Vikan


Vikan - 09.10.1969, Side 18

Vikan - 09.10.1969, Side 18
IHHID SlhRF I VIRMf GD WSI ÞORSTEINN MATTHÍASSON . .Suður með Laufásveginum í Revkjavík stendur eitt virðulegasta Inis borgarinnar. Ekki er það reist í þeim glerhallarstíl, sem einkennir nú flestar byggingar vorrar nýríku þjóðar heldur í formi fornra hátta, þeirra er vel þóttu samrýmast fram- kvæmdamætti þeirrar kyn- slóðar, sem heilsaði nýrri öld, án þess að ofbjóða gjaldþoli hennar um efni fram. Letta hús hefur nú staðið i rúmlega sjötíu ár og í því hefur það fólk numið fræði sín, er til þess hugsaði að verða leiðbeinendur skóla- æskunnar í landinu. Fyrir 43 árum settist þar í I. bekk átján ára piltur kominn frá einni afskekktustu byggð landsins. Flest það fólk sem skólann sótti var uppalið í sveit, hafði vanizt þeim störfum, sem viðkomu íslenzku atvinnulífi til sjávar og sveita, en þekkti minna til fjölbýlishátta og þó sízt þeirr- ar kröfugerðar á hendur annarra, sem nú er leiðarljós svo margra. Leiðtogi þessarar skólastofnun- ar var séra Magnús Helgason, bóndasonur frá Birtingaholti, virðulegur íslendingur og heil- steyptur persónuleiki. f hópi kennaranna voru Freysteinn Gunnarsson, er eftir hann tók við skólastjórn, og Ásgeir Ás- geirsson, sem síðar varð forseti íslenzka lýðveldisins. Boðskapur séra Magnúsar til nemenda sinna var á þessa leið: „Margur horfir nú, ekki síður en oft að undanförnu, með þungri áhyggju á hag lands og þjóðar, sér þar víða mein og veilur og voða. Og þær sóttir ekki allar guði að kenna. Óáran, hvorki til lands né sjávar, heldur þar sem sízt skyldi — í sjálfu mannfólk- inu — spilltur hugsunarháttur, „mannkostalægðir eru lastanna gnægðir," svo sem Hallgrímur kvað að orði. Dofnandi trú, hnignandi siðgæði, kulnandi ætt- jarðarást, en í hennar stað flokkadráttur um fé og völd og stéttabarátta með tilheyrandi rógburði og tortryggni. Og þó að segja megi með sönnu, að oft- ar og víðar hafi í þessum efn- um verið pottur brotinn heldur en nú er hér, hver mun þó neita, að vá sé fyrir dyrum af þessum sökum? — Og hvar skyldi á stemma, ef ekki að upptökum? Veit ég, er út í lífið kemur, geta skoðanir orðið á fleiri vegu en einn, bæði um þjóðmál og trúmál, en þrátt fyrir allan ágreining, vildi ég óska að þið, og stétt ykkar yfir höfuð, segizt fremur í sveit og ætt með Sig- urði Hranasyni og Síðu-Halli, en þeim Hofsbændum Skammkatli og Merði. Annars mun mér virðast illa numin íslandssagan. Það er haft eftir frægum Rómverja, að hann hafi sagzt aldrei síður vera iðjulaus en þegar hann væri iðjulaus. Ég vildi óska að þið gætuð sagt það sama eftir á, um notkun skóla- tímans, sem í augum ýmsra út í frá er ekki annað en iðjuleysi, ef hann gefur ekki beint af sér mat og peninga. Það er satt, að sumartíminn gefur meira gull í mund, en ef veturinn gæti gefið ykkur gull í hjarta, þá væri það ekki minna vert. Sönn menntun höfuðs og hjarta er sannarlega meira virði en hundrað sumar- kaup.“ Ekki veit ég, hvort skólaleið- togar nú ávarpa nemendur sína almennt í þeim anda, sem séra Magnús Helgason, en þegar litið -A- Kennaraskólahúsið gamla. er til þeirra tilvitnana, sem hér eru teknar, virðist þó sem þau orð sem þar standa séu í engu úrelt og gætu ekki síður tekið til þeirrar tíðar er nú líður. Árið 1918 kemst hann svo að orði:: „ísland, fullvalda ríki með al- mennasta atkvæðisrétt, sem nokkurs staðar á sér stað, en um leið langt að baki að alþýðu- menntun. — Það er geigvænleg framtíðarmynd í mínum augum, hvað sem öðrum sýnist. Steingrímur sagði: „Stjórnarfrelsi firrt þeim kraft, er fær af menntun staðið. Það er sama og sjálegt skaft, sem að vantar blaðið.“ Líkingin sýnir vel, hvað stjórnfrelsið reynist þá máttlaus hégómi. En nú finnst mér lík- ingin ekki nógu sterk. Stjórn- frelsi án samsvarandi menning- arþroska reynist oft beinn voði, ekki eins og meinlaust og gagns- laust, blaðlaust skaft, heldur eins og hárbeitt blað, sem vant- ar á skaftið, svo hætt er við að sá sem ætlar að beita því, skeri sjálfan sig til óbóta. Það veit ham'ngjan, að ég treysti þeim eigi til forystu innan lands né ut- an, sem ekki sjá þetta, eða vilja við það kannast.------- Landið er komið í miklu nán- ara samband við önnur lönd og viðskipti við aðrar þjóðir fara því stórum í vöxt. Ef þjóðin á að standast í þeim kappleik sem 18 VIKAN «■ tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.