Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 33
STJÖRNUSPÁ*^ m yttg/r Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Næstu dagar nokkuð óljósir. Kona, sem þú hefur lengi verið fjarvistum veldur óþægindum. Þú færð góðar fréttir með póstinum. Líkur eru á löngum vinnudegi og ekki alltaf friðsömum. Nautsmerkið (21. apríl — 21. ma(): Þú átt erfiðan keppinaut í starfsgrein þinni. Farðu gætilega. Ef þú fylgist vel með geturðu kollvarpað áformum, sem sett eru til höfuðs þér. Fjármálin nokkuð ruglingsleg. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Verkum þínum er vel tekið, en samband þitt við yfirboðarana er ekki nægilega gott. Þú telst lán- samur maður, átt góða fjölskyldu og trygga vini; líklega færðu áþreifanlega að sanna það bráðum. Krabbamerkið (22. júnt — 23. júlQ: Samband tveggja persóna veldur þér áhyggjum, en vegna umhverfis þíns skaltu hafast sem minnst að. Þig langar að skipta um atvinnu, en hefur ekki efni á því að sinni. Þú hefur mikað að gera heima. Ljónsmerkið (24. júl( — 23. ágúst): Ef þú ert einhleypur er ástæða til að vara þig við vali á félögum. Sértu hins vegar á föstu skaltu um- gangast þína kæru með varúð. Þú hlýtur vinning sem veitir þér talsverða skemmtun. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Ókunnugur maður sem vill þér vel hefur mikil af- skipti af málum þínum. Láttu þér annt um að halda vináttu hans. Þú færð skemmtilega gjöf, en henni fylgir all mikil vinna af þinni hálfu. Vogarmerkið (24. september — 23. október) Þú færð alvarlega prófraun að glima við ef þú hunzar stöðugt ráðleggingar gefnar af besta vilja. Þú verður að taka ákvörðun sem skiptir framtíð þína miklu. Kvöldunum væri vel varið til lestrar. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú átt við nokkra erfiðleika að etja. Persóna sem þér er kær krefst þess að þú leggir mikið á þig; sameiginlegra hagsmuna vegna. Þú færð bráðsnjalla hugmynd, en hún verður timafrek. Bogamannsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Þú nálgast lokamark þitt af mikilli festu. Haltu sambandi við fjölskylduna sem beztu, því hún á mikinn þátt í að draumar þínir rætast. Smá von- brigði, en þú ert maður til að taka þeim. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Tilfinningarnar varna þér að meta hlutina réttilega. Gerðu þér sem bezta grein fyrir ábyrgð þeirri er á þér hvílir. Óvæntir atburðir haga því þannig til að þú getur ekki ferðazt eins og þú ætlaðir þér. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Þú ert fremur óhress yfir framtakssemi kunningja þíns; hann framkvæmir einmitt það sem þú hafðir hugsað fyrir þig sjálfan. Þú færð fremur litið næði til að sinna verkefnum þínum. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz); Þú nýtur hylli glæsilegrar persónu, sem reynist þér hollur ráðgjafi. Láttu hverjum degi nægja slna þjáningu. Verkefnum þinum er óhaganlega deilt niður á þann tima sem þú hefur yfir að ráða. H AUST T í Z K A N <11969 Alltaf fjöl- breitt úrval, en þó aldrei meira en í haust. Okkar fag er Tízkan Vönduð vinna Vönduð snið Þegar þér leitið að haustfatnað- inum í ár, spyrjið þá um Slimma © DÚKUR hf. BUXUR PILS & DR AGTIR FRÁ r~ I Þér spariO með áskrift UIKAN Skipholti 33 - sími 35320 39. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.