Vikan


Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 26
Þessi VOLVO skákar þeim, sem segir frá í töflunni. Hann er 31 árs að aldri og hefur rúllað sem svarar níu ferðum umhverfis jörðina. Alltaf í eigu sama manns. Samanburður sá, sem Vikan birti í suinar á varahlutaverði nokkurra bíl- tegunda, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir hafa þó ekki lesið skilgreining- una, sem fylgdi, nógu gaumgæfilega, því þeir álitu það verð sem tilgreint var, bindandi um aldur og ævi að því er virð- ist, og brugðust hinir verstu við, er í Ijós kom um einstaka hluti sumra teg- unda, að verð þeirra liefur hækkað fl'á því að könnunin var gerð. Aftur á móti hafa engar kvartanir borizt yfir þeim hlutum, sem hafa lækkað frá því Vikan gerði lista sinn. Nokkru eftir að varahlutaverðið birt- ist, barst okkur í hendur listi frá sænsku bílaprófuninni, yfir meðalaldur þeirra bíla sem gengu úr sér á hverju ári frá 1963 til 1968. Þar kemur í ljós, að end- ing hinna ýmsu bílategunda er nokkuð jöfn frá ári til árs, þó um nokkurn mun sé að ræða. Fjórar tegundir af þeim 27, sem hér eru taldar upp, virðast eftir töflu þessari að dæma hafa farið heldur versn- andi en hinar ýmist staðið í stað eða batnandi. Hæstan meðalaldur öll árin hafa þeir Volvoar, sem söfnuðust til feðra sinna, en Volkswagen og Mercedes Benz bítast um næsta sæti og veitir þó Volks- wagen öllu betur. Lestina rekur Mosk- vitch. Vitaskuld gildir sænska könnunin ekki fvrir Tsland, meðfram vegna þess, að hér fer ending bíla örugglega meira en í Svíþjóð eftir því, hve auðvelt er og ódýrt að halda þeim við, „gera þá upp“. í sambandi við lista þennan hinn sænska verður því könnun varahlutaverðs aftur tímabær og kann hún að gera nokkurn mun á meðalaldri lógaðra bíla á Islandi og í Svíþjóð. CHRYSLER stendur sig hvað bezt af þeim bílum amerískum, sem hér eru tilgreindir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.