Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 21
„Effcir hádegisverðinn á ég alltaf smástund í félagsskap fjölskyldunnar einnar," skrifar sjafnn. verjum við hjónin kvöldunum í ró og næði með öðrum úr fjölskyldunni." „Þegar vinnu er lokið, býð ég börnunum góða nött og sfðan skránni rétt á keisarynjutitli, en ég vildi gera ennþá meira fyrir hana. Mildi hennar og þolinmæði, gáfur og hæverska höfðu gert hana elskaða af öllum — og það hafði orðið mér til ómetanlegs stuðnings. Eg fór fram á viðbót við stjórnarskrá okkar, þannig að ég gæti veitt Föru titilinn „Ríkis- stjóri keisaradæmisins". Eg er ekki ódauðlegur, allt getur kom- ið fyrir. Á eínum degi, einu and- artaki get ég orðið ófær um að stjórna ríkinu, af völdum slyss, veikinda eða annars. Sonur minn var barn ennþá, einhver varð að vera reiðubúinn unz hann næði fullorðinsaldri. Og hver hentaði betur í það hlutverk en hún? ííg vona að aldrei komi til þess að hún þurfi að gegna þessari skyldu, en ef Guði skyldi þókn- ast svo yrði hún þá fyrsta kon- an, sem stýrði múhameðsku ríki. Fyrir aðeins nokkrum árum hefði þetta valdið þjóðarupp- reisn. En konan mín hefur gert mikið íyrir konurnar og komið á jafnrétti kynjanna í landi okkar. í dag geta íranskar kon- ur orðið skurðiæknar, lögfræð- ingar, verkfræðingar, embættis- menn og þingmenn. Samtímis þessu gaf ég henni annan titil, „sjabanú", sem orð- rétt þýðir „konungsins frú" og samsvarar keisarynjutitli. Tvær fyrri konur mínar báru titilinn „maleke", sem þýðir „drottning". Að lokum ákvað ég að við yrð- um bæði krýnd. Aldrei í tuttugu og fimm alda sögu lands okkar hafði kona verið krýnd. En Fara hafði gefið mér soninn, sem gerði að verkum að ég gat látið krýna mig. Hvers vegna þá ekki að setja einnig kórónu á hennar höfuð? RÆTT VIÐ OFBELDISMANN Tíunda apríl 1965 var mér veitt annað banatilræði. Það gerðist í Vetrarhöllinni. Allt í einu fór einhver að skjóta á mig. Sex manns í námunda við mig voru drepnir. Sá seki var tvítug- ur maður í varðliði hallarinnar. Að morðtilræðinu stóð hópur ungra menntamanna, sem sögð- ust vera Maókommúnistar. For- ingi þeirra hét Mansúri. Hann var dæmdur til dauða af hér- rétti, og fylgdust fréttamenn frá blöðum og sjónvarpi hvarvetna í heiminum með réttarhöldun- um. Þeir ákærðu voru tólf tals- ins, og þeir lögðu mál sitt fyrir heimspressuna. Þeir vildu skapa nýtt fran, sögðu þeir. Þeir jusu ákærum yfir mig og fjölskyldu mína. Þeir vissu að þeir gátu all- ir átt von á dauðadómi og höfðu því engu að tapa. Dag einn lét ég sækja Mansúri í fangelsið til að kynnast honum persónulega. Við sátum og rædd- umst við tveir einir í klukku- stund. Ég vildi vita hvað honum og jafnöldrum hans þætti um stjórnina og okkar aðferð við landsstjórnina. Ég get ekki gefið samtal okkar upp í smáatriðum, því að það var mjög persónulegt, en hann talaði mikið um fjöl- skyldu sína og persónuleg vanda- mál. Þegar við skildumst, þótt- ist ég finna að viS hefðum nálg- ast hvor annan lítillega. Eg náðaði hann og hann var dæmdur í tíu ára fangelsi. Nú er hann frjáls og getur varið allri ævi sinni hér eftir til að hjálpa okkur við að byggja upp nýtt og hamingjusamt íran. Hvernig lifir svo keisari á ár- inu 1969? Því skal ég reyna að svara. Frá því ég var ungur hef ég haft fyrir vana að rísa árla. Klukkan sjö á hverjum morgni er ég á fótum og borða morgun- verð einn. Eg borða þá vel, því að frá hálfníu til tvö vinn ég kappsamlega. Við morgunverðar- borðið les ég írönsk og erlend blöð. Fyrri hluti dagsins fer í að lesa bréf, fara yfir áætlanir og skýrslur. ræða við ráðherrana og taka á móti erlendum ambassa- dorum. Síðustu skrifstofutímana tek ég á móti óbreyttu fólki, sem sækir um áheyrn til að leggja fram sjónarmið sín og vandamál. Þegar ég aftur kem til einka- herbergja minna í höllinni hafa Fara og börnin oft lokið hádeg- isverði. Ég flýti mér þá að borða og er síðan smástund í félags- skap fjölskyldunnar. Flestir fr- anar taka sér miðdegishvíld — síestu — eftir hádegisverð, en ég hef aldrei getað vanizt því. Klukkan fjögur er ég aftur kominn á skrifstofuna. Undir lok dagsins gerir ritari minn yfirlit um allt, sem skeð hefur þá á hinum ýmsu svæðum landsins. Ekki fyrr en klukkan átta hætti ég að vinna og fer heim til að bjóða börnunum góða nótt. Kvöldunum verjum við í kyrrð, gjarnan í félagsskap annarra í fjölskyidunni. Við erum ákaflega ættrækin cg höfum það mjög skemmtilegt saman. Stundum horfum við á kvikmynd, spilum á spil eða hlustum á plötu. Rétt fyrir miðnætti háttum við. Og áður en ég sofna bið ég bæn: Megi guð hjálpa mér að ljúka því verki, er ég hef hafið fyrir land mitt. Teheran í september 1969. s. tw. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.