Vikan - 18.12.1969, Page 41
Húsmæður reynið
SLOTTS-sinnep
Sérstaklega gott bragð
Sterk og falleg glös
Fæst í næstu búð
Spáni og Bretar sögðu um að al-
drei hefðu þeir barizt við nokk-
urn Frakka, sem þeim hefði þótt
vænna um, Junot, Marmont og
margir fleiri.
En á Ítalíu var ekki öllu meira
að gera, og fljótlega sneri Bona-
parte heim til Parísar. Fyrir ítal-
íuleiðangurinn hafði hann verið
tötradúði, sem snobblýður höf-
uðborgarinnar hafði að háði og
spotti; nú var hann mesti sigur-
vegari þjóðarinnar og tilbeðinn
af háum sem lágum. Hann varð
þegar meðal áhrifamestu maima
í stjórn lýðveldisins, sem um
þessar mundir hafði liðssafnað
mikinn við Ermarsund í von um
að koma liði yfir til Englands og
sigra Breta, sem nú voru einir
eftir í stríði við Frakka. Napó-
leon þóttist fljótt sjá að franski
herinn kæmist aldrei yfir sund-
ið fyrir enska flotanum, og lagði
þess í stað til að leiðangur yrði
gerður út til Egyptalands. Hann
fékk þessu ráðið og var sjálfur
settur yfir þann fjörutíu þúsund
manna her, er austur var sendur.
Af öllum herferðum hans var
þessi með mestum ólíkindum.
Ástæðan, sem hann gaf upp, var
sú að frá Egyptalandi yrði
Frökkum mögulegt að ná til ríkis
Breta í Indlandi, en raunar virð-
ist exótísk rómantík hafa valdið
miklu um þetta tiltæki hans.
Hann hélt eldmóðugar tölur um
að Evrópa væri of lítil sigurveg-
ara sem sér, að hann myndi taka
Konstantínópel af Hundtyrkjan-
um og skapa Frökkum óravítt
veldi í austurvegi.
Hið ótrúlegasta af öllu saman
við þetta ævintýri var líklega
það, að hann skyldi sleppa eftir
endilöngu Miðjarðarhafinu fram-
hjá Nelson, sem sat þar fyrir
honum með brezka flotann. En
ekki hafði Egyptalandsherinn
fyrr verið landsettur en Nelson
hafði upp á flotanum, sem hafði
flutt liðið og skaut hann svo til
allan í kaf við Nílarósa.
Til lands gekk Frökkum betur.
Egyptaland. var þá tyrkneskt
skattland, en umboðsmenn sol-
dánsins þar voru Mamlúkkar, af-
komendur málaliða þeirra er lagt
höfðu þetta land undir sig á
þrettándu öld. Napóleon strádrap
niður illa vopnað riddaralið
þeirra í orrustu skammt frá
pýramídunum miklu og mætti
eftir það ekki teljandi mót-
spyrnu í landinu. Hermönn-
um hans þóitti vistin þarna
slæm; þeir þjáðust af hita,
þorsta, sandroki og pestum, en
yfirmaður þeirra var í essinu
sínu sem aldrei fyrr. Fornminj-
ar og austrænt andrúmsloft þessa
móðurlands heimsmenningarinn-
ar höfðuðu til listamannsins og
rómantistans í honum, og hann
gekk berserksgang við að endur-
skapa landið eftir evrópskri og
þó einkum franskri mynd. Það
tókst auðvitað aðeins að tak-
mörkuðu leyti, en þessi snerting
við franska menningu hafði þó
áhrif, sem Egyptar losnuðu aldr-
ei við síðan.
Enn er þess ógetið er merki-
legast er við þennan leiðangur
Napóleons. Hann hafði með sér
fjölda vísindamanna, er rann-
saka skyldu furður þessa dular-
fulla lands. Vísindamenn þess-
ir lögðu grundvöllinn að nútíma
rannsóknum á fornmenningu
Egypta. Hér sem oftar sýndi og
sannaði Korsíkumaðurinn litli að
hann hafði ekki einungis næm-
an skilning og falslausan áhuga
á fallbyssum, heldur og kúnst og
vísindum. Þekkingarþorstinn var
honum engu slakari drifkraftur
en valdafíknin.
En allt þetta færði hann og
Frakkland litlu nær Indlandi og
sigri yfir Englendingum. Árásin
á Egyptaland varð auðvitað til
þess að Bretum bættist nýr
bandamaður þar sem Hundtyrk-
inn var, og til að klekkja á þeim
ófögnuði marséraði Bonaparte nú
inn í Palestínu. Hermenn hans
hegðuðu sér með verra móti í
þeim leiðangri, enda hafa tyrk-
nesk líf og arabísk trúlega verið
eitthvað minna virði í þeirra
augum en evrópsk. Þegar þeir
tóku Jaffa, strádrápu þeir borg-
arbúa niður, og sjálfur lét Na-
póleon við eitt tækifæri slá af
slatta af tyrkneskum stríðsföng-
um. Hann settist um Akka, en
varð að hopa þaðan eftir að hafa
látið fimm þúsund manns fallna,
enda var hið tyrkneska varnar-
lið undir stjórn brezkra foringja.
Hann hörfaði þá til Egyptalands
með illa leiknar herleifar. Á
undanhaldinu skipaði hann svo
fyrir að þeir fáu hestar, er liðið
átti eftir, skyldu hafðir fyrir
sjúka og sára, og gekk sjálfur á
undan með góðu fordæmi og
labbaði með mönnum sín-
um í steikjandi eyðimerkursól-
inni. Nú hafði hann fengið sig
fullsaddan af Austurlöndum, og
í ágúst 1799 yfirgaf hann menn
sína í Egyptó og slapp til Frakk-
lands framhjá freigátum Breta.
Lagalega séð var þetta strangt
tekið liðhlaup, sem kostað hefði
einhvern minni kall höfuðið, en
hér fór á aðra leið. Þótt flest
hefði gengið úrskeiðis fyrir Na-
póleoni í Egyptalandi, urðu
Frakkar honum guðsfegnir, því
að heima fyrir var ástandið enn
verra. Bretum hafði á ný tekizt
að spana nokkur ríki, þar á með-
al Rússland og Austurríki, gegn
Frökkum, nær öll hin unnu lönd
voru þeim töpuð og innrás í
sjálft Frakkland yfirvofandi. —■
Efnahagur þjóðarbúsins var í
ólestri og bæði konungssinnar
og jakobínar brugguðu þjóð-
stjórn Barrasar launráð. Napó-
leon ham.raði járnið meðan
það var heitt og gerði blóðlausa
stjórnarbyltingu með stuðningi
Sieyésar ábóta, eins helzta frum-
herja byltingarinnar, Fouchés,
sem síðar varð frægur og þó
einkum illræmdur sem lögreglu-
foringi keisarans og Talleyrands,
sem varð utanríkisráðherra hans.
Formlega var æðsta stjórnin
höfð þannig, að í henni
sátu þrír svokallaðir konsúlar.
Varð Bonaparte fyrsti konsúll og
í rauninni einvaldur, þegar til
framkvæmdanna kom.
Eitt af fyrstu verkum Napóle-
ons, eftir að hann hafði fest sig
í sessi heima fyrir, var að ryðja
óvinunum frá landamærum rík-
isins. Austurríkismenn voru sigr-
aðir í blóðugum og tvísýnum
orrustum bæði norðan og sunn-
an Alpa og urðu þegar friður var
saminn að sætta sig við að öll
héruð vestan Rínar væru innlim-
uð í Frakkland Þar að auki varð
keisarinn í Vín að viðurkenna
fjögur leppríki, sem Frakkar
höfðu komið sér upp, batavíska
lýðveldið (Holland), það Kísal-
pínska (Langbarðaland), það
helvetíska (Sviss) og hið lí-
gúrska (Genúu).
Næstu árin mátti heita að
Frakkar sætu í friði, og á þeim
tíma sýndi Napóleon eftirminni-
lega að hann var engu síðri
stjórnandi við þær aðstæður en
á vígvellinum. Þá lét hann gera
lögbók sína, Code Napoleon, sem
byggði á því baráttumáli bylt-
ingarinnar að allir skyldu jafnir
fyrir lögunum. Þessi lögbók
hafði ekki aðeins grundvallar-
áhrif í Frakklandi, heldur og í
fjölmörgum öðrum Evrópulönd-
um. Fyrsti konsúllinn kom einn-
ig af stað merkum umbótum í
skólamálum, stofnaði lycéurnar
svonefndu, þar sem embættis-
menn og herforingjar framtíðar-
innar skyldu uppalast. Hann
kom fjárhag ríkisins líka í lag
og studdi vísindi og listir, iðnað
og verzlun, byggði hafnir, lagði
vegi, gróf skipaskurði. Hins veg-
ar leiddist honum lýðræði og
harðbannaði alla krítik á sig og
sína stjórn.
Engu að síður gerði hann allt
hvað hann gat til að sætta þær
hatursfullu andstæður, sem bylt-
ingin hafði skapað. Hann gaf út-
lögum af aðalsættum upp sakir,
enda var hann, að uppskafninga
hætti, veikur fyrir hinu bláa
blóði og þráði að hafa um sig
hirðmenn með klingjandi æva-
fornum aðalstitlum. Hann leyfði
og kaþólsku kirkjunni að starfa
í landinu á ný, en byltingin hafði
gert hana útlæga og lýst skyn-
semistrú ríkistrúarbrögð. Gömul
kona heyrðist segja við þetta
si. tbi. vtkAN 41