Vikan


Vikan - 09.10.1969, Síða 37

Vikan - 09.10.1969, Síða 37
r NYTT ffifl RAFHA 56 LlTRA OFN NAEÐ UÓSI, yfir- og undirhita stýrt me8 hita- stilli. Sérstakt glóSarstelkar- element (grill). Klukka meS Timer. _____________________I Það voru David og Suzy. — Eg gleymdi lyklinum mínum, sagði hann glaðlega. — Ég tók Suzy með mér, svo hún gæti farið í bað og skipt um föt hérna. — Það er ágætt, sagði Júlía, og þvingaði fram bros. — Komdu upp. Hún fékk Suzy hreint handklæði og settist fyrir framan spegilinn í svefn- herberginu til að Ijúka við snyrting- una. — Hvers konar fatnaður er þetta, sagði David, þegar hún kom niður. Hann starði furðu lostinn á rósrauða buxnadragtina. — Finnst þér hún ekki falleg? sagði hún. — Ja, jú, hún er að minnsta kosti athyglisverð. Heldur flegin að aftan. En liturinn fer þér vel. Aftur var hringt, þótt rúmar tíu mínútur væru þar til von var á gest- unum. Júlía fór til dyra. Það var Rolly Farebrother. Hún varð fjúk- andi vond út í David, og það mun- aði minnstu að hún skellti í lás, við nefið á Rolly, en hann komst inn — rétti henni stóran blómvönd og rak henni rembingskoss. — Til hamingju, til hamingju, litla kerlingin mín. Þú lítur ekki út fyrir að vera einu ári eldri en fimmtug. Þú ert bara eins og kynbomba í þessum fötum, — ertu á leiðinni í rúmið. David sagði að hér yrði fullt af fínum konum, svo ég flýtti mér, ég vil ekki missa af neinu. Suzy kom niður og settist í dag- stofunni. Rolly var ekki lengi að setjast hjá henni. Húsbóndi Júlíu og konan hans voru næstu gestir. Júlía reyndi eftir mætti að halda þeim frá Suzy og Rolly, og stóð með þeim I borð- stofunni, eins lengi og hún gat. Svo fór fólkið að streyma inn. Það leið ekki á löngu áður en Suzy var um- kringd af herrum, svo hún þurfti ekki að láta sér leiðast. Júlía heyrði, sér til mikillar skelfingar, að Rolly var að segja konu húsbónda hennar eina af sínum allra grófustu sögum. Svo heyrði hún rödd Davids. Hann tal- aði við konu, sem var að koma inn. Hún gekk brosandi móti Júlíu. — Ég óska til hamingju. Ég heiti Genvieve de Lisle. Ég er kona Rich- ards. Hann er þarna úti að reyna að koma bílnum fyrir. Konan leit út fyrir að vera rúm- lega þrítug. Fötin hennar voru síð- ur en svo snyrtileg, og hún var al- gerlega ómáluð. En það var eitt- hvað notalega skemmtilegt við hana. David virtist hrifinn af henni, og leiddi hana inn, til að kynna hana fyrir hinum gestunum. En svo stóð Richard ( dyrunum. Hann var myrkur á svipinn, en Ijóm- aði upp, þegar hann sá hana. Hún fékk ákafan hjartslátt, og langaði mest að kasta sér í faðm hans, og BHAB ER OBKIH IflHS llð«? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Slðast er dregið var hlaut verðlaunin: Sólrún Kristjánsdóttir, VitilsstöSum. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimili Örkin er á bls. 41 4i. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.