nú er allt breytt. Við tökum gömiu innréttinguna niður og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt á tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmíðaverkstæði á meðan og þér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytist, hvað ibúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti i miklu litaúrvali og þór getið fengið eldavél, uppþvottavél og isskáp frá sama framleiðanda. — Verðið er mjög hagstætt. HÚ8 OO SKIP Ármúli 5 - Símar: 84415-84416 r~ Haritíiarkaftir INNI ÚTI BfLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhhi- & 'Ktikurtif H □. VILHJÁLMSBDN RÁNARSÖTLI 12 SIMI 19669 Hún lagði frá sér kortið, sneri kveikjulyklinum og gaf of mik- ið bensín, svo höfuð hennar rykktist aftur á bak, um leið og bíllinn hoppaði af stað. Þá mundi hún í fyrsta sinn fyrirmæli varðstjórans um að gefa sér góðan tíma. Á sjálfum krossgötunum bremsaði hún án þess að kúpla frá, svo bíllinn drap á sér. Hún hikaði svo lengi sem hún þorði, áður en hún reyndi að setja í gang aftur. Með dálítilli heppni tókst henni að láta það misheppnast. Vélin tók aðeins við sér, en kæfði svo aft- ur á sér. Hljóðið í vasasendinum gerði henni bilt við. — Hvað er að? Settu í gang! Þig langar þó ekki að deyja? Hún setti í gang en ók eins hægt og hún þorði. Röddin kom aftur: — Bensínið í botn, Helen! Reyndu að koma þér áfram! Hraðar! Hraðar! Hlátur hans hljómaði ömurlega í eyrum Helen. Maðurinn á mótorhjólinu þaut aftur fram hjá henni, og að þessu sinni gaf hann bæði hljóð og ljósmerki. Barney var hraðmæltur í hljóðnemann. — Fyrsta og Mið. Ég endurtek: Hún hefur nú feng- ið fyrirmæli um að halda áfram að krossgötum Fyrstu götu og Miðstrætis. Peningana á að af- henda í þvergötu sunnar á Mið- stræti farið frá Fyrstu götu. Á- ætlun tíu taki til starfa. Ég end- urtek: Áætl'un 10 taki til starfa. Klárt. Búið. — Þetta er verzlana og lager- hverfi, sagði Hawk. — Hreinasti kirkjugarður á þessum tíma sól- arhrings. Skömmu síðar lá Barney endi- langur á tjörupappaþaki á þriggja hæða húsi og virti fyrir sér þrönga götuna fyrir neðan gegnum illa meðfarinn nætur- kíki. Við hliðina á honum lá hlaupmió byssa, á nákvæmlega útreiknuðum stað fyrir hægri höndina, þar sem afhendingin átti að fara fram. Gatan er mjög þröng og dimm, en nægileg skíma til að sjá allar mannaferðir þar niðri. Hann lét augun hvarfla um ná- grennið og reyndi að koma auga á einhvern með pinkil. Fórnar- lambið ætti nú að vera komið á sinn stað og bíða ungfrú Rogers. — Ég hef ekki séð til fórnar- lambsins enn, en það er port norðan við götuna, um það bil þrjá metra frá horninu. Hann getur verið þar, eða í einhverju dyraskoti. Mér sýnist, að ein hurðin sé ekki alveg að stöfum. Hann lagði frá sér hljóðnem- ann og hélt áfram að skoða sig um með kíkinum. Hann sá eng- an, hvorki neinn úr hreyfanlegu einingunum né fótgangandi lög- reglumenn. Hann fékk þá óþægi- legu hugmynd, að allir hinir væru farnir heim, en hann væri einn eftir. Svo leit hann aftur þangað, sem afhendingin átti að fara fram, og einbeitti sér að þeim stað. Hann vorkenndi stúlkunni. Meira að segja hann, reyndur lögreglumaður, hefði verið hræddur. Það myndi hver viti borin manneskja vera. Hann þreifaði á byssunni. Hawk hafði fengið honum erfitt hlutverk. Hann var meistara- skytta, hreinn snillingur. En ef eitthvað gengi úrskeiðis þarna niðri, varð skyttan á þakinu að vera snillingur. Henni mátti ekki mistakast. Hún ók hægt ofan eftir langri og dimmri götunni, milli myrkra steinhúsaraða frá aldamótum. Múrhúðin var flögnuð frá hér og þar, og á sumum hornunum höfðu fallið steinar úr hleðslunni. Hún lagði bílnum hjá stórum auglýsingaglugga, með skilti, sem á stóð: SKOLPRÖR — HEILD- SALA SMÁSALA. Hún hengdi töskuna með vasa- 46 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.