Vikan


Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 7

Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 7
SEGIST KRISTUR ENDURFÆDDUR Þegar Sathyanarayana Raju fæddist hóf tcimbura fjölskyld- unnar að spila óvænt og skyndi- lega, án nokkurrar hjálpar, og cobraslanga birtist undir vöggu hans. Sem barn sýndi hann alls kyns dulræna hæfileika og þeg- ar hann var 13 ára kom hann dag einn heim úr skólanum og sagði móður sinni, sem er virðu- leg húsmóðir í Puttaparti-þorp- inu, að hann væri ekki lengur Sathya, sonur hennar. „Eg er Sai Baba. Ég lít ekki á sjálfan mig sem mann skyldan þér. Verk bíður mín. Bhakthas (átrúend- ur) bíða mín. Vertu sæl. Tilbiddu mig á hverjum fimmtudegi." Nú er Baba fjörutíu og tveggja ára og hefur að sögn unnið kraftaverk af ýmsu tagi síðan þetta gerðist. Meðal annars hef- ur hann breytt vatni í benzín, lifað af fjögur hjartaslög í röð án þess að njóta nokkurrar lækn- ishjálpar, bjargað flugvél frá því að hrapa með því að birtast við hlið flugmannsins á síðustu stundu og hitt og þetta fleira. Og í hverjum nóvembermánuði þyrpast 50 þúsund Indverjar til Puttaparti til að halda upp á af- mæli hans —• sem ætti að vera nokkuð tilþrifamikil hátíð eftir öllu þessu að dæma. ☆ W#S/ „ - ' # \ V'""/ ' • vísur vikunnar Hverfult er allt og árið líður senn í aldanna skaut með tímans þunga straumi við áramótin finna flestir enn hve fallvalt það er að trúa heimsins glaumi. í vetrarins gjósti gleði manns er hætt glötuð sú þrá er vér í sumar ólum og kaupmenn sem ekki gátu á oss grætt gráta sín mistök fram að næstu jólum. SKRAUTLEGUR SOLDÁTI Nei, þetta er ekki afrískur töfralæknir, heldur arabískur skæruliði sem er að verja land- ið sitt fyrir ágangi og ruddaskap ísraelsmanna við Golanhæðir. Mun þessi furðulegi útbúnaður vera nauðsynlegur til að verjast Gyðingum sem ætla allt að drepa (eftir öllum fréttum að dæma, a. m. k.) og eins er sólin sterk á þessum slóðum og til þess er þessi merkilegi hjálmur. En byss- an . . . bágt eigum við með að trúa að hún komi að nokkru gagni .... ☆ PAT ER DÝRARI EN JACKIE Forsetafrú Bandarikjanna, sem í dag heitir Pat Nixon, þarf vita- skuld að vera ákaflega vel klædd alla daga, og svo að sumum þyk- ir nóg um. Nú hefur sú saga komist á kreik í Washington, að hún hafi eytt rúmlegra hálfri annarri milljón ísl. kr. í föt síðan maður hennar kom sér fyrir á baðstofuloftinu í Hvíta húsinu. Fylgdi sögunni að hún hefði keypt sér 65 nýja og dýra kjóla. En þá reis frúin upp til mót- mæla og spurði hver hefði svo sem séð sig ganga um í 65 nýjum kjólum? Allt um það. hún á allavega nokkra kjóla, sem hafa kostað allt frá 9000 krónum og upp i 56.000 krónur stykkið. Laglegasti fatnaður, ekki satt? ☆ 5i. tw. vikAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.