Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 3
5. tölublaó - 29. janúar 1970 - 32. árgangur
VIKAN
í NÆSTU VIKU
„Tízkuljósmyndun í líu stiga frosti"
nefnist myndaefni, sem við birtum í næsta
blaði. Einn kaldan janúardag fékk
Ijósmyndari Vikunnar að fylgjast með
tízkuljósmyndun í Krýsuvík.
Þarna var veriS að taka tízkumyndir fyrir
Bandaríkjamann, Thomas Holton að nafni,
sem flytur út sérkennilegan fatnað
úr íslenzkri ull.
Morðingi Sharon Tate og vina hennar,
Charles Manson, er á dagskrá í næstu viku.
Um hann segir vitnið Paul Watkins:
„Ég var í hippaflokki Charles Mansons.
Charlie þóttist ýmist vera djöfullinn eða guð.
Hann dáleiddi okkur. Allar stúlkurnar
voru ambáttir hans, allir karlmenn
þrælar hans. Hann stjórnaði kyn- og
fíknilyfjasvalli okkar.
I þessum mánuði verður frumsýnt nýtt
íslenzkt leikrit hjá Leikfélagi Reykjavíkur.,
en slíkt er alltaf talsverður virðburður
í menningarlífinu. Hér er um að ræða
leikrit eftir Jónas Árnason, rithöfund,
um Jöiuncl hundadagakonung. í næsta blaði
birtum við viðtal við Jónas Arnason og
myndir frá æfingu á hinu nýja leikriti hans.
í ÞESSARI VIKU
Ný framhaldssaga hefst í þessu blaSi og
nefnist hún „Frú Robinson" og er eftir
Charles Webb. Sagan hefur verið kvikmynduð
og verður myndin sýnd í Tónabíói
skömmu eftir að sögunni lýkur hér f
Vikunni. Myndin hefur hlotið óvenjulega
góða dóma og var meðal annars valin ein
af tíu beztu myndum þessa áratugs.
Sögur Jacks London njóta vinsælda um heim
allan. Þær hafa til dæmis komið út hér
á landi undanfarin ár og verið mikið lesnar,
enda spennandi og ævintýralegar. En
ævintýralegust er þó sagan af lífi hans sjálfs.
í þessari Viku birtum við eina af
smásögum Jacks Londons og einnig hefst nú
greinarflokkur um ótrúlega viSburðaríkt
líf þessa snjalla ameríska höfundar.
Gömlu húsin í Reykjavík hverfa óðum og
mörg þeirra eiga sér merka sögu.
Enn eru þó sögufrægar byggingar víða í
bænum og í þessu blaði bregðum við upp
myndum af nokkrum þeirra.
Við fengum Þorstein Gunnarsson, arkitekt og
leikara, til þess að aka með okkur um
bæinn og benda okkur á ýmis merkileg hús,
sem ekki mega hverfa.
f FULLRI ALVÖRU
LISTVIÐBURÐUR
Það sannaðist um þessi jól eins og svo oft
áður, að góð afrek eru gjarnan unnin í kyrr-
þey og miklir listviðburðir vekja sjaldan jafn
mikla athygli almennings og þeir eiga skiliS.
MeSan allt ætlaSi af göflunum aS ganga út af
jólasýningu ÞjóSleikhússins, og japlið og jaml-
ið og fuðrið virtist ekki eiga sér nein takmörk,
sýndi Iðnó grískan harmleik í fyrsta sinn á ís-
lenzku leiksviði. Gagnrýnendur hafa allir sem
einn lokið upp miklu lofsorði á sýningu Leik-
félsgs Reykjavíkur á Antígónu Sófóklesar og
ekki sízt snilldar þýðingu Helga Hálfdanarson-
ar á leiknum. Engu að síður hefur almenningur
sýnt þessu mikla þrekvirki algert tómlæti.
Sú staðreynd, aS Antígóna hefur veriS sýnd
fyrir auðum bekkjum, er enn ein sönnun um
þaS regindjúp, sem virðist vera á milli dóma
gagnrýnenda annars vegar og almennings hins
vegar. ÞaS hefur komiS í Ijós, en kannski aldr-
ei betur en í þetta skipti, að aðsókn að leik-
ritum er ekki nærri alltaf í réttu hlutfalli við
þá dóma sem verkið hlýtur í blöðunum. Þetta
er engcin veginn einangrað fyrirbæri hér á
landi, heldur mun svipaða sögu að segja í flest-
um menningarlöndum. Því meira listrænt gildi
sem verk hefur, því meiri hætta er á, að það
njóti ekki hylli almennings. Sem betur fer er
þetta ekki einhlítt og stundum ber við, að hvort
tveggja fer saman: góð og listræn sýning og
mikil aðsókn og almennar vinsældir. Sá háttur
sumra menningarfrömuða hér á landi að bregð-
ast reiðir við fálæti almennings gagnvart góð-
um verkum, munda pennann og taka landa sína
til bæna fyrir heimsku, sljóleika og lélegan
smekk, er hins vegar fráleit aSferS og ekki væn-
leg til góSs árangurs.
Hin lélega aSsókn aS Antígónu kann aS stafa
af ástæSulausum ótta viS, aS þetta 2400 ára
gamla verk eigi ekkert erindi viS nútímafólk
og sé sem lokuS bók öorum en þeim sem hafa
kynnt sér rækilega sögu grísku harmleikjanna.
Hér er um misskilning aS ræða, því að Antí-
góna í búningi Leikfélags Reykjavíkur er hverj-
um manni auðskilin og á brýnt erindi við nú-
tímann.
Þótt fáir hafi séð þessa frábæru sýningu í
ISnó, eru þeir vonandi nógu margir til aS
minnast hennar aS verSleikum svo lengi sem
rætt verður um leiklist á landi hér.
G.Gr.
rUKoltJAN Þessa sígildu mynd af öndunum á tjörninni tók Ijósmyndari Vik-
unnar, Sigurgeir Sigurjónsson. Að baki sér í Iðnó og í tilefni af því má benda á myndir
af gömlum og sögufrægum húsum í Reykjavík í þessu blaði.
VIKAN titgefandi: Hllmir hf. Bitstjórl: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall-
dóra Haildórsdóttir. Auglýsingastjórl: Jensina Karls-
dóttir. — Bitstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreif.
ing: Skipholti 33. Simar 35320 — 35323. Pósthölf 533.
Verð í lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverS er 475 kr.
fyrir 13 töluhlöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26
tölublöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir-
fram. Gjaldd. eru: Nóvember, febrúar, mat og ágúst.