Vikan


Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 50

Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 50
við að drepa. Svo heldur þú inn í borgirnar sem sigurvegari. Þú munt n.ióta sigursins. Þú verður ölvaður og þú nýtur kvenna. Kemur þú svo til með að hafa áhyggjur af fórnarlömbum þínum á eftir? Nei! Svona er stríðið! Varðar þig nokkru þótt þær deyi af smán? Hvort þær kasta sér ofan af næsta múrvegg? Nei, auðvitað ekki, því þetta er stríð. Og þegar allt kemur til alls er það ekki svo hræðilegt að sagt er: — Þegar herir fagna sigri sínum glata konurnar heiðri sínum, var Rebekka gamla vön að segja. Segðu mér nú, hvað finnst þér að kona eigi að gera, þegar hún uppgötvar að hún ber barn undir brjóst- um, sem getið var í striði á þennan hátt? Hvað heldur þú að hún geti gert? Drepið það? Drepið sjálfan sig? Við og við gerist það að kona íæðir barn, sem til er komið á þennan hátt, elur það upp og ann því og reynir að tryggja þvi hamingjusama ævi, vegna þess að það er barn — hennar barn. Skilurðu það? Skilurðu það? _ SÖGUSAFN WTCHCOCKS ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR A.lfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. — Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar í stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en varði kominn í hóp áhrifamestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu lostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegsu, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVÍK Og enn einu sinni endurtók hún: — Skilurðu það? Hún horfði fast í augu hans. Svo hvörfluðu augu hennar aftur út yfir dalinn sem breiddi úr sér fyrir framan þau og áin gjálfraði hljóðlega. Það verður að hafa það, hugsaði hún, — Það verður að hafa það þótt hann skilji ekkert, þótt hann sé harður eins og klettur! Það er honum sjálfum verst; látum hann fara burtu. Látum hann verða að karlmanni, hjartalausum hrotta — Látum hann fara. Ég hef gert það sem ég get! Hún beið andartak en leit svo snöggt á hann og sá að varir hans skulfu. — Ef það er svona, sagði hann loðmæltur, — ef það var raunveru- lega svona, ó mamma fyrirgefðu mér þá! Fyrirgefðu mér! ................ Ég vissi ekki ...... Hún hafði ekki búizt við þessum viðbrögðum og hún þrýsti höfði hans þétt að brjósti sér, strauk yfir hárið á honum og endurtók hvað eftir annað: —- Svona nú, það er ekkert. Svona nú, litli vinur! E'innig þannig hafði hún gert, þegar hann var barn og hún minntist Þess hve fíngert og mjúkt hár hans hafði þá verið, en nú var það þykkt og hrjúft. — Svona nú, endurtók hún. — Svona nú Cantor. Fortíðin hefur engan rétt til að láta okkur þjást. Okkur er borgið, Cantor. Við erum saman aftur. Öll, sem erum fædd til að vera saman, en örlögin skildu sundur. Það er það eina sem skiptir máli fyrir mig! Og gráttu svo ekki meir. Hann hætti smám saman að snökta. Þýð rödd hennar og höndin, sem strauk hárið slakaði á spennunni, kom í veg fyrir að iðrun og vor- kunnsemi næði tökum á honum. Hún endurtók hvað eftir annað, að lífið væri það eina, sem máli skipti og hvað hana snerti, að vera í nánu sambýli við þá sem hún unni, eins og núna, það væri hreinasta himnaríki og að fögnuður hennar yfir að finna Cantor, son sinn aftur, eftir að hafa álitið hann dáinn svo langan tíma, bætti fylli- lega upp hve uppstökkur hann hafði verið. Svo hann reyndi að brosa og soga upp í nefið, en reyndi ekki enn að lyfta höfðinu. Og hún hélt honum að sér, skynjaði djúpt að þetta var sonur hennar, hoid af henn- ar hoidi og að hún gat enn gert mikið fyrir hann, lengi enn, því tengsl móður og sonar batt þau saman og ekkert getur komið í staðinn fyrir þau. Hann hvarflaði frá henni; áður en hanp reis á fætur leit hann á hana með alvarlegu augnaráði, augnaráði, sem breytti öllu svipmóti hans og gerði bann mörgurn árum aldrei. — Fyrirgefðu mér, endurtók hann. Og henni fannst allt i einu, að það væri karlmaðurinn i honum sem bæði hana fyrirgefningar, í nafni allra karlmanna. Hún tók andlit hans milli handa sér. — Já, ég fyrirgef þér, sagði hún þýðlega. — Ég fyrirgef þér. Svo, þegar hann stóð upp fór hún að hlæja. — Er þetta ekki hlægi- legt? Þú ert hálfu höfði hærri en ég. 88. KAFLI Þar sem þau stóðu þarna, bæði djúpt snortin, fannst Angelique hún heyra dauft bergmál af snökkti Cantors enduróma um allan skóginn. Þetta var óskiljanlegt fyrirbæri. Hún hélt fyrsi að tilfinningar henn- ar væru að gera henni einhverja brellu, en svo varð henni ljóst, að þótt undarlegt mætti virðast var þetta hljóð raunveruiegt, því það nálgaðist í stað þess að hverfa í fjarska. Bráðlega heyrði hún líka stunið. —• Heyrirðu þetta líka? spurði hún son sinn og sneri sér að honum. Hann sperrti eyrun. Hann kinkaði kolli og dró hana með sér út fyrir stíginn, bak við runna. Raddir og grátur á þessum eyðilega stað! Nicholas Perrot hafði sagt, að það gætu aðeins verið þjáðar sálir eða ........ — Uss, sagði Cantor. Raddirnar nálguðust og þau heyrðu greinilega að hópur fólks gekk í gegnum grasið. Indíáni kom i ljós fyrir bugðu á ánni og gekk með ánni. Þetta var hávaxinn maður, á litinn eins og rauður leir, en afskræmdur af rauðri og hvítri stríðsmálningu og i fitustorknum hárhnútnum uppi á höfð- inu voru sneplar af skinnum, fjaðrir og broddgaltarbroddar. Hann var með múskettu í hendinni. Teppið, sem hann hafði yfir öxlunum virtist þungt af vatni, því það hafði rignt síðast um morguninn. Indí- áninn var langt að kominn. Hann hlaut að hafa gengið hvíldarlaust, jafnvel meðan snarpasta skúrin gekk yfir. Hann gekk hægt, en jafnt, drúpti höfði og var þreytulegur, þar sem hann fylgdi árbakkanum. Hann var næstum kominn að litla runnanum, þar sem Angelique og Cantor földust á bak við og þau sem vissu hve ákaflega lyktnæm- ir Indíánarnir eru, bjuggust við að hann þefaði þau uppi þá og þegar, en i sama bili kom fleira fólk í ljós fyrir bugðuna. Það var Indíáni, síðan hvít kona i rifnum tötrum, ógreidd og fjarska óhrein og hún studdist við Indíánann. Síðan kom önnur kona spölkorn á eftir þeim. Hún bar tveggja ára dreng í fanginu og það var grátur hans, sem þau höfðu heyrt. Konan var gersamlega örmagna og gekk líkt og í svefni. Þessu næst komu tveir Indíánar, annar þeirra bar á að gizka fimm eða sex ára gamlan dreng, en hinn stúlku, sem virtist ögn eldri og var sofandi, ef hún var ekki meðvitundarlaus. Síðan kom hvítur maður, sem dró annan á eftir sér. Báðir voru klæddir í tötra, rifna skyrtu og buxur, and- litin og handleggirnir þakin skrámum, síðan barn á að gizka tólf ára gamalt, með fjarrænt yfirbragð, sem var hlaðið eins og asni með sundurlausu safni af pinklum og ýmsum hlutum, með tinkrús á höfðinu. Svo loks, síðast í hópnum og eins og essreki, sem rekur heilt stóð á undan sér kom einkennilegur og hátiðlegur Indíáni, sem lét sveðj- una vega salt i annarri hendi sér en stríðsöxina í hinni. öll réttindi áskilin, Opera Mundi, Parls — Framh. í næsta blaði. 50 VIKAN 41 tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.