Vikan


Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 12

Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 12
- Ég er hamingjusöm í hjónabandinu, og samt er ég ástfangin af öSrum, hugsaði Júlía og var hneyksluð yfir sjálfri sér. Það er ekki hægt að gera hvorttveggja, - að borða kökuna, og geyma hana líka .... JILLY COOPER Júlía Nicohlson hafði ekki verið lengi gift, þegar hún komst að því að hjónabandið kom ekki í veg fyr- ir það að hún yrði ástfangin af öðr- um manni. Og þar sem hún var mjög hamingjusöm í hjónabandinu, var hún eiginlega skelfingu lostin yfir þessu. Aður en hún giftist hafði hún eiginlega alltaf verið ástfangin. Hún fleygði sér út í hvert ástarævintýrið af öðru, rétt eins og sundmaður sem stingur sér í laugina, án þess að athuga hvort nokkurt vatn er í henni. Eftir að ævintýrunum lauk, var hún sorgbitin og utan við sig, en engu hyggnari. Eftir nokkrar vik- ur var hún svo búin að ná sér og orðin ástfangin á ný. Þegar hún var orðin tuttugu og fjögra ára hitti hún David Nichol- son. Hann var kauphallarmiðlari, og honum var spáð góðri framtíð. Hann varð ástfanginn af henni fimm mín- útum áður en hún kom auga á hann, Þegar hún sá hann, var hún líka hrifin af honum. Júlía var hjartanlega ánægð. Da- vid gaf henni gulan kettling, sem hún kallaði Hopkins. Hún fékk líka ósköpin öll af gjöfum, og það tók hana sex mánuði að lagfæra heim- ili þeirra, lítið einbýlish,s, Ijóm- andi skemmtilegt. Þegar þvf var lokið, fékk hún sér vinnu sem einka- ritari hjá þingmanni. Nokkru síðar voru þau boðin í mikið sumarhóf hjá Hornby hjón- unum. Síðdegis, daginn sem samkvæm- ið átti að vera, hringdi David og sagðist ekki geta komizt í veizluna. — Já, en ég get farið, sagði Júlía. — Ég held nú ekki, sagði David ákveðinn. — Ekki án mín. Éq veit hvernig það fer, þegar menn hleypa konunum sínum einum f samkvæmi. Júlía varð fjúkandi vond yfir því að hann skyldi ekki treysta sér bet- ur en þetta, eftir sex mánaða hjú- skap, og hún sagði honum það. — Það er ekki þar með sagt að ég treysti þér ekki, ástin mín, það eru karlarnir, þeir eru til alls vísir. Svo var kallað til hans, og David sagði: — Ég verð að þjóta núna. Það er allt f lagi, farðu í þetta fjandans samkvæmi, ef þú endilega vilt. Ég sæki þig um níuleytið. Framhald á bls. 32. 12 VIKAN 41 tbl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.