Vikan


Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 12

Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 12
UCII ■OHBl Salterski hélt, að það hlyti að vera öruggt ráð til að losna við Peregarin að lesa upp fyrir hann úr skáldsögu, sem hann hafði hnoðað saman í æsku. En hann fékk að lesa unz hann gafst upp ... Fuglarnir í skóginum voru orðnir hljóðir. Ivonan hans var háttuð fyrir liingu og aðr- ar lifandi verur í húsinu sömuleiðis. En Selterski þorði ekki að fara inn í svefnherbergið sitt, þótt hann fyndi vættarþunga á augnalokunum á sér. Pere- garin nágranni hans var nefni- lega í heimsókn hjá honum. Hann hafði komið rétt eftir miðdegisverð og sat enn sem fastast, alveg eins og hann væri límdtir við sófann. Með hásri þokulúðursrödd var hann að segja frá því, þegar óði hundurinn bcit hann í fót- inn, árið 1842. Þegar hann hafði lokið sögunni byrjaði hann á henni aftur. Selterski var í öngum sínum. Hann hafði gert allt hugsanlegt til þess að losna við gestinn. Leit á klukkuna aðra hverja mín- útu, kvartaði undan höfuð- A'erk, var alltaf að fara út og skikli gestinn eftir einan — en ekkert stoðaði. Ofurstinn skildi engar af þesstim vin- samlegu bendingum og liélt áfrain að tala um óða hund- inn. Hann ætlar sér víst að hanga hér til morguns, naut- ið að tarna, hugsaði Selterski bálreiður. — Ljóti þorshaus- inn! Jæja, úr því að hann skilur ekki hálfkveðna vísu, er bezt að ég grípi til kjarn- betri ráða. — Vitið þér h'særs vegna ég kann svona vel við mig í sveitinni, spurði hann. Selterski skrifstofuþræll gat varla haldið augunum opn- um. Oll náttúran var sofnuð. — Nei, ekki get ég gizkað á það. — Vegna þess að maður getur lifað eins og manni sýn- ist. Við förum á fætur klukk- an tíu, borðum miðdegisverð um klukkan þrjú og háttuin fvrir klukkan ellefu. Fari ég seinna að hátta hef ég alltaf óþolandi höfuðverk daginn eftir. — Það er skrítið .... Ann- ars er það allt komið undir vana. Einu sinni kynntist ég manni, Kjuskin nokkrum höfuðsmanni. Eg hitti hann í Sehwartswald . . . þér vitið kannski ekki að ég hef verið í Þýzkalandi? Það var rétt eftir að hún tengdamóðir mín sálaðist, María Orifjevne, hún jijáðist af nýrnaveiki .... Og svo fór hann að rausa um nýrnuveiki tengdamóður sinnar og smellti í góminn. Klukkan sló tólf — hún varð bráðum hálf eitt og enn sat hann og lagði út af nýrna- veikinni. Kaldur svitinn spratt fram á enni Selterski. Hann skilur ekki fyrr en skellur í tönnunmn! hugsaði hann. Þetta er nautheimskt. Skyldi hann halda asninn sá, að ég hafi gaman af svona heimsóknum? Hvernig á ég að losna við hann? — Segið mér oíursti? Hvað á ég eiginlega að gera? Eg er svo slæmur í hálsinum. Eg var nefnilega svo vitlaus að heimsækja kunningja minn, en börnin hans liggja í barna- veiki. Líklega hef ég smitast. Eg er handviss um, að ég hef fengið barnaveiki. — Það kemur fyrir, sagði Peregarin og var hinn róleg- asti. — Þetta er mjög alvarlegur sjúkdómur, hélt húsbóndinn áfram. — Og það er ekki að- eins að ég veikist sjálfur, held- ur get ég smitað þá, sem næst- ir mér eru. Barnaveikin er bráðsmitandi. Bara að ég smiti yður nú ekki, herra of- ursti. — Mig? Nei, það er eng- in hætta á því. Eg hef oftar en einu sinni komið á tauga- veikispítala án þess að smit- ast — og ætti ég þá að smitast af yður. Nei, gömlum skörfum eins og mér er ekki smitunar- hætt. Við erum lífseigir þess- ir gömlu jaxlar. í herdeildinni minni var einu sinni ofursti, sem hét Trésbien . . . . af frönskum ættum. Þessi Trés- bien . . . Og nú sagði Peregarin frá, hve lífseigur þessi Trésbien var. ICIukkan sló hálfeitt. — Atsakið þer, að ég grip fram í, hcrra ofursti. Hvenær eruð þér vanur að hátta? — Svona klukkan tvö til þrjú. En stundum keinur það fyrir, að ég hátta alls ekki, sérstaklega þegar ég er í skemmtilegum félagsskap eða þegar gigtin er að kvelja mig. I kvöld ætla ég til dæmis ekki að hátta fvrr en klukkan fjögur. Eg lagði mig nefni- lega góða stund áður en ég tor að heiman. Annars get ég ofurvel án svefns verið. I stríðinu kom það stundum fyrir, að mér kom ekki dúr á auga vikum saman. Eg skal segja yður eitt dæmi. Her- deildin okkar var í Akalzk . . — Afsakið þér, en hvað mig snertir fer ég alltál' að luitta klukkan 11. Eg verð að fara svo nemma á fætur, skiljið þér? — Auðvitað. Það á að vera svo gott fvrir heilsuna að fara snenuna á fætur. En sem sagt: herdeildin okkar var í Akalzk . . . — Eg veit ekki hvað að mér gengur, greip húsbóndinn fram i. — Stundum fæ ég kölduflog, en stundum er ég að stikna úr liita. Svona er það alltaf rétt á undan köst- unum. Þér vitið máske, að ég fæ stundum æðisköst. Oft- ast um eitt-leytið á næturn- ar. Þá suðar fyrir eyrunum á mér, ég missi meðvitundina, stekk svo í háaloít og fleygi einhverju í hausinn á þeim, sem næstur er. Sjái ég hnif, þá þríf ég hann. Sjái ég stól hjá mér, þá kasta ég honuin. Og nú hef ég svona kuldaflog, eins og ég er vandur að fá á undan köstumnn. — Þetta var leiðinlegt . . . þér ættuð að reyna að fá bót á þessu. — Eg hef látið marga lækna káka við mig. en ár- 12 VIKAN 51 tbl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.