Vikan


Vikan - 09.10.1969, Síða 48

Vikan - 09.10.1969, Síða 48
 1 augum Honorine var þetta fallegasta dýr, sem skapað hafði verið og hún unni þvi meir en nokkru öðru. Það þurfti töluvert til að fá hana til að leyfa leikfélögum sínum Bartholomew og Thomasi að koma nokkursstaðar nálægt honum. Húninn, sem hlaut nafnið Lancelot eftir söguhetju, sem börnunum hafði verið sagt frá, varð ásteitinjgsefni milli Cantors og Honorine. Strax og veðrið skánaði hafði Cantor eins og aðrir farið upp í hæð- irnar, en hann fór í mjög ákveðnu augnamiði. Hann var að leita að dýri, sem hann hataði, illgjörnu og slóttugu kvikindi, sem hafði étið næstum alla hérana og kanínurnar, sem náðst höfðu í gildrurnar yfir veturinn, meðan hann sjáifur, Cantor, dróst magnlitill frá cinni gildr- unni til annarrar í von um að finna einhverja kjötögn til að hafa með sér heim. Þau vissu öll hver sökudólgurinn var. Það var hinn hataði ræningi skógarins, jarfi eða fjailfress, skepna sem var gersamlega ólik öllum öðrum skógardýrum. Hún er jafn grimm og herská og hreysi- köttur og raunar af sömu fjölskyldu, en stærri en bifur. Cantor fann þennan svarna óvin sinn, kvendýr og drap það, en tók fresslinginn með sér heim, lítið, úfið kvikindi á stærð við kött, sem þá þegar var farið að láta skína í hvassar tennur. —• Þú ert asni að burðast með þetta, drengur minn, sagði Eioi Macollet og yggldi sig yfir fundi Cantors. — Það er ekkert til i þessu nema illska og svik. Þetta er andstyggilegasta skepnan i skóginum. Indíánarnir segja að djöfullinn búi í henni og þeir koma hvergi í dal, þar sem þeir vita að jarfinn á hreiður sitt. Þeir koma ekki hingað meir. — Það verður þá bara þeim mun rólegra hér, svaraði Cantor og hélt upp á dýrið. Hann kallaði það enska nafninu Wolverine. Wolverine yggldi sig framan i vesalings Lancelot og gerði hann dauðhræddan. Einn daginn komst hún að húnanum og beit hann og Honorine varð svo reið, að það fór ekki framhjá neinum í Wapassou. Hún rauk af stað í leit að barefli, hníf, sveðju eða hverju, sem hún gæti drepið Wolverine með. Eftir að Cantor hafði bjargað gæludýri sínu í hæfilega fjarlægð gerði hann gabb að reiði litlu stúlkunnar. — Nú veit ég hverjum á að flá höfuðleðrið af, sagði Honorine. — Það er Cantor! Kátína Cantors jókst um ailan helming og hann yfirgaf hana um leið og hann kallaði hana ungfrú Bifur, gælunafn, sem hann hafði gefið henni vegna þess að hann sagði að augun í henni væru eins og í bifri. — Hann kallaði mig ungfrú Bifur, vældi Honorine og fór að gráta við þessa svívirðingu. Angelique tókst að hressa hana ögn með því, að benda henni á að bifur væri mjög fallegt dýr og það væri ekkert til að láta sér leiðast og svo fór hún með Honorine og Lancelot til að skoða nýju íbúana á tjörninni hinum megin við fjallið, sem framleiddu jafn mikinn hávaða og skógarhöggsmenn, þegar þeir felldu trén sín og voru önnum kafnir við að byggja sér samastaði. —- Þarna sérðu! Bifrar eru íaliegir og þú ert jafn falleg og þeir. Honorine hafði svo gaman að horfa á bifrana, fima og fjöruga, stinga sér og synda I tæru vatninu, að hún tók igleði sina aftur. En deilan milli hennar og hálfbróðurins var ekki þar með búin. Hún rauk upp aftur við gamia manninn i fjallinu. Það þurfti mjög lítið til að koma illu af stað milli þessa spunastutta unglings og uppstökku, litlu stúlkunnar. 1 vestrinu mynduðu klettarnir umhverfis Wapassou skörðótta mynd, sem til að sjá var eins og vangasvipur gamals indiána eða einhvers annars gamals manns. Ef til vill ofurlítið ræningjalegum. Sérstaklega var þetta áberandi þegar sólin var komin handan yfir þessa snös. Allir dáðust aö þessu og horfðu á gamla manninn fýlulegan á morgnana, en glottandi hæðnislega á kvöldin. Honorine var sú eina, sem ekki sá þetta andlit. Hún starði stóreyg og reyndi að sjá mismunandi kennileiti, sem henni var bent á, en þegar hún sagðist sjá andlitið vantaði sannfæringuna í þá fullyrðingu og hún 48 VIKAN «■tbL var greinilega til þess eins gerð, að koma í veg fyrir að hinir gerðu grín að henni. I raun og veru sá hún ekki neitt. Cantor lét ekkert tækifæri framhjá sér fara með að striða henni á þessu og sagði, að hún væri ekki aðeins bifur, heldur öllu líkari mold- vörpu, en Honorine starði þungbúin á fjaliahliðarnar og reyndi að koma auga á gamla manninn. Morguninn eftir stríddi Cantor henni enn einu sinni á þessu og enn einu sinni flaug hún á hann og barði af öllum mætti og grét svo hátt að Joffrey de Peyrac sjálfur kom þjótandi til. — Hvað gengur á? — Allir vildu að ég væri dauð, sagði Honorine skælandi. — Og ég á ekki einu sinni vopn til að verja mig. Greifinn brosti, kraup við hlið litla barnsins, strauk því um votar kinnarnar og hét henni þvi að ef hún hætti að skæla skyldi hann gera handa henni byssu, sem bún mætti eiga sjálf og úr henni skyldi vera hægt að skjóta litlum blýkúlum. Þar að auki átti hún að vera með silf- urskefti, sem hún gæti notað fyrir stríðsöxi. Angelique sneri sér að Cantor, sem hafði virt allt þetta fyrir sér dreisugur á svip. —Ekki stríða henni á gamia manninum í fjallinu. Hverju máli skiptir það þótt hún geti ekki séð hann? Þú ert engu bættari með að gera lítið úr henni. — Hún er heimsk og löt. — Nei, það er hún ekki. Hún er aðeins fjögurra ára. Hvenær æti- arðu að verða fullorðinn Cantor? Það er svo barnalegt af þér að stríða barni á hennar aldri. — Það dekra allir við hana og láta svo mikið með hana, svaraði Cantor þrákelknislega. Svo strunsaði hann burtu, tautandi svo hátt að vel mátti heyra: — Ég iæt aðra um það að vera þræla þessa spaugkrakka, ég geri það ekki. Þetta snart Angelique djúpt. Hún heyrði það sem hann sagði, enda hafði sneiðin verið ætluð henni. Hún stóð eins og negld við staðinn eins og lömuð af einhverjum skyndilegum sársauka, svo fór hún upp i her- bergið sitt og lokaði að sér. Fyrst hafði hana iangað til að reka Cantor utanundir, að hrista hann ákaflega, og......Já, henni hefði verið trú- andi til að slá hann niður. Hún var æfareið yfir sperringi og miskunnar- leysi þessa drengs, sem öllum þótti vænt um og sýndu umhyggju, sém átti föður, sem kenndi honum ótrúlegustu hluti af mestu þolinmæði, sem át.ti vini, næstum þjóna sem voru fullir virðingar í hans garð, því hann var sonur húsbóndans, og þekkti sin réttindi og þó vogaði þessi sonur að leika hlutverk afskipta barnsins fyrir henni. Hann hafði verið leyndur þyrnir I holdi hennar allan veturinn, þvi þótt hún hefði notið þess að tala við syni sina, syngja með þeim og hlæja með þeim, og Cantor lék á gitarinn sinn, þegar hann var glaður og góður félagi, hafði hún aldrei komizt hjá að finna einhvern drumbs- hátt hjá honum og smám saman varð þetta að illa dulinni úlfúð. Það var öðru nær en að tíminn læknaði sár hans, það leit út fyrir að hann gerði þau verri, því Cantor var alltaf að verða viðskotawerri og kjaft- forari og hún vissi ekki hvað það var, sem hann gat ekki fyrirgefið henni: að hún hafði verið aðskilin frá þeim svo lengi, sem hefði verið hlægilegt með tilliti til aðstæðna, eða hvort hann með sínum barna- lega einstrengingshætti, gæti alls ekki gert sér að góðu, að hún hefði iifað svo frjálslegu lifi meðan á aðskilnaði hennar og föður hennar stóð. Vafalítið var það sitt af hvoru, sem vafðist fyrir honum og Angelique fannst að hún gæti ekki farið að útskýra fyrir syni sínum að „fimmtán ára“ ekkjustand hefði verið nokkur réttiæting fyrir því frjálsræði, sem hún hafði ieyft sér, en á hinn bóginn hefði allt umhverfið þröngvað því upp á hana. Unga fólkið er einstrengingslegt og verður að öðlast þroska, áður en það getur skilið suma hluti, hugsaði Angelique. Hún hafði veitt sjálfri

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.