Vikan


Vikan - 09.10.1969, Síða 45

Vikan - 09.10.1969, Síða 45
Nýr hernsófi Raðsett með mjnkum púðum, vakti mikla athyglí á Húsgagnavikunni, framleiddnr undir ábyrgðarmerki meistarafélaganna. Búlstrarinn Hverfisgötu 74 - Sími 15102 líka að ganga af mér dauðri. Er það ekki? — Hann lofaði að afturkalla sendimanninn, en héLt því svo fram, að hann hefði sagt ósatt: Hann hefði engan sent. Satt að segja vitum við ekki, hverju við eigum að trúa. Og ég er ekki viss um, að ég hefði átt að segja þér þetta. — Jú, ég er því fegin. Annars hefði ég kannski sýnt óvarkárni. — Eitt enn: Ef málið hefur ekki tekið enda í fyrramálið, aktu þá á miðakreininni, þegar þú ferð til skrifstofunnar. Og aktu og gakktu með jöfnum hraða. — Hvað á ég að gera við pen- ingana — ef hann hefur ekki samband við mig? — Láttu þá aftur í ofninn. Og eitt enn, Helen: Þakka þér fyrir samvinnuna! Helen sat lengi grafkyrr, áður en hún tók aftur til við talning- una. Upphæðin var rétt. Hún gekk aftur frá seðlunum, batt utan um kassann og stakk hon- um í ofninn. Hún gekk aftur úr skugga um, að allt væri í lagi með glugga og dyr, hnipraði sig síðan í hæg- indastólinn í stofunni og mókti fram í dögun. Þá var hana farið að verkja í alla skanka eftir að sitja svo lengi hreyfingarlaus. Um leið og hún reis upp, suð- aði vasasendirinn. Hún stökk að tækinu, þrýsti á sendihnappinn og svaraði: — Já, ég heyri! — Hlustaðu nú vandlega, því ég er tímabundinn. Eru allir pen- ingarnir þarna? Taldir þú þá? — Þeir eru allir, og ég sé ekki betur en þeir séu ófalsaðir. Allt í einu varð hún gagntekin hræðslu og viðbjóði. Hún kom röddinni óljóst fyrir sig. Hún reyndi að rifja upp, hver ætti hana. En hann hafði náttúrlega breyzt, var orðinn eldri. Hún yrði að láta sem ekkert væri. Hann mátti ekki vita, að hún hafði þekkt röddina. — Láttu peningana í skottið á bílnum, en læstu því ekki, sagði hann fljótmæltur. — Bittu skott- lokið aftur með snæri, sem hægt er að skera í sundur. — En bíllinn stendur á bíla- stæðinu allan daginn, mótmælti hún. — Gerðu sem ég segi, og vertu ekki með mótmæli. Ég ætti að drepa þig strax nú, þegar þú kemur út úr íbúðinni! Heldur þú að ég viti ekki, að þú fórst til lögreglunnar? Þetta var reiðarslag. — Það hef ég ekki gert! Ég sver, að ég hef ekki gert það! — Ljúgðu ekki að mér, stelpa. Þú talaðir við hana fyrir þremur klukkutímum — þremur klukku- tímum! Heldur þú, að ég hafi engin sambönd? Ég veit allt, sem gerist á lögreglustöðinni. Og þú hafðir lögguna allt í kringum þig, þegar þú sóttir peningana! Hún var þvöl af köldum svita, þegar hún svaraði. — Þetta er ekki rétt. Þú verður að trúa mér. — Þetta þýðir ekki við mig. Sambönd mín hafa sagt mér allt af létta. — Þá ljúga þau. — Ég gef þér eitt tækifæri enn, Helen litla! Eitt einasta tækifæri! sagði hann með lágri, harðri rödd. Framhald í næsta blaði., Jackie .... Framhald af bls. 11. komizt i mestu vandræði við þessar ráðagerðir. Þegar þau fóru öll saman til að líta á húsastæðið, notaði Jackie allskonar merkja- mál til að láta í það skína hvað hún vildi. Hún stóð þá fyrir aft- an Onassis, gretti sig eða hristi höfuðið, þegar hann kom með tillögur sínar. Vesalings Ari fann fljótlega að hann var afvopnað- ur. Að lokum fékk Jackie vilja sínum framgegnt, og fékk mann sinn til að samþykkja að byggja heldur mörg lítil hús, heldur en stóra höll. Á þennan hátt virðist Jackie ætla að tryggja það að hugmynd- ir Aris um að safna fjölskyld- unni saman á Skorpios verði ekki framkvæmanlegar. Það yrði ein- faldlega ekki pláss fyrir alla. En þrátt fyrir allar tilraunir sem Jackie gerir til að halda Onassis frá Tinu, veit hún að hann hefir alltaf samband við hana. HÚN VERÐUR AÐ VERA Á VERÐI Jackie veit, að þegar Ari var á biðilsbuxunum vegna Tinu í gamla daga, þá sigldi hann á hraðbát, fram og aftur um Oyster Bay, með áletraða oddveifu í stafni. Á hana voru letraðir staf- irnir TILY (Tina I love you). Jackie hefir sagt við, systur sína, að svo sterkar tilfinningar eigi sér venjulega djúpar rætur. Vegna þessa alls, hefir Jackie áhyggjur af varanlegri vináttu milli eiginmannsins og fyrrver- andi konu hans, og trúir ekki of vel þeim fullyrðingum hans, að það sé aðeins barnanna vegna. Jackie er kona, og þessvegna er hún hrædd um að eitthvað sé eftir af æskuástinni. Það er svo sem ekkert undar- legt að Jackie sé afbrýðisöm og ergileg. Hún veit að hún verður að vera á verði. ☆ 4i. tw. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.