Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 14
Húsið við Aðalstræti 16 stendur nú eitt, síðan Uppsalir voru rifnir. Þetta sögufræga hús, sem kallað var „Lóskurðarstofan" var reist árið 1752. f því bjuggu landfðgetar 1798—1828 og var það þá nefnt „Landfógetahús". 1830—1850 var þarna barnaskóli. Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, eignaðist húsið skömmu síðar eða 1875, og var það þá mikil andleg menningarmiðstöð. Bétt fyrir aldamótin var húsið stækkað og gerðar á þvi ymsar breytingar. „Bærinn er skrí hann er fullur „Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum," segir Tómas Guðmundsson skáld í einu af kvæðum sínum. Og mörg þess- ara húsa eru komin til ára sinna og eiga sér langa og merki- lega sögu, sem æ færri kunna skil á. Gömlu húsunum hefur fækkað iskyggilega á siðustu árum. Hvert af öðru verður að víkja fyrir köldum og háreistum glerhöllum nútímans. — Margan tekur sárt að sjá á bak svo mörgum gömlum og frægum húsum, og hefur verið reynt að bjarga nokkrum þeirra með því að flytja þau upp að Árbæ. Ugglaust verður ekki hjá því komizt að rýma sums staðar til og hljóta þá einhver sögufræg hús að verða eyðileggingunni að bráð. En það verður seint nógsamlega brýnt fyrir Reykvikingum að virða og fara vel með gömul hús, þessar talandi minjar um sögu höfuðstaðarins. — VIKAN fékk Þorstein Gunnarsson, arkitekt og leikara, til að aka með Ijósmyndara blaðsins um bæinn og taka myndir af gömlum og sögufrægum húsum. Þorsteinn veitti okkur einnig nokkrar upplýsingar um hvert hús, en ekki verður saga þeirra rakin nákvæmlega að þessu sinni. Húsin eru valin af handahófi, en eiga það öll sameigin- legt að geyma hvert sitt brotið af sögu höfuðstaðarins, og eru þvi sannarlega þess virði, að á þeim sé vakin athygli. ¦..,¦¦.¦¦¦¦¦..¦¦.¦ ¦'-¦:--:---v'--Áv:-<'-<\---y>. WL. „,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.