Vikan


Vikan - 18.12.1969, Page 8

Vikan - 18.12.1969, Page 8
r Hoover þvottavélar 8 gerðir Hoover kæliskápar 5 gerðir Hoover ryksugur 8 gerSir Hoover bónvéiar 2 gerSir Hoover rafmagnsofnar 3 gerSir Hoover straujárn 3 gerSir Hoover uppþvottavélar Hoover hárþurrkur Hoover hrærivélar Hoover teppaburstar Hoover eldavélahimnar V___________________________________________J Heimsþekkt vörumerki Hoover vörurnar fást í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavík. Sími 14376. Einnig víða í verzlunum úti á landi. Varahluta- og viðgerðarþjónusta að Laugavegi 89, simi 20670. Einkaumboð: MAGNÚS KJARAN Umboðs- og heildverzlun MIG DREYMDI Oæskileg gifting Kæri þáttur! . . . Mér fannst ég vera á gangi með strák sem ég þekki, í hverfi þar sem frænka mín býr. Við vorum eitthvað að tala um að giftast, en pabbi vildi ekki sam- þykkja það. Þá stoppar strákur- inn allt í einu og kyssir mig, og þá fannst mér allt vera í lagi. Svo komum við í húsið þar sem frænka mín býr, og þar fannst mér ég eiga heima og var öll fjölskyldan þar saman komin, þó ekki frænka mín og hennar fjöl- skylda. Við vorum öll að horfa á sjónvarpið og þá segir pabbi allt í einu að við (ég og strák- urinn) verðum að giftast, þar sem ég hlyti að vera ólétt eftir hann (en ég var það alls ekki). Við bárum auðvitað á móti því, en pabbi sagðist ekki trúa öðru og við yrðum að giftast þó hann væri ekki hlynntur því. Svo för- um við út og ég fylgi stráknum út í bíl sem var fyrir utan, en hann kom ekki á bílnum, og ég segi við hann: „Hann leyfir okk- ur ekki að giftast.“ Svo var draumurinn búinn. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Ein forvitin. Yfirleitt er það ekki góðs viti fyrir ógift fólk að það sé gift eða í þann veginn að giftast. Er af sumum talið að það sé fyrir erfiðleikum og fjárhagsvandræð- um — jafnvel refsingu og fang- elsun. En ég vil ráða draum þinn þannig að þú munir lendi í ein- hverjum vandræðum hráðlega, en þó ekki alvarlegum, og lykt- ar allt mun betur en á horfist. Kettlingar í hundraðatali Kæri Draumráðandi! Mér fannst ég vera stödd í húsi hjá hjónum sem ég þekki ekkert til, og stóð til að við fær- um öll út saman. Þau hjónin áttu þrjá ketti og þegar við erum að fara segir konan: „Nei, sjáið þið. kötturinn er að fara að gjóta.“ Við hættum við að fara út og biðum eftir því að læðan gyti. Svo kom sá fyrsti og annar og þriðji, og fannst mér þá að þeir yrðu ekki fleiri, en hún hélt áfram að gjóta og komu kettling- arnir hlaupandi út úr henni í hundraðatali. Og að lokum var allt morandi í kettlingum í kringum okkur. Ég vona að þú getir ráðið þennan draum. Með fyrirfram þakklæti. H. Þ. Til hamingju, því þú átt von á miklum peningum bráðlega —• sennilega vinnur þú í happdrætti eða eitthvað svipað. En hætt er við að þú ráðstafir ekki fé þínu sem skynsamlegast væri . . . Kysserí á svölunum Kæri Draumráðandi: Mig dreymdi að ég væri í veizlu, og þar var strákur sem ég er mjög hrifin af og heitir X. Mér fannst hann hafa smakkað það svolítið, en hann var í mjög góðu skapi og ofsa glaður. Ég tek það fram að það voru ekki margir í veizlunni en allir voru ánægðir. Svo tekur X í höndina á mér og leiðir mig út á svalir (þetta var í blokk) og tekur utan um mig, blíðlega, og kyssir mig. Fyrst varð ég afar hissa, en kyssi hann svo á móti. Ég varð líka hissa á því að vínlykt fann ég enga. Svo varð draumurinn ekki lengri, en ég vona að þið ráðið hann fyrir mig fljótlega því þetta er mjög áríðandi. Ein sem bíður eftir svari. Þessi draumur er þér hagstæð- ur, sennilega endar það með þvi að þú nærð í kauða. En margir draumar, og ef til vill þessi líka, eru aðeins í beinu framhaldi af hugrenningum manns þegar maður leggst til hvílu, og þá eru þeir aðeins þægilegar hugsanir. — En í draumi þínum bólar einnig á töluvert á peningum. Vín Kæri Draumráðandi: Mig dreymdi að ég væri fyrir framan túnið heima hjá mér. Þar fann ég ljósbrúnan sokk með fullum vínpela í. Ég smakkaði á víninu en mér fannst það vont; það var alveg eins á bragðið og brugg sem ég hef smakkað. Síðan kemur bróðir minn og maður með honum sem Kristján (ég þekki hann). Fleira fólk var þar, en ég man ekki hverjir það voru. Kristján segist eiga pelann svo ég læt han nhafa hann. Á sokknum voru tveir bókstaf- ir saumaðir í með rauðu. Það voru stafirnir E.S. Ég man ekki hvar E-ið var á sokknum, en S-ið var saumað inn í rauða rós sem var á ristinni á sokknum. Draumurinn endaði á því að ég geymdi sokkinn. A.G. Að dreyma vín, alla vega eins og þig dreymdi það, er fyrir veikindum, en þó bendir allt til þess að þau verði ekki langvinn eða alvarleg. Og hver veit nema þú giftist einhverjum sem á þessa upphafsstafi.... 8 VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.