Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 30
Robert Plant
úr hljómsveitinni
Led Zeppelin:
Neil Innesur
úr hljómsveitinni
The Bonzo Dog Doda
Band:
Keith Emerson
úr hljómsveitinni
Nice:
— Ég trúi á hið góða sem býr
innst inni í hverjum manni. Af ein-
hverjum ástæðum hafa lægstu hvat-
ir mannsins komið í Ijós á öllum tím-
um. Og jafnvel núna er þessari plá-
netu hótað tortímingu vegna þess,
að hjá hinu svokallaða siðmenntaða
mannkyni er enn ríkjandi þröngsýni
um stéttaskiptingu, trú og litarhátt.
— Einhvern tíma kemur að því,
oð veglyndið í manninum sigrar
ófreskjuna í honum. Jesús Kristur,
Búdda, Múhameð og hinir miklu trú-
arleiðtogar hafa um aldir vakið anda-
gift fólks, vegna þess að hið góða
í þeim hefur verið ráðandi.
— Ég dáist mjög að John Lennon,
vegna þess að hann er talsmaður
friðar. Hann er að reyna að benda
heiminum á ögn af heilbrigðri skyn-
semi. Þótt furðulegt megi heita,
verður hann að koma fram á kyn-
legan hátt, til þess að geta komið
boðskap sínum á framfæri. Fólk hlær
að honum. En hvað er svo hlægi-
legt við mann, sem vill, að allir lifi
í sátt og samlyndi?
— Þegar Kristur kom með sinn
boðskap var hann krossfestur. Hið
sama er að gerast með Lennon.
Flestir krossfesta framkomu hans,
orð hans og æði.
— Ég trúi á frið og ást. Eg trúi
á þann tíma, þegar engar hindranir
verða á milli landa, þegar hver
mannvera mun aðeins líta á sjálfa
sig sem íbúa jarðarinnar. Þá mun
koma von um betri heim.
— En jafnvel nú á þessari öld,
sem á að heita öld menntunar, er
maðurinn að reyna að reisa fleiri
múra, til að skilja nágrannann frá
sér. Skozku, írsku og velsku þjóð-
ernissinnarnir og einnig hinir þel-
dökku ættu að gefa gaum að því
sem John Donne sagði fyrir mörg-
um árum.
— Enginn maður er eyja í sjálfu
sér. Við erum öll hluti mannkyns.
— Ég held, að allar verur eigi
rétt á því að öðlast hamingju. Ef
Guð er einhvers staðar, er hann í
manninum sjálfum, vegna þess að
maðurinn gaf hinum nafn. Fólk ætti
að trúa á sjálft sig í þeim skilningi,
að það sé ábyrgt fyrir gerðum sin-
um, um leið og það hefur gert eitt-
hvað. Sjálfur er ég ekki hlynntur
því, að beðið sé til Guðs um að
fyrirgefa syndir, vegna þess að
mér finnst það auðveldasta leiðin
út úr ógöngum. Það virðist misnot-
að einfaldlega vegna þess, að fólk
getur endalaust haldið þannig áfram
— með því einu að hræsna.
— Allir syndga, en ég trúi því,
að ég eigi skilið fyrirgefningu, ef
ég fer alltaf eftir því sem samvizka
mín býður mér. Maður þarf aðeins
á fyrirgefningu að halda, ef maður
finnur til sektarkenndar, og maður
finnur því aðeins til sektarkenndar,
að maður hafi eitthvað á samvizk-
unni. Ef þú hlýðir samvizku þinni,
verður þér fyrirgefið.
— Eina leiðin til að öðlast sanna
hamingju er að finna ekki til sektar-
kenndar. Ég trúi því, að þetta geri
fólk heilsteypt.
— Mér finnst erfitt að tala um
þetta efni vegna þess að ekki er
víst, að ég trúi því á morgun, sem
ég trúi í dag. Á hverjum degi er
allt eins vist, að ég sjái eitthvað eða
geri eitthvað, sem breyti skoðunum
mínum og viðhorfum.
— Viðhorf hins sanna tónlistar-
manns fela alltaf í sér spurningu. í
tónlistinni sinni mótmælir hann hinu
illa og lofar það góða.
— Það verður að vera markmið
í lífinu. Líf hvers einstaklings, hversu
lítilfjörlegur sem hann er, breytir
vissulega rás sögunnar. Til allrar
lukku eða ólukku, verður maður að
bíða til skapadægurs, til þess að
komast að hinu raunverulega svari.
Þar til þar að kemur veitir ímynd
einhvers æðri máttar mörgu fólki
öryggiskennd.
— Á unga aldri var ég fermdur,
en hvers vegna veit ég ekki. En
vinir mínir voru fermdir, og ég vildi
ekki láta hjá líða að gera góðverk!
— Ég minnist þess, að eftir á leið
mér yfirmáta vel, og þessi nota-
kennd entist mér allan daginn.
Kannski hef ég hnuplað nokkrum
eplum daginn eftir, sem eyðilögðu
allt saman, en færðu mér heim
sanninn um það, að það er hræði-
lega leiðinlegt að ganga í gegnum
lífið og reyna að vera fullkominn.
— Það, sem mér er mest í mun,
er að gera aðra glaða. Og þegar
þið spyrjið mig á hvað ég trúi, þá
segi ég — daginn í dag. Vegna þess
að dagurinn er hér, og ég sé hann.
EF GOB BJd EKKITIL
LITLO GRfENO EPLIN
HVER BJÖ MU M TIL?
30 VIKAN «•tbL