Vikan - 18.12.1969, Side 22
EYJARSKEGGINN
SEM
EIGNAÐIST
KEISARADÆMI
liðskost úr hópi þeirra, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Korsíka heyrði frá aldamót-
unum 1300 undir verzlunar-
borgina Genúu, en var lögð
undir F'rakkiland árið áður
en Napóleon faeddist. Ekki
líkaði öllum eyjarskeggjum það
vel og var Napóleon litli engin
undantekning hvað það snerti,
fyrstu árin eftir að hann komst
til vits og þroska. í þá daga skar
hann sig varla neitt sem heitið
gat úr öðrum korsíkönskum ung-
lingum, en metnaðargjarn var
hann strax orðinn í meira lagi.
Þó var sú metnaðargirnd enn
háð þjóðernislsgum takmörkun-
um: hann dreymdi aðeins um að
frelsa Korsíku og verða höfðingi
hennar. Þessi uppreisnar- og
frelsisþrá átti ríkastan þátt í
huga Buonapartes unga á æsku-
árum hans. Sjálfur sagðist hann
á þessum árum hafa verið þung-
lyndur dagdraumamaður.
Móðir hans var ekta Korsíku-
kona, skapmikil, stolt, staðföst
og ættrækin, en faðirinn öllu
lausari í rásinni. Engu að síður
tókst honum að koma þessum
syni sínum í herskólann í Bri-
enne. Sú skólavist varð horn-
steinninn að öllum hans frama,
en ekki átti hann þar lukkulega
daga. Skólabræður hans voru
flestir af auðugum frönskum að-
alsættum, og þeir hæddust óspart
að þessum feimna, dula og sér-
vitringslega eyjarskeggja, sem
gat ekki einu sinni talað al-
mennilega frönsku. Napóleon
lagði íyrir sitt leyti hatur á þessa
siðfáguðu, glæsilegu og áhyggju-
lausu félaga. En hann sökkti sér
í námið, og ekki einungis her-
fræði og stærðfræði, sem voru
aðalgreinar skólans. heldur og
sagnfræði, landafræði og góð-
bókmenntir. Hann hafði brenn-
andi áhuga á öllu, sem mann-
kyninu viðkom, lífi þess og sögu,
fortíð þess og stjórnarfari. Ein
fyrsta og helzta uppáhaldsbók
hans varð Gallastríð Sesars, og
22 VTTCAN m. tbi.
Sesar varð alla ævi hans megin-
hetja og fyrirmynd ásamt Alex-
andri mikla. En Rousseau snart
hann einnig, og hann grét af
geðshræringu er hann fékk í
hendur Ossíanskviðu Macpher-
sons. Fantasíur þessa lygna
Skota áttu prýðilega við drauma-
manninn í honum. Hann var alla
tíð fíkinn í allt, sem gat vakið
hjá honum draumhrif, rökkur,
þunglyndislega tónlist, vind-
gnauð, öldugjálfur. Elja hans við
námið var gífurleg og minnið
ótrúlegt. En það var ekki ein-
ungis námsefnið, sem hann lagði
á minnið á skólaárunum, heldur
og ýmis atvik beiskrar reynslu,
sem var fylgifiskur fátæktar
hans og umkomuleysis. Honum
sveið sárt sú auðmýking er var
samfara því að eiga sér ekki
Napóleon og Jósefína.
viðreisnar von nema fyrir ann-
arra náð.
A misjöfnu þrífast börnin bezt,
og þótt sannleiksgildi þess máls-
háttar sé eflaust með minna
móti, þá sannaðist hann á Napó-
leoni. Lærdómselja hans, knúin
fram af þörfinni fyrir að standa
yfirstéttargikkjunum skóla-
bræðrum sínum á sporði, gerði
að verkum að hann varð marg-
faldur yfirburðamaður þeirra
flestra. Skólinn í Brienne skil-
aði honum ekki sem hverjum
öðrum grannvitrum og fávísum
soldáta, heldur sem sérfræðingi í
stjórnfræði og þjóðfélagsmálum.
Án þeirrar þekkingar hefði öll
hans margrómaða herstjórnar-
snilld komið til lítils.
En ekki varð niðursetnings-
vistin í Brienne honum einhliða
til góðs. Hann tamdi sér þá
hrokafulla og óþýða framkomu,
sem meðfram var ætluð til að
breiða yfir ótta, öfund og feimni
gagnvart hinum tignu og auðugu
félögum. Þessa tilfinningu gagn-
vart bláu blóði losnaði hann al-
drei við til fulls; hún kom til
dæmis fram er hann umgekkst
síðari konu sína, Maríu Lovísu af
Austurríki. Ekki var þetta minni-
máttarkennd í venjulegum skiln-
ingi, því að Napóleon var sann-
færður um að hann væri lang-
mesta mikilmenni, sem til þessa
hefði fæðst. En hann gat ekki
vikið því úr huga sér að hann
var uppskafningur.
Til vinstri: Murat, frægastur riddaraliðsforingja Napóleons, síðar konungur í
Napólí. Að neðan: Sprengjutilræði við Napóleon, er hann var á lcið í óperuna f
Parfs. Hann grunaði hertogann af Enghien um að hafa staðið að baki tilræðinu
og lét taka hann af lífi.