Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 5
inni að birta bréf á fáránlegu
„slangi“, sem aðeins ákveðinn
aldursflokkur skilur.
Ég geri það að tillögu minni
til þess að reyna að bæta ástand-
ið í þessum efnum, að VIKAN
efni til bréfasamkeppni. Sá sem
skrifar bezta bréfið um eitthvert
tiltekið efni, fær verðlaun. Mér
er sagt, að slík samkeppni fari
stundum fram í erlendum blöð-
um, enda gæti árangurinn orð-
inn skemmtilegur og keppnin í
heild ofurlítil hvatning til manna
um að vanda sig, þegar þeir
skrifa bréf, og sýna hvað þeir
geta, þegar þeir stinga niður
penna.
Virðingarfyllst,
H. H.
Það er anzi mikið til í þessu
bréfi. Pósturinn veit það manna
bezt, að margir íslendingar, sem
eiga þó að heita sæmilega
menntaðir, eru alls ekki sendi-
bréfsfærir. En ætli skólamir eigi
hér ekki einhverja sök? Við tök-
um hina ágætu hugmynd til at-
hugunar og þökkum síðan bréf-
ið frá H. H., sem hefði þó mátt
vera betur stílað, fyrst það fjall-
aði nú um þetta efni.
Kvenleg skynsemi
Kæri Póstur!
Vandamál mitt er líklega ekk-
ert einsdæmi, en bagar mig þó
mikið og hefur gert það lengi.
Þannig er mál með vexti, að yf-
irleitt er ég álitin heldur heimsk
af karlmönnum. É’g mundi ekk-
ert kippa mér upp við þetta, ef
ég væri falleg, en nú er því ekki
að heilsa. Og ég gæti ekkert sagt
við þessu, ef þetta væri satt. En
ég veit með vissu, að það er að-
eins úlit mitt, sem bendir til
þess, að ég sé heimsk og auk
þess er eins og allt komi öfugt
út úr mér, þegar ég er að reyna
að láta ljós mitt skína.
Gefðu mér eitthvert gott ráð
við þessu, Póstur minn.
Með þakklæti fyrir allar góðu
framhaldssögurnar, sérstaklega
kvikmyndasöguna „Fjarri heims-
ins glaumi". Hvenær verður
myndin sýnd?
H. S.
Gamall málsháttur hljóðar svo:
„Skynsöm stúlka ætti umfram
allt að vera svo skynsöm, að hún
líti ekki út fyrir að vera það“.
Samkvæmt þessu skaltu ekkert
kippa þér upp við, þótt einhverj-
ir gárungar álíti þig heimska. Þú
skalt aðeins glotta með sjálfri
þér, af því að þú ein veizt, að
hið rétta er alveg öfugt. —
„Fjarri heimsins glaumi“ verður
að öllum líkindum jólamyndin í
Gamla bíói á þessu herrans ári,
sem senn er að Ijúka.
Vesælir vegfarendur
Kæri Póstur!
Ég hef skrifað þér tvisvar
sinnum áður og í bæði skiptin
birtir þú bréfin mín skilmerki-
lega og þakka ég þér fyrir það.
Þessi tvö ágætu bréf mín fjöll-
uðu bæði um sama efnið. Og enn
er ég við sama heygarðshornið.
Mér þykir bara verst, að þessi
framtakssemi mín skuli engan
árangur hafa borið enn. En ég
er ekki á því að gefast upp, og
þess vegna sezt ég enn einu sinni
niður og skrifa þér um þetta
hjartans mál mitt.
Það sem ég ber svo mjög fyrir
brjósti er velferð hinna vesælu
vegfarenda, þ. e. a. s. þess fá-
menna hóps fólks, sem ekki hef-
ur efni á að eiga bíl og verður
að fara fótgangandi allra sinna
ferða um bæinn. Þetta fólk hef-
ur enn ekki haft manndóm í sér
til að stofna með sér samtök eins
og bílaeigendur eru búnir að
gera fyrir löngu og einstæðar
mæður og feður hafa nýverið
gert. Það er til háborinnar
skammar, hversu réttur fótgang-
andi fólks er fyrir borð borinn.
Bíleigendur virða bókstaflega
rétt vegfarendanna að vettugi,
og maður má þakka sínum sæla
fyrir að sleppa lifandi úr um-
ferðinni. Ég get nefnt sem dæmi,
að ég þarf að fara yfir götu, þar
sem mikil umferð er svo að segja
allan liðlangan daginn. Sam-
kvæmt reglunum eiga bílar að
stanza við zebrabrautirnar skil-
yrðislaust og hleypa þeim yfir,
sem bíða eftir að komast yfir
götuna. En þetta gera þeir alls
ekki lang flestir. Maður þarf
stundum að bíða í fimm til tíu
mínútur, þar til einhverjum Mis-
kunnsömum Sgmverja úr hópi
bíleigenda þóknast að stöðva
farkost sinn.
Mér finnst alveg ótækt að
níðzt sé svona freklega á rétti
okkar, hinna vesælu vegfarenda.
É'g bið þig, Póstur minn, að
leggja mér í þriðja skipti lið í
þessu brýna baráttumáli, um leið
og ég þakka þér fyrir allt gam-
alt og gott.
Göngu-Hrólfur.
Póstinum finnst sjálfsagt, að
Göngp-Hrólfur taki nú á sig
rögg og stofni samtök vesælla
vegfarenda. Slík samtök gætu
aflað sér ýmissa tekna, svo sem
með fjárstyrk frá ríki og hæ,
happdrættissölu og ýmsum öðr-
um ráðum. Kannski að allir með-
limir samtakanna verði svo efn-
um búnir fyrir rest, að þeir geti
keypt sér bíl!
Ronson
HARÞURRKA HEIMILANNA
TILVALIN TIL JÖLAGJAFA
EINKAUMBOD:
I. GUÐMUNDSSON & CO. HF., REYKJAVÍK
5
51. tbi. ynCAN