Vikan


Vikan - 09.10.1969, Side 23

Vikan - 09.10.1969, Side 23
- Já, það voru mínir peningar, sagði McNulty. - Börnunum mínum var ógnað, og ég þorði ekki annað en borga. En ég sendi út mann, sem fylgdist með öllu saman. Og nú er hann að leita uppi konuna, sem tók peningana - til að sækja þá og myrða hana síðan. 22 VJKAN KVÚLDID F?m BRÚDK AUFID 6. HLUTI EFTIR GORDON OG MILDRED GORDON. Þetta hefur gerzt: Helen Rogers er ritari hins unga salca- málaverjanda Franks Mitchells. Þau eru trú- lofuö og í þann veginn aö ganga í hjóna- band. Kvöld eitt vinnur Helen eftirvinnu fram yfir miðnætti. Þegar hún sezt inn í bil sinn til heimferðar, rœðst maður á hana úr félum á afturgólfinu, skellir papvakassa yfir höfuð hennar og hótar að verða henni og móður hennar að bana, ef hún geri ekki sem hann segir og sœki fyrir hann 200 þús- und dollara, sem hann ætlar að kúga út úr þriðja manni. Hélen þorir ekki annað en samþykkja, og maðurinn kveðst muni gera henni viðvart, þegar mál sé að sœkja pen- ingana. 41. tbl. Þrátt fyrir viðvörun hans hefur hún sam- band við lögreglumennina Hawkins og Barney Carlson. Iiún segir allt af létta og þeir láta hlerunartœki á síma hennar, til að taka röddina upp á segidband, ef hann hringi, og síðan hafa upp á manninum með aðstoð svokallaðs raddrita. Nœsta morgun, þegar Helen er í bíl sín- um á leið til vinnu, lætur maðurinn aftur til sín heyra. Hann talar gegnum vasasendi, sem liggur í bílnum. Hann segir henni að sœkja peningana á ákveðinn stað sama kvöld. Hún gerir það undir eftirliti lög- reglunnar, og sá sem féð afhendir er síðan tekinn höndum og yfirheyrður. Hann reyn- ist aðeins milliliður og grunur leikur á, að vinnuveitandi hans, milljónamœringurinn McNulty, sé fórnarlamb fjárkúgarans. Þeir óku inn í glæsihverfið, þar sem boga- dregnir afleggjarar lágu upp að húsum sem kostuðu meira en obbinn af fólki getur unn- ið fyrir á allri sinni ævi. Hawk sat við stýr- ið, en við hlið hans Barney með gatnakort, og hann skimaði um eftir vegvísum. Hawk var órótt. — Hafðu með þér nátt- fötin, hafði maðurinn sagt í símann. Hann gat hafa sagt það í þeim tilgangi einum að vekja beyg, en hann gat líka hafa meint það. Það var mögulegt, að hann væri kynæðing- ur. það var ómögulegt að vita. Þegar kallað var á Hawk gegnum talstöð- ina, hægði hann ósjálfrátt ferðina. Röddin var hás af æsingu. — Við höfum fundið á hvaða rás hann sendir. Það er rás eitt. En við höfum ekki enn getað miðað sendinn. Hawk sat hljóður um stund, en sagði svo við Barney. — Komstu að öllu, sem þú get- ur, um Frank Mitchell — og láttu fylgjast með honum. — Skal gert, foringi. — Hvers vegna stakk hann af, ef hann hafði hreint mjöl í pokanum, tautaði Hawk. Loks óku þeir í gegnum mikinn skraut- garð með pálmaröðum sitt hvorum megin akbrautarinnar. Einhvers staðar gjammaði varðhundur. Hawk bankaði fyrst kurteislega á dyrnar, en þegar það bar ekki árangur, lumbraði hann ærlega á voldugri hurðinni. Eftir stundarkorn skall blindandi ljós fram- an í þá og hrjúf rödd sagði einhvers staðar fyrir ofan þá? — Hver er þar? — Lögreglan, svaraði Hawk. — Hvað viljið þið? — Tala við hr. McNulty. — Hringið í einkaritara minn í fyrramálið og fáið tíma. Ég tek aldrei á móti heima! Glugganum var skellt aftur. Hawk sneri sér aftur að því að lemja hurðina, nú með báðum hnefum, svo allt lét á reiðiskjálfi. — Þetta myndi ég ekki gera, drengsi minn, sagði skipandi rödd allt í einu fyrir aftan þá. Þeir sneru sér við og sáu þá beint inn í hlaup'.ð á stórri skammbyssu. Maðurinn að baki henni var stór og ófétislegur. Hann hélt byssunni stöðugri. Annar mað- ur kom fram úr skugganum, og sá fyrri sagði: — Getið þið sannað, að þið séuð frá lögg- unni? — Hverjir eruð þið? spurði Hawk. — Það kemur þér ekki við. Jæja, hvernig fer þetta? Ætlið þið að gera almennilega grein fyrir ykkur? — Ég hef skjöldinn í buxnavasanum, ef ég má taka hann upp. Sá stóri kinkaði kolli til hins, sem fór aftur fyrir Hawk og renndi hendinni í vasa hans. Hann leit á skjöldinn og sagði: — Allt í lagi. Við vildum bara ekki eiga neitt á hættu. Dyrnar opnuðust fyrir aftan þá, og aftur sneru þeir sér við. Þetta var vel vaxinn og íþróttamannslegur maður á sextugsaldri, næstum tveir metrar á hæð. Maghonylitur- inn á hörundi hans vottaði velsæld í sólinni. Framstæð haka, hvasst augnaráðið og saman- uressaðar varir minntu þó meira á höggmynd en lifandi andlit. — Ég sagði ykkur að semja um tíma. Tónfallið var eins og hann væri að skipa þræli fyrir verkum, og hann dró dýra, bláa innisloppinn fastar að sér til að verjast kul- inu. Hawk stjakaði McNulty til hliðar og gekk inn í húsið, áður en sá síðarnefndi fékk rönd við reist. — Við vissum, að þér mynduð taka vel á móti okkur, sagði Hawk alúðlega. I þessari andrá kom einn manna Hawks í viðbót, með Bronston í eftirdragi. í fylgd með Barney og McNulty gekk Hawk yfir anddyrið inn í stásslega setustofu. Þar bar mest á gríðarmiklu en vel gerðu málverki af McNulty. í hinum enda stofunn- ar lá breiður stigi upp á loft. — Hann fór rakleitt til næsta símaklefa og hringdi til McNulty, hvíslaði vörzlumaður Bronstons, sem kallaður var hershöfðinginn. — Ég hleraði úr næsta símaklefa og greip hann um leið og hann kom út. — Nú, svo Gestapo er mætt með trumbum og lúðraþyt, fnæsti McNulty. Hann var nú aftur rólegur í bragði og hafði sent einka- spæjarana burtu. Bronston flýtti sér til hans. — Ég sagði þeim ekkert, Joe. Það sver ég. Þeir höfðu ekkert upp úr mér. — Seztu og haltu kjafti, svaraði McNulty og sneri sér að Hawk. — Jæja, hvað viltu, eftir að hafa brotizt inn á heimili mitt að náttarþeli? — Hvar eru peningarnir þínir? MvNulty hvæsti að Bronston: — Þú hefur kjaftað, rottan þín! ■— Nei, Joe. Þeir veiddu það. Það var stelpuskratti, sem gat upp á því. McNulty beindi máli sínu aftur til Hawk. — Hvernig veidduð þið. það? Hver sagði frá því? Það hefur verið hann! Hann skók hnefana að Bronston og þrum- aði: — Bölvaður skíturinn þinn! — Víst voru það mínir peningar, sagði hann svo. — Hver einasti eyrir. Heiðarlega fengnir með svita og tárum. Allt mínir pen- ingar. Ég átti ekki svo mikið sem sent með gati, þegar ég hóf nám í pípulagningum fyrir fjóra dollara á dag. — Og nú átt þú tvö hundruð þúsund doll- ara til að gefa fjárkúgara, sagði Hawk hörku- lega. — Og það án þess að segja lögreglunni frá. Hver er það, McNulty? Hver kúgar þig? — Hvernig í ósköpunum á ég að vita það? Það var hringt til mín. Þrisvar í allt. Ég var vakinn um miðja nótt og hótað að börnin min yrðu drepin, ef ég ekki borgaði og þegði. — Hvenær fyrst? — Það er vika í dag. Það var klukkan tvö um nóttina. Það var karlmannsrödd, sem sagði: — Þú átt laglegustu krakka McNulty. Ég spurði, hver þetta væri, og svarið var: — Eru þau ekki tvö hundruð þúsund dollar virði? Ég spurði hvern djöfulinn þetta ætti að þýða, og þá sagði hann, að ég skyldi fara að hugsa fyrir útför þeirra, ef ég græfi ekki upp peningana. Svo lagði hann á, og þarna sat ég .... Konurödd ofan af lofti greip fram i fyrir honum: — Joe, hvað gengur á? — Komdu niður, elskan. Hún sté þokkafull niður þrepin, há og grönn í stuttum, gagnsæjum náttkjól. Fætur hennar voru eins og á listdansara, og svip- urinn á andliti hennar sagði jafn skýrt og stórletrað spjald: GERIÐ SVO VEL AÐ SNERTA EKKI SÝNINGARMUNI. — Nancy, þetta eru lögreglumenn. Það er varðandi peningana. Komdu og seztu. Þegar hún var setzt, sagði Hawk óþolin- móður: — Nú, og svo? Hvað gerðist næstu nótt? — Hann hringdi aftur klukkan tvö. Bæði Framhald á bls. 40 41. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.