Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 11
Hún birtist öðru hvoru á skerminum, en þess á milli stjórnar ÁSDÍS HANN- ESDÓTTIR útsendingum; er í forsæti í myndstjórnarklefanum á meðan á út- sendingu stendur, ákvarðar tímann á hverri fréttamynd fyrir sig og svo fram- vegis. Þá skrifar hún líka fréttir sjálf og rekur á eftir . . . 4 Aðstoðarstúlkur stjórnenda eru tvær, þær SIG- RÚN DUNGAL (t. v.) og INGUNN INGÓLFS- DÓTTIR. Starf þeirra er i mjög nánum tengslum við starf stjórnanda; þær vélrita handrit þeirra þátta og verkefna sem yfirmennirnir (Andrés Indriðason og Tage Ammendrup) fá í hendur. Þær segja myndavélunum til um „skot“ og sjá um, að allir sem koma nálægt upptökunni fái sína viður- kenningu •—• sem kemur þá frá Rósu. -tft- Dýrlingurimi er í vörzlu ÖNNU EYMUNDS- DÓTTUR þegar liann er ekki ódauðlegur á skerm- inum. Anna er sem sé í'ilmuvörðurinn; sér um að skrásetja og vernda allar þær filmur, þætti og myndir sem sjónvarpið á eða er með í láni. „Starf- ið er svipað bókavarðarstarfi,“ segir hún. 39. tbl. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.