Vikan


Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 32

Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 32
Og vera honum trú Framhald af bls. 13. Þegar hún hafði fengið vilja sín- um framgengt, langaði Júlíu eigin- lega ekki til að fara. En þar sem hún hafði sótt þetta svona fast, þá var líklega eins gott að gera það bezta úr því. Hún gaf sér góðan tíma til að snyrta sig. Hún vildi vera eins aðlaðandi og mögulegt var, þegar David kæmi að sækja hana. Hún var líka töluvert fyrir það að láta taka eftir sér. Ibúð Hornbyhjónanna var troð- full af fólki, þegar hún kom þang- að. Sara Hornby tók á móti henni. Hún var hávaxin og grönn, og augu hennar titruðu, þegar hún sá að Júlía var einsömul. — Jæja, þú ert þá úti upp á eig- in spýtur sagði hún. — Blessuð komdu inn og reyndu að krækja í einhvern skemmtilegan náunga til að tala við. Eftir stundarkorn hafnaði Júlia í skoti með tveim ballettdönsurum, sem sötruðu tómatsafa. Hún hlust- aði á þá, og leit í kringum sig, eftir einhverjum sem hún þekkti. Þá kom hún auga á þrjár konur, sem stóðu kringum hávaxinn, dökkhærðan mann, og gerðu allt sem þær gátu til að vekja athygli hans. Henni var skemmt við að horfa á þær. Maður- inn var sólbrúnn, andlit hans magurt og svipmikið. — Hann er laglegur, en samt eitt- hvað fráhrindandi, hugsaði hún. — Hann lítur út fyrir að vera .... ja, hann lítur út eins og kvennabósi. Allt í einu sneri hann sér við og horfði beint á Júlíu. Hún roðnaði og leit undan, en þegar hún leit upp aftur, starði hann ennþá á hana. Augu hans voru athyglisverð, brún, með Ijósgullnum flekkjum. Augnahárin voru dökk, og mjög löng. Henni létti töluvert, þegar hann hristi af sér konurnar þrjár, og gekk til Söru, sem stóð nálægt dyr- unum, hinum megin í stofunni. Júlía reyndi að horfa ekki í áttina til þeirra, en hún sá út undan sér að þau horfðu á hana. Þegar hún leit þangað aftur, var maðurinn horfinn, og Sara gaf henni merki um að koma til sín. — Komdu með, ég skal kynna þig fyrir athyglisverðasta manninum í London, sagði hún, þegar Júlía hafði troðið sér gegnum mann- þröngina til hennar. Sara ýkir alltaf, hugsaði Júlía, en fylgdi henni eftir inn í annað her- bergi. Þar var enginn, nema mað- urinn, sem leit út eins og kvenna- flagari. Hann stóð við gluggann og horfði á sólsetrið, og þegar þær komu inn ( herbergið, sneri hann sér við og brosti til þeirra. — Það ætti frekar að dreifa úr fallegu og skemmtilegu fólki, held- ur en að hrúga því svona saman, sagði Sara. — En ég get ekki staðizt freistinguna og kynna ykkur. Ric- hard de Lisle — Júlía Nicholson. Skemmtið ykkur nú, börnin mín. Eg verð að hugsa um hitt fólkið! Og hún þaut út úr herberginu. Júlía óskaði þess innilega að hún hefði getað farið.með henni. Mikið hafði hún verið heimsk! Richard de Lisle. Hann hlaut að halda að hún væri með leikdellu, og óskaði eftir hlutverki í næstu kvikmynd hans. Hún starði ! glasið sitt og kom ekki upp nokkru orði. Hann hló. — Sara kynnir alltaf fólk á furðu- legan hátt. Það tekur mann fimm mínútur að jafna sig. — Ég er ekki leikkona, og hef ekki áhuga á því að verða það, sagði Júlía. Hann hló hjartanlega. — Ég hélt það ekki heldur. Leikkonur roðna ekki. Komið hér og lítið á sólarlagið. Utsýnið úr glugganum var töfr- andi. Himinninn handan við græn trén purpurarauður. Nágranninn var að slá blettinn sinn, og hljóðið í sláttuvélinni heyrðist greinilega inn til þeirra. Júlía fann fyrir hrolli. — Er yður kalt? spurði hann, Fjarlægið naglaböndin á auSveldan hátt *Fljótvirkt *Engar sprungur * Hreinlegt * Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann í handtösku. Cutipen fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. Cutipe^v Fyrir stöKkar neglur biðjið um Nutri- nail, vítamínsblandaðan naglaáburð sem seldur er í pennum jafn hand- hægum í notkun og Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. MÖLIER & C O. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK laut áfram og lokaði glugganum. Hún hristi höfuðið. — Nei, en það er ilmurinn af ný- slegnu grasi. Það minnir mig alltaf á boltaleikinn í skólagarðinum. Ég var alltaf verst í íþróttum í bekkn- um, ég var svo feit. Það hlógu allir að mér. Ricahrd de Lisle tók upp sígar- ettupakka og bauð henni. — Þegar ég var í skóla, var ég svo óhugnanlega langur, hærri en allir hinir. Það var hræðilegt. En svo fór ég að vaxa á þverveginn, og þá lagaðist allt. Ég komst að því að það voru töluverð hlunnindi að vera svona langur. Ég sá betur en allir aðrir á samkomum, og ég gat Hka litið niður í flegin hálsmál. Júlía fór að hlæja og lyfti glas- inu sínu. — Skál fyrir okkur, við erum komin yfir þessi vandrækði, sagði hún. Hann leit á hana. — Drottinn minn, hve þér eruð töfrandi. Hvar í fjandanum er eig- inmaðurinn? — Hann þurfti að vinna yfir- vinnu. Hann var ekki hrifinn af því að ég færi hingað ein. Við þrefuð- um um það. — Ég skil hann vel. Ef þér vær- uð mín kona, þá myndi ég læsa yð- ur inni. Hún hafði aldrei hitt nokkurn VIÐARÞIL3UR í miklu úrvali. # Viðartegundir: eik, askur, álmur, beyki, lerki, fura, valhnota, teak, mansonia, caviana. HARÐVEÐUR og Þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir. * Harviðasalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670 V____________________________________/ 32 VIKAN «■tbl- mann, sem svo auðvelt er að tala við. Hún fékk að vita að hann væri kvæntur og ætti tvö börn í heima- vistarskóla, svo hann hlaut að vera töluvert eldri en hún hafði haldið. Hann sagði henni líka að kvikmynd- in sem hann var að vinna að, væri tekin upp í upptökusal, rétt hjá vinnustað hennar. Hún sagði hon- um frá starfi sínu, frá David og kettinum Hopkins. Þau voru í hrókasamræðum um kattamat, þegar Sara stakk höfðinu inn um dyragættina, og sagði að það væri sími til Richards. — Mér þykir það leitt, en ég verð að fara, sagði hann, þegar hann kom inn aftur. Það var gaman að tala við yður, og ég vona að við hittumst bráðlega aftur. Júlía var dálítið vonsvikin, þegar hún sá að hann kvaddi Hornby- hjónin. Hann hafði ekki einu sinni spurt um símanúmer hennar. En svo hressti hún sig upp. Hún varð líka að muna að hún var gift kona! En það gladdi hana að hann sneri sér við í dyrunum og horfði í áttina til hennar.... Þegar David Nicholson kom, nokkrum mínútum síðar, til að sækja konu sfna, fannst honum að hún hefði aldrei verið jafn falleg. Og þegar þau komu heim, áttu þau yndislegt kvöld saman, voru ham- ingjusamari en nokkru sinni fyrr. — Ég á dásamlegan mann, hugs- aði Júlía um leið og hún sofnaði. Næsta dag var hún hálf utan við sig á skrifstofunni. Klukkan fjögur hringdi hún til Söru, til að þakka henni fyrir síðast. — Þetta var ágætt samkvæmh sagði Sara. — Og þú gerðir lukku! — Hvað áttu við? — Þú varst ekki búin að vera hér ( tíu mínútur þegar Richard de Lisle kom æðandi til mín, til að vita hvér Framhald á bls. 36. --------------------------------s. — Hvar er hitt rúmið? V______________________/

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.