Vikan


Vikan - 18.12.1969, Page 36

Vikan - 18.12.1969, Page 36
morfín. Þau eru mjög vanamynd- andi og hækka þarf stö'ðugt skammtana til þess að fá sömu áhrif. Einnig skapast ómótstæði- leg fíkn í slík lyf, og þaðan er nafnið komið, fíknilyf. Sé töku þessara lyfja hætt eftir langvar- andi notkun, skapast líkamleg krísa þar sem menn svitna og fara í gegnum ólýsanlegar kval- ir, líkamlegar og andlegar. Þarna höfum við þennan líkamlega og andlega ávana. Aftur á móti skapast engin fíkn í hash eða LSD, og líkamleg vanamyndun er óþekkt með öllu. Annars legg ég til að við notum hér orðið cannabis, en það er sameiginlegt heiti á hash og marijuana. Cannabis og LSD til- heyra allt öðrum lyfjaflokki, svo- kölluðum hugvíkkandi lyfjum, eða því sem kallað hefur verið á ensku „psycheldelic“, vegna þess að þau hafa mjög sterk sálræn áhrif og virðast víkka út meðvitundina þannig að hún nær yfir mun stærri hluta heilabús- ins. Og þar höfum við fót fyrir þeim sögum að LSD hafi verið notað í sambandi við sállækn- ingar. Það liggja fyrir vísinda- legar niðurstöður um að sál- könnuðir þurfi 20 sinnum minni tíma til að meðhöndla sjúkling sem hann fær til meðhöndlunar, ef hann talar við sjúklinginn undir áhrifum LSD. Og ástæðan er sú, að læknirinn á mun greið- ari aðgang að hinum dýpri svið- um í huga sjúklingsins þegar hann er undir áhrifum þessara hugvíkkandi lyfja.“ „En virka ekki þessi hugvíkk- andi lyf ákaflega misjafnlega á fólk, eftir skapgerð þess og per- sónuleika?" „Jú, og þetta sést vel á hinum mismunandi skömmtum sem menn þurfa. Stífir og vanafastir menn þurfa ef til vill 5—600 microgrömm, en aðrir, sem eru næmir og opnir finna jafnsterk áhrif af 50 microgrömmum. Og ef ótti og óöryggi eru áberandi í skapgerðinni, þá eru líkur á því að slíkt magnist með- an á áhrifunum stendur. Trú- hneigður einstaklingur, aftur á móti, verður sennilega fyrir sterkri, trúarlegri reynslu eða áhrifum. Sem sagt: þessi hug- víkkandi lyf magna þá eiginleika sem búa í einstaklingnum. Þegar maður les blöðin þá er oft gert mikið úr því að fólk fari í svokallaðar „slæmar ferðir". Ég man eftir rannsókn sem gerð var árið 1960, en þá var hópur lækna og vísindamanna sem höfðu gefið LSD, spurður um tíðni slæmra ferða og slæmra áhrifa. ÍHú,n reyndist ákaflega lítil, og af rösklega 2600 sjúkling- um og heilbrigðum sem athugun- in náði til, var tíðni slæmra ferða, sem stöðva þurfti, undir 0,1%. Bæði cannabis og LSD eru mjög lítið eitruð efni. þannig að þeim fylgja engir timburmenn og ekkert er sannað um skað- samleg áhrif þeirra. Og að auki er hægt, án þess að afleiðingarn- ar verði alvarlegar, að taka mjög stóra yfirskammta. En ég er alls ekki að ráðleggja fólki að fara að taka þetta í massavís; LSD ætti aðeins að vera notað af fólki sem kann með það að fara og ég held að það lyf sé svo sterkt að það verði að notast undir hand- leiðslu sérfræðinga og í sérstöku umhverfi, því umhverfið hefur mjög sterk áhrif á þann sem er undir LSD-áhrifum. Einnig þarf sá sem tekur LSD að vera í sem beztu andlegu og líkamlegu ástandi, því með áhrif- um sínum magnar lyfið það með- vitundarástand sem fyrir er. Sá sem tekur LSD þegar hann er með tannpínu er því væntanlega ekki öfundsverður. En ég held líka að cannabis sé svo milt efni að það ætti ekki að vera vand- meðfarnara en áfengi.“ „Öll ofnotkun hlýtur náttúr- lega að vera til ills, en er ekki hætta á, að eftir að fólk hefur verið í þessum daufari lyfjum um stund, að það vilji fara að reyna eitthvað sterkara eins og ópíöt- in?“ „Þessu hefur verið haldið fram en það er langt síðan það kom í Ijós að ekkert orsakasamband er á milli neyzlu cannabis og ópí- ata. Sú staðreynd að margir heróínistar hafa einhverntíma neytt cannabis er einfaldlega af- leiðing af því að hvorutveggja er dreift ólöglega af skipulögðum glæpahringjum, þannig að lieró- ínistinn hefur haft gnægð tæki- færa til að útvega sér cannabis. Glæpahringirnir vilja náttúrlega fá sem flesta fasta kúnna, og þeir reyna því eftir beztu getu að fá cannabisneytendur yfir í vana- myndandi hcróínneyzlu. Liður í þessari glæpastarfsemi er að blanda ópíum saman við hash og kveður svo rammt að þessu, að sennilega er stærsti hlutinn af því hashi, sem boðið er til sölu á dansstöðum og kaffi- húsum á Vesturlöndum, bland- aður ópíum. Slíkar hash-ópíum- blöndur eru oft kallaðar „shit“ og því miður eru sterkar líkur á því að hlutfallslega meira ber- ist af slíku rusli til afskekktra staða eins og íslands, því betri tegundirnar af cannabis seljast upp á hinum langa dreifingar- vegi frá Austurlöndum. Lögbann á neyzlu og dreifingu cannabis er því vatn á myllu glæpahringjanna sem nota sér eftirspurnina eftir cannabis til þess að læða hinum eiginlegu eiturlyfjum inn á óharðnaða ung- linga. enda hefur háttsettur mað- ur í brezku heilbrigðisþjónustu sagt, að hann þekki ekkert ljós- ara dæmi um það hvernig lögg.iöf hefði verri afleiðintrar er þær sem henni var ætlað að koma í veg fyrir.“ „Og að lokum: Heldur þú að lögbanninu verði létt af cannabis er fram líða stundir?" 36 VIKAN «•tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.