Vikan


Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 34
r-■------------~-- HatÍfíÍatkufiif INNI OTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhH/~ Lr Htikutiif RÁNARBÖTU >2 SÍMI H □. VILHJÁLMSSDN 19669 HAGSYN HÚSMÓÐIR NOTAR að hann fór. Þegar hún var að leika í „Villtu brönugrösin”, ár- ið 1927, fékk hún skeyti frá Sví- þjóð, þess efnis að Stiller hefði látizt í Stokkhólmi. Nils Asther, sem lék á móti henni, sagði að hún hefði náfölnað, hallað sér upp að vegg og gripið höndum fyrir augun. Þannig stóð hún um stund. En svo jafnaði hún sig, stillti sér upp fyrir framan myndavélina, og hélt áfram að leika, eins og ekkert hefði í skor- izt. „Ég á Stiller allt að þakka,“ sagði hún einu sinni, og annað sinn: „Ef ég hef elskað nokkurn mann, þá er það Mauritz Still- er.“ Það hefur oft verið ritað og rætt, og oft á mjög ósmekkleg- an hátt, um það hvernig sam- band hafi verið milli hennar og Stillers. Einn þeirra sem hafa skrifað um ævi Gretu Garbo (sú bók var aldrei gefin út) vill halda því fram að þau hafi átt son saman, sem hafi látizt fimm ára gamall. En hvað sem sagt er, þá er það ekki svo undarlegt að hún hafi verið hrifin af þessum manni, sem var tuttugu árum eldri, heimsborgari, sem var ráð- gjafi hennar og lærifaðir. En það er vitað með vissu, að þegar Stiller fór aftur til Evrópu, bað hann hana um að koma með sér, en hún vildi það ekki. Það getur verið að henni hafi þá verið orð- ið það ljóst að stjarna hennar gat skinið af eigin rammleik. Og bak við tjöldin beið annar mað- ur, sem • átti eftir að valda straumhvörfum í lífi hennar, — John Gilbert. ... ☆ Brýn þörf á bættri rannsóknaraöstöðu ... Framhald af bls. 17 ir út fyrir mitt svið, og við verð- um að leggja þær spurningar fyr- ir þjóðfélagsfræðing, og þá sem starfa á sviði hagvísinda. „En hvað hefur þú hugsað þér að fara sjálfur út í að rannsaka? „Ja, ég get ekki neitað því, að ég er með ákaflega margt í koll- inum varðandi rannsóknir sem mig langar til að framkvæma, en ég hef ekki hugsað málið nið- ur í kjölinn, svo ég er ekki kom- inn til með að svara þessu ná- kvæmlega hér.“ „Nú sagðir þú um daginn í sjónvarpsþættinum, að fimmti hver maður ætti það á hættu að fá einhvern geðsjúkdóm ein- hverntíma á ævinni. Hvað er ,.normal“ maður? Er það eitt- hvað sem er til?“ „Það veltur á því hvort þú átt við normal sem eitthvað ídeal gildi fyrir mann, eða hvort þú lítur á það eins og ég; ég nota þetta hugtak yfirleitt tölfræði- lega. Og eiginlega er ekki hægt að líta á það öðruvísi. Það er að segja ef þú mælir einhvern eig- inleika hjá lífverum yfirleitt, þá kemur í ljós að þessi eiginleiki er dreifður eftir svokallaðri normaldreifingu Ef við tökum til dæmis greindina, þá eru flest- ir með greindarvísitölu í kring- um 100. Mjög fáir, aftur á móti, eru með mjög háa eða mjög lága greind, þannig að eftir þessu ætti þá meðalgreind, eða normal- greind að vera einhversstaðar á milli 90 og 110, og á þessu bili myndi maður þá ætla að væru tæplega 70% af einstaklingum í hópnum. Þetta er hin tölfræðilega merk- ing á hugtakinu normal. Hitt er annað mál, að út frá sálsýkisfræðilegu sjónarmiði er hugtakið normal notað um þá sem verða ekki fyrir neinum alvarlegri geðtruflunum. Við höfum öll okkar vandamál meira eða minna, og eins og ég benti á, þá eru líkur fyrir því að 5. hver einstaklingur lendi í al- varlegum sálrænum vandræð- um einhverntíma á ævinni; þar eru komin 20% af þjóðinni, þannig að maður fer ef til vill að spyrja sjálfan sig hvort það sé ekki normalt að verða fyrir þessu? Og hér er ég með tölu sem er kannske athyglisverð. Árið 1964 gaf Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin út skýrslu þar sem sagði að % allra þeirra sjúklinga, sem leituðu almennr- ar læknishjálpar, þyrftu á sál- fræðilegri aðstoð að halda. Og mér segir svo hugur um, að sízt hafi dregið úr þessu. Ákaflega fáir sérfræðingar í geðlækningum eru starfandi hér, og sjúkrarúm- in fyrir fólk með geðsjúkdóma eru af heldur skornum skammti, þannig að þessi þáttur heilbrigð- isþjónustunnar hér á langt í land þar til hann kemst í viðunandi horf. Og það er sömu sögu að segja um alla sálfræðiþjónustu hér: Það vantar skólasálfræðinga og aðstöðu fyrir þá, meiri kennslu og rannsóknarstöðu við Háskóla fslandr og svo margt og margt á þessu sviði. Verkefnin eru alveg ótæmandi." „Undanfarið hefur mikið ver- ið talað um svokölluð fíknilyf og eiturlyf. og maður heyrir því oft fleygt, að h’n og þessi lyf, til dæmis LSD hafi upphaflega ver- ið notuð í læknisfræðilegum til- gangi; mestmegnis til lækninga á sálsjúkum — hvers vegna fer fólk út í neyzlu þessara lyfja?“ „Nú af sömu ástæðu og það neytir áfengis, vegna áhrifanna, en áður en við getum rætt um þetta, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að ekki er hægt að setja þessi lyf öll undir sama hatt. Ef við tökum til dæmis hash, LSD og mariju- ana, þá eru þau yfirleitt af eng- um manni sem til málanna þekk- ir, nokkuð sem fíknilyf eða eitur- lyf. Hin klassísku eiturlyf eru ópíötin eða ópíum, heróín og 34 VIKAN tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.