Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 10
1 ¦ ^Eg átti enga Hér hefst greinaflokkur eftir Irving Stone um hið ævintýralega líf bandaríska rithöfundarins Jack London. Hér segir frá bernsku hans, ætt og uppruna, en hann ólst upp á hrakhólum við hin erfiðustu kjör. Dag nokkurn árið 1875 ;;tóð í blaðinu „San Fran- cisco-Chronicle" eftirfarandi fréttaklausa: „Kona nokkur ætlaði að svipta sig lífi, vegna þess að maður hennar rak hana að heiman, þegar hún neitaði að deyða ófætt barn þeirra. Ömurlegt dæmi um illmennsku og hrottaskap." — Konan var Flóra Well- man, en maðurinn W. H. Chaney, irskur prófessor í stjörnufræði. Og ófædda barnið átti eftir að verða heimskunnur maður undir nafninu Jack London. Þó að i greininni segi, að skýrslan sé frá Flóru og vin- um hennar, er hún bein árás á Chaney. Hann er sagður hafa setið árum saman í trunarhúsi, farið illa með margar konur, neytt Flóru til að standa við þvottabala og gæta barna gegn borgun, selt húsgögnin hennar, kraf- izt þess að hún færi að heim- an og farið sjálfur, þegar hún neitaði að fara. Fyrir þessu er enginn fótur, því að Flóra var aldrei gift Chaney prófessor. Flóra hafði í rauninni aldrei ætlað sér að fremja sjálfsmorð. Hún særði sig litið eitt, en Chaney mun meira. Skömmu síðar hvarf hann frá San Francisco, og Jack London sá hann aldrei. Þá var Flóra Wellman um þrítugt. Hún var lítil og dig- ur, með gleraugu og hár- kollu, því að hún hafði feng- ið taugaveiki og misst hár- ið. Hún var af velsku fólki komin og lyndiseinkenni þess var dugnaður, sjálfsálit og hugrekki. Flóra var vel menntuð eft- ir þvi sem þá gerðist. Hún lék á hljóðfæri, hafði gengið í skóla og var vel að sér í bókmenntum Hún hef ði áreiðanlega getað eignazt góðan mann eins og systur hennar. Vinir hennar sögðu, að hún væri greind og skemmtileg, en mjög óákveð- in. Taugaveikin, sem hún fékk um tvítugt, fór illa með hana. Þegar Flóra var 25 ára, tók hún saman pjönkur sin- ar og fór að heiman. Þá var það ákaflega sjaldgæft að ungar, ógiftar stúlkur færu að heiman. Siðan sá hún foi*- eldra sína ekki meir. Mikið væri gefandi fyrir að vita eitthvað um hana næstu þrjú árin, áður en hún kynntist Chaney, en því er ekki til að dreifa. Chaney prófessor skrifar: „Flóra var þekkt sem kona mín í sama gistihúsi og hún hafði dvalið i sem kona Lee Smiths. Þetta var ákaflega gott gistihús. og einu sinni þegar ég kom heim voru all- ir gestirnir að fara. Flóra tók á móti mér í íbúð okkar og bað mig hágrátandi fyrir- gefningar. Að lokum játaði hún samband sitt við Lee Smith og sagði, að gestirnir færu að fara, vegna þess að þeir þekktu hana sem ung- frú Wellman, frú Smith og frú Chaney um sama leyti. Auðvitað hefði ég átt að skilja við hana, eins og mér datt fyrst í hug, en þegar ég leit i minn eigin barm, f annst mér ég ekki eiga svo bjarta fortíð, að mér færist að setja mig á háan hest, og ég fyrir- gaf henni." Chaney kynntist Flóru Wellman fyrst hjá Majór Yesler í Seattle, en þar dvaldi hún nokkurn tíma. Honum var sagt, að hún væri af góðu fólki komin, en hefði orðið Jack London tiu ára. Flóra Wellman, móðir Jacks London — skynsöm John London, stjúpfaðir Jacks kona en kærulaus. óhamingjusamur í hjónabandinu. — duglegur en 'Jv 10 VIKAN 5-tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.