Vikan - 18.12.1969, Síða 49
Hin spennandi framhaldssaga eftir Elisabeth Ogilvie - 7. hluti
heitasta að fá að vera í fangi
hans sem lengst.
— Rees. Ég vil ekki fara á
morgun. Ég vil ekki eiga frí.
Ekki núna.
— Hvenær þá?
— Aldrei. Líf mitt er bundið
við Bellwood. Ef ég fer héðan,
þótt það sé ekki nema í stuttan
tíma, þá finnst mér eins og líf
mitt fari allt á los og ég hafi
ekki lengur fast land undir fót-
um. Mér finnst allt vera einhvern
veginn svo óraunverulegt.
—- Þetta er samt raunveruleik-
inn, Carol.
— Það er fyrst og fremst þú,
sem ég vil ekki fara frá, sagði
ég lágt og var glöð yfir því, að
ég skyldi þora að segja þetta.
— Carol. Þegar helgin er lið-
in, þá verðum við aftur öll sam-
an hér á mánudaginn. En núna
um helgina eigum við öll eitt-
hvert erindi til bæjarins. Ég hef
haft samband við lækni Tims í
Bangor og pantað tíma hjá hon-
um á laugardagskvöldið. Við
fljúgum frá Bangor síðdegis á
morgun. Roberts ætlar að nota
tímann og heilsa upp á systur
sína. Þú skalt endilega heim-
sækja bróður þinn. Við höfum
öll skyldum að gegna, sem við
megum ekki bregðast.
Strax í býtið á laugardags-
morguninn lagði ég af stað til
bróður míns og var komin að
húsi hans þremur klukkustund-
um síðar. Ég gekk í kringum
húsið og barði að dyrum. Enginn
kom til dyra og þá opnaði ég
sjálf, rak höfuðið í gættina og
kallaði:
— Hvar er allt fólkið eigin-
lega?
Mindy sat ein við eldhúsborð-
ið og fól andlitið í höndum sér.
Hún spratt á fætur, þegar hún
heyrði í mér.
— Carol, kallaði hún og lét
sig síðan falla í stólinn aftur.
— Nei, annars, það er bezt að
við komum ekki svona nærri
hvor annarri. Þá færð þú hana
kannski líka.
— Fæ ég hvað, hváði ég. —
Hvar eru börnin?
—- Þau eru öll heltekin af
heimsins verstu magainflúensu.
Þau grenja af sársauka, litlu
greyin, jafnt á nóttu sem degi.
Mér hefur varla komið dúr á
auga í marga sólarhringa. En nú
virðist mér að liðan þeirra sé
eitthvað skárri, guði sé lof. En
ég•••■
Hún geispaði og stundi.
— Við áttum ekki von á þér
fyrr en í kvöld. Eliott bróðir
þinn var búinn að leggja til, að
ég hringdi til þín og léti þig
vita hvernig stæði á, en ég hélt
að ekkert lægi á því fyrr en ein-
hvern tíma eftir hádegið. Við
héldum sem vonlegt er að þú
vildir ekki koma hingað, því að
þú getur borið smit til litla
drengsins, sem þú gætir, hans
Tims. Þessi bannsetta flensa er
sögð vera bráðsmitandi.
Það var hverju orði sannara
hjá henni, að ég hafði enga löng-
un til að eiga neitt á hættu, hvað
heilsu Tims snerti. Mér þótti
miður, að svona skyldi endilega
þurfa að standa á, þegar ég hafði
mig einu sinni upp í að heim-
sækja þau. Ég var búin að sætta
mig við tilhugsunina um að fara
frá Bellwood, og þegar ég loks-
ins var komin af stað, þá var ég
farin að hlakka ofurlítið til að
hitta bróður minn og konuna
hans og litlu börnin þeirra, sem
voru allra skemmtilegustu krakk-
ar.
— Mindy, sagði ég áhyggju-
full. — Ég held, að ég fari aftur
og komi einhvern tíma seinna,
þegar betur stendur á og krakk-
arnir eru frískir. Skilaðu inni-
legri kveðju frá mér til Eliotts.
— Þetta var sveimér leiðin-
legt, sagði hún. — En við því er
víst ekkert hægt að gera.
Klukkan hálftólf um morgun-
inn stanzaði ég litla stund í
næsta bæ við Bellwood og
hringdi þaðan. Enginn anzaði og
ég áleit, að þeir Rees, Tim og
Roberts væru allir að borða há-
degisverð úti á svölunum. Þeir
ætluðu ekki að fara til Bangor
fyrr en síðdegis hafði Rees sagt.
Ég ók mjög hratt þann stutta
hluta leiðarinnar sem eftir var
og gerði mér í hugarlund, hvað
þeir yrðu allir þrír undrandi,
þegar ég birtist aftur. Ég hugs-
aði með mér, að nú væri kjörið
tækifæri til að sýna Rees í verki,
að ég fyndi til öryggis á Bell-
wood og gæti auðveldlega ver-
ið þar ein yfir helgina.
Um leið og ég sté út úr bíln-
um barst indælis fuglasöngur að
eyrum mér og ég leit andartak á
múrvegginn og hvernig skuggar
trjánna dönsuðu á rauðum tígul-
steinunum. Ég ýtti á bjölluhnapp-
inn.
En hliðið opnaðist alls ekki,
þótt ég væri búin að bíða dágóða
stund. Ég hringdi aftur og aftur
og þegar enginn opnaði enn, þá
gat ég ekki að mér gert að bölva
svolítið. Hver skyldi svo sem
vera að leggja eyrun eftir bjöll-
unni, fyrst ekki var búizt við
neinum á Bellwood? Þeir áttu
sízt af öllu von á mér. Ég fór að
hugsa um það, hvað þetta fyrir-
komulag hjá Rees væri fráleitt
og reyndar einkennilegt. Að
hugsa sér, að enginn skyldi mega
koma óvænt hingað.
Jæja, þarna stóð ég sem sagt
lokuð úti. En ég var ekki aldeil-
is á því að gefast upp. Ég vissi
um eina leið til að komast inn
fyrir þennan háa múr. Ég ók upp
með múrveggnum og stanzaði á
nákvæmlega sama stað og ég
hafði gert hér fyrir nokkru, þeg-
ar ég átti frí og fór í skógar-
ferðina sælla minninga. Ég
komst upp á múrinn á þessum
stað og hoppaði síðan inn fyrir
alveg eins og ég hafði gert þá.
Ég var þess fullviss, að Rees
væri heima. Hann var ekki van-
ur að breyta áætlunum sínum
og hann hafði ætlað að leggja af
stað klukkan hálffjögur.
Hið góða staðarskyn mitt og
meðfædd ratvísi komu mér nú
að góðu haldi. Ég var stödd í
þéttum skóginum og það var
engan veginn auðvelt fyrir
ókunnuga að rata. En ég hafði
verið hér einu sinni áður og það
var nóg. Það leið ekki á löngu,
þar til ég sá grilla í steinhúsið
milli trjágreinanna.
Ég hikaði ekki hið minnsta að
þessu sinni, heldur gekk rakleitt
að húsinu. Ég vissi auðvitað, að
ólíklegt var að Rees væri að
vinna á þessum tíma, af því að
hann ætlaði sér að fara í bæinn.
En ég þurfti að fara fast upp að
steinhúsinu og ganga síðan eftir
stíg, sem lá þaðan og til stóra
íbúðarhússins okkar. Tveir
gluggarnir á bakhlið steinhúss-
ins stóðu opnir á bak við járn-
rimlana, en ég vogaði mér ekki
að kíkja inn um þá.
Framhald á bls. 46
5i. tbi. viKAN 49