Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 11
— Þú getur fengið þ;ið sem þú vilt,
allt nema Fionu.
Þar sem Tina hefir alltaf haft mikið
vald yfir Alexander, er það ekki undar-
legt þótt Onassis vilji f'á hana sem banda-
mann i stríðinu við soninn, fá hann til
að hætta við „þessa heimsku“, eins og
hann segii'. En eftir því sem kunningjar
Jackie segja, þá finnst henni þetta sam-
band við fyrri konuna hreinn óþarfi, og
ákaflega smekklaust.
HVERNIG KEMUR HÚN
UPP UM STG?
Jackie er í erfiðri aðstöðu. Hún getur
ekki bannað manni sínum að hringja til
fyrrverandi eiginkonu sinnar, og hún
getur heldur ekki komið í veg fvrir að
hann liitti hana. Þegar allt kemur til
alls, þá eru þau öll fullorðið fólk, og'
verða að haga sér eftir því. Jackie vill
líka að litið sé á sig sem heimsborgara.
Ef hún lætur afbrýðisemi í ljós, þá verð-
ur hún að athlægi.
En Jackie getur ekki alltaf ráðið við
tilfinningar sínar, og í smáatriðum kem-
ur hún upp um sig. Til dæmis er það
opinbert mál að hún neitar að búa í
íbúðinni í París, þar sem Onassis bjó
áður með Tinu. Minningarnar um fvrra
líf hans eru alltof augljósar þar ...
Þetta er aðeins eitt af þeim atriðum,
sem Jackie notar til að halda manninum
frá fvrri konunni. Meðal annarra ágrein-
ingsatriða má nefna baráttuna um það
hverskonar hús eigi að reisa á Skorpios.
Ari vill byggja hús, sem er stærra en
Hvíta húsið, en Jackie tekur það ekki í
mál. Onassis hafði hugsað sér að hafa
nægilegt húsrými, til að halda stórkost-
legar veizlur, og hýsa fjölda gesta. En
líklega hefir það líka verið að hann
vildi hafa það mikið húsrúm að Tina og
börnin gætu séð sér fært að koma bang-
að til dvalar, jafnvel þótt hann og Jackie
væru þar. Þá þyrfti enginn að troða
annan um tær. Onassis gæti vel hugsað
sér að hafa Tinu fyrir viðskiptaráðgjafa,
því ennþá á hann í stríði við fyrrver-
andi svila sinn Niarchos, um milljóna-
samning við grísku ríkisstjórnina.
Onassis og dóttirin Christina, um borð í snekkjunni,
sem hann skírði í höfuðið á henni. — Við óskum
að pabbi verði hamingjusamur, segir hún.
BARÁTTAN Á SKORPIOS
Eins og er hefir hann orðið að láta í
minni pokann í baráttunni á Skorpios,
og Ari þarf á ráðleggingum og hjálp að
halda, og hver getur betur veitt hon-
um hana en Tina, sem er fædd og upp-
alin í grískri fjölskyldu, sem dóttir ann-
ars valdamikils skipaútgerðarmanns, og
fyrrverandi mágkona Nicarchosar.
Þessutan er Ari mikill fjölskyldumað-
ur, eins og Grikkir yfirleitt eru, og' hann
óskar þess innilega að geta haft börn
sín sem mest hjá sér.
Þetta veit Jackie, og þessvegna strit-
ast hún á móti stórbyggingum á Skor-
pios. Hún sagði við Lee Radziwill að
hún gæti hreinlega ekki lmgsað sér að
fá Tinu í heimsókn þangað. Það hefir
því verið mjög stormasamt á eynni, þeg-
ar rætt hefir verið um byggingar fyrir
framtíðina.
ARKITEKTINN í VANDRÆÐUM
Arkitektinn Billy Baldwin, sem Jackie
fékk til að koma frá New York, hefir
Framhald á bls. 45